Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN 27 ÚR EINU - ÍTALSKA leikkonan Anna Magnani ee farin að leika á sviði eftir 10 ára fjar- vist þaðan. Hinum kunna leikstjóra Ital- anna, Franco Zeffirelli, liefur tekizt að fá liana til að taka að sér lilutverk i hin- um nýja sjónleik La Lupa (Kvenúlfin- um) eftir Giovanni Vargas. Eftir frum- sýninguna í Florenz er áformað að sýna leikinn ekki einungis á Italíu, heldur einnig í París. JACKIE KENNEDY fær enn upp und- ir 2000 samúðarbréf á viku, þótt alllangt sé nú liðið frá láti forsetans. Þingnefnd i Washington hefur því lagt til, að frúnni verði á komandi ári veitl opin- ber fjárveiting, sem jafngildir um 2 millj. og 400 þús. isl. kr. til að standa straum af kostnaðinum við að svara öll- um þessum hréfafjölda. TALIÐ er, að ekki séu nema um 4000 nashyrningar í heiminum. Engu að síður eru nashyrningaveiðar stundaðar af meira kappi en nokkru sinni áður. MAÐUR nokkur kom til listmálara og hað liann að mála fyrir sig mynd af Adam og Evu. Málarinn spurði, hvort niyndin ætti að vera af foreldrum jnann- kynsins fyrir eða eftir syndafall þeirra. „Meðan á því stóð,“ svaraði maðurinn. SÉRFRÆÐINGAR fullyrða, að höfuð- stöðvar ástarinnar séu í Bandarikjun- Um, enda segi læknar og sálfræðingar, að hvergi sé hjónabandið vinsælla en þar. Mjög algengt er, að handarískar stúlkur giftist innan við tvítugt.Sjötti liluti bandariskra stúlkna á aldrinum 15—19 ára er giftur, en um það bil helm- ingur drengja á sama aldri. 92% Banda- ríkjaþjóðarinnar upp að 65 ára aldri liafa einhvern tíma verið í hjónabandi. En þó að bandarískir unglingar innan við tvítugt (táningarnir) séu óðfúsir að giftast, skortir mjög á, að unnt sé að segja almennt: Þau lifðu í hamingju- sömu hjónabandi til æviloka. MAÐUR nokkur týndi dýrindis sjálf- blekung í veitingahúsi. Penninn var vandlega merktur nafni hans, heimilis- fangi og símanúmeri. Tvö ár liðu. Þá var hringt til mannsins úr öðru veit- ingaliúsi og honum sagt, að maður hefði gleymt þar penna með nafni lians o. s. frv. VIÐ lásum nýlega í erlendu blaði, að fyrrmyndar eiginkona ælti að vera allt í senn: þroskuð og ungleg, dugleg og umkomulaus(!) gagnvart manni sínum að minnsta kosli, eggjandi og dvggðug, vel klædd og sparsöm, fær um að elda matinn með annarri hendinni og sinna jafnframt ungbörnunum með hinni, vera sjálfstæð í skoðunum, en samtímis berg- mál af skoðunum manns síns. TVEIR feður voru að ræða um barna- uppeldi. Þeim kom saman um, að fólk byggi Iengi að þvi, sem það vendist frá blautu barnsbeini. Annar þeirra sagði: „Þegar ég var ársgamall, borgaði móð- ir mín kvenmanni kaup fyrir að aka mér í kerru, og síðan hef ég alla ævi verið keyrður áfram með peningum “ - I ANNAÐ

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.