Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2010, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 03.02.2010, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 2010 11 HAÍTÍ, AP Alþjóðamatvælastofnun- in hóf fyrstu skipulegu dreifingu stofnunarinnar á matvælum á Haítí á laugardag. Komið hefur verið upp sextán stöðum í höfuð- borginni Port-au-Prince þar sem einungis konur geta sótt mat. Dreifing matvæla eftir skjálft- ann 12. janúar hefur verið sögð illa skipulögð á stundum. Þá hafi oft verið slegist um mat og ungir menn haft þar undir konur og veikburða og tekið af þeim matvælin. Stofnunin segir að með nýju skipulagi sé reynt að tryggja að matur komist til þeirra sem séu í nauðum. - óká Alþjóðamatvælastofnunin: Matvælum dreift á Haítí Í BIÐRÖÐ Konur bíða í röð eftir að matvælum verði útdeilt í Port-au-Prince á Haítí. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÁVARÚTVEGUR Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal hefur gert Strandabyggð tilboð í jörðina Nauteyri innst í Ísafjarðardjúpi. „Við viljum tryggja að fá ekki einhverja ofan í okkur því þetta er viðkvæm starfsemi,“ segir Einar Valur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Gunnvarar, sem rekur seiðaeldisstöð fyrir þorsk á Nauteyri og nýtir þar meðal ann- ars heitt vatn úr borholu. Fyrir- tækið hefur fram til þessa leigt aðstöðuna af Strandabyggð. Nauteyri á Langadalsströnd er gamall kirkjustaður. „Jörðin á nánast allt land frá fjöruborði milli Þverár og Hafnardalsár allt til vatnaskila á Ófeigsfjarðar- heiði. Þar er nokkur fjöldi stöðu- vatna, sum þeirra allstór, meðal annars Skúfnavötn og Mávavötn,“ segir um Nauteyri í sölulýs- ingu Fasteignamiðstöðvarinnar. „Gífurlegt landflæmi, óþrjótandi vatn í ám og vötnum og stórbrotin náttúrufegurð gera Nauteyri eina eftirsóknarverðustu jarðeign á Vestfjörðum“, segir enn fremur um þessa miklu jörð sem talin er vera um 5.500 hektarar. Samkvæmt ákvörðun sveitar- stjórnarinnar mun Stranda- byggð nú undirbúa gagntilboð til Gunnvarar. - gar Hraðfrystihús með þorskeldi á Nauteyri vill nú kaupa jörðina af Strandabyggð: Viðkvæm starfsemi sem þarf frið NAUTEYRI Mikið land fylgir jörðinni Nauteyri sem blasir við til hægri þegar komið er vestur yfir Steingrímsfjarðarheiði. MYND/FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir að hóta fjórum lögreglu- mönnum lífláti. Atvikið átti sér stað í ágúst 2008. Maðurinn var færður í lögreglubíl við veitinga- staðinn Glaumbar við Tryggva- götu í Reykjavík. Á leiðinni að lögreglustöðinni við Hverfisgötu, svo og í fanga- móttöku stöðvarinnar, hótaði maðurinn ítrekað lögreglumönn- unum fjórum, sem voru við skyldustörf, lífláti. - jss Karlmaður ákærður: Hótaði laganna vörðum ítrekað DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- ness hefur vísað frá máli gegn manni sem ákærður var fyrir að hafa slegið lögreglukonu með krepptum hnefa í húsasundi á Akureyri í júní 2009. Maðurinn neitaði að hafa slegið lögreglukonuna viljandi en úti- lokaði ekki að hann hefði óvart veitt henni högg í andlitið þegar hún var að reyna að stöðva hann. Dómari taldi að við rannsókn málsins hefði átt að taka skýrslu af lögreglumanni sem var á vett- vangi. Þá hefði átt að fela öðru lögregluembætti lögreglurann- sóknina svo fyllsta hlutleysis væri gætt. - jss Ákærður fyrir að slá lögreglu: Árásarmáli vísað frá dómi

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.