Fréttablaðið - 03.02.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.02.2010, Blaðsíða 12
12 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR Í LEIÐINDAFÆRÐ Ökumaður bifhjóls gerir sitt besta í mikilli snjókomu í Weisskirchen, nærri Frankfurt, í Þýska- landi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hringdu í síma ef blaðið berst ekki SVEITARFÉLÖG Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga (EFS) ætlar ekki að aðhafast í málum Reykja- nesbæjar að svo stöddu en ítrekar varnaðarorð um óvissu í rekstrar- forsendum og fjárhagsstöðu sveit- arfélagsins. EFS kallar eftir að fá reikningsskil frá Reykjanesbæ send ársfjórðungslega með sam- anburði við fjárhagsáætlun ársins 2010. Þá verði ársreikningur fyrir 2009 lagður fram sem fyrst. Að sögn Jóhannesar Finns Hall- dórssonar, framkvæmdastjóra EFS, hefur ekki áður verið óskað eftir ársfjórðungslegum uppgjör- um hjá sveitarfélögum, nema þau hafi áður leitað til EFS og gert við hana samning um fjármál sín. Í bréfi EFS segir að samkvæmt lögum sé sveitarfélögum skylt að gæta þess að heildargjöld fari ekki fram úr heildartekjum. Fjár- hagsáætlun 2010 geri ráð fyrir hallalausum rekstri Reykjanes- bæjar en nokkur óvissa sé um forsendur. Þar sé m.a. gert ráð fyrir verulegri fjölgun starfa í sveitarfélaginu. „Gangi áætlun- in ekki eftir er ljóst að bregðast þarf við afleiðingum þess,“ segir í bréfinu. EFS gerir athugasemd við stað- hæfingar sveitarfélagsins um að viðsnúningur hafi orðið í rekstr- inum vegna viðskipta með eign- ir sveitarfélagsins í HS hf. á síð- asta ári og að vegna sölu á eignum megi gera ráð fyrir sjö milljarða hagnaði við lokauppgjör ársins 2009. EFS vekur athygli á að fram- legð frá rekstri sé neikvæð um 639 milljónir króna samkvæmt árshlutauppgjöri frá 31. október. Þar komi fram að hagnaður af sölu hlutabréfa nemi 11,7 millj- örðum króna. Verulega vanti á „að hinn reglubundni rekstur sveitarsjóðs skili viðunandi nið- urstöðu“. Eftir eignasöluna séu skuld- ir „enn verulega yfir eðlilegum mörkum“. Fjárhagsstaðan sé þó mun betri og gert ráð fyrir að peningalegar eignir, sem fengust við eignasöluna og eru í formi skuldabréfa, verði nýttar til að greiða niður skuldir. Spurður við hvað EFS miði eðlileg mörk skulda og skuldbindinga, segir Jóhannes Finnur að í því sam- bandi sé yfirleitt miðað við um 150 prósent af tekjum. Fyrir sölu eigna í HS námu skuldir og skuld- bindingar bæjarins um 450 pró- sentum af tekjum. Eignasalan upp á 11,8 milljarða hefur lækkað það hlutfall um meira en 200 prósent, miðað við áætlun um 5,6 milljarða króna tekjur á þessu ári. peturg@frettabladid.is EFS er með Reykja- nesbæ í gjörgæslu Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga segir óvissu um tekjuforsendur Reykjanes- bæjar. Skuldir séu enn verulega yfir eðlilegum mörkum. EFS vill að sveitarfélag- ið skili ársfjórðungslegu uppgjöri með samanburði við fjárhagsáætlun ársins. REYKJANESBÆR Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur ekki áður kallað eftir ársfjórðungslegu uppgjöri nema fyrir liggi samningur um aðkomu nefndarinnar að fjármálum sveitarfélags. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMKEPPNISMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar sam- keppnismála um að Icelandair eigi að greiða 130 milljóna króna sekt vegna undirverðlagningar á fargjöldum. „Það er mjög mikilvægt að fá þessar 130 milljónir króna til baka og dómurinn undirstrikar að Samkeppniseftirlitið gekk allt of langt á sínum tíma,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Um er að ræða mál sem á rætur að rekja til ársins 2004. Þá kvart- aði Iceland Express til Samkeppn- iseftirlitsins undan verði á flugi Icelandair til Kaupmannahafnar og London. Um var að ræða tak- markaðan sætafjölda fyrir 16.900 krónur. Taldi Iceland Express að Icelandair væri að misnota ráð- andi stöðu sína á þessum markaði. Í apríl 2007 komst áfrýjunarnefnd samkeppnismála að þeirri niður- stöðu að um hafi verið að ræða óeðlilega undirverðlagningu og taldi hæfilegt að leggja 130 millj- óna króna sekt á Icelandair. Héraðsdómur telur að um skað- lega undirverðlagningu hafi verið að ræða á flugleiðinni til Kaup- mannahafnar en ekki til London. Icelandair hafi því brotið lögin. Brotið sé hins vegar hvorki eins alvarlegt né áhrifin eins skaðleg og áfrýjunarnefndin taldi. Þess vegna beri að fella sektina niður. - gar Héraðsdómur Reykjavíkur ógildir 130 milljóna samkeppnissekt á Icelandair: Brotið hvorki víðtækt né skaðlegt GUÐJÓN ARNGRÍMSSON Upplýsingafull- trúi Icelandair fagnar niðurstöðu héraðs- dóms í sex ára gömlu deilumáli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NÁTTÚRUFRÆÐI Rannsóknir sérfræðinga sýna að hvítabjörninn sem gekk á land skammt frá bænum Óslandi í Þistilfirði 27. janúar var ung birna. Krufn- ing leiddi ekkert óeðlilegt í ljós og benti til að birnan hefði verið heilbrigð þegar hún var felld. Karl Skírnisson, dýrafræðingur á Tilraunastöð- inni á Keldum, og samstarfsfólk hans krufði dýrið að beiðni Náttúrufræðistofnunar. Eins og áður segir var hér á ferðinni ung birna, 173 sentimetra löng. Hún var vigtuð nyrðra áður en feldurinn var tekinn og reyndist þá vera 138 kíló að þyngd. Fyrirhugað er að ákvarða aldur dýrsins út frá fjölda árhringja í tannrótum en sé stærðin borin saman við mælingar á dýrum úr Austur-Grænlands- stofni hvítabjarna er ljóst að birnan sem hér um ræðir var þegar orðin sjálfstæð. Húnar lúta ekki forsjár móður nema um fyrstu 27 mánuði ævinnar. Þeir fæðast í híði að vetrarlagi, oftast í desember eða janúar. Líklegast er að Þistilfjarðarbirnan sé ríflega fjögurra ára. Fyrstu niðurstöður benda til þess að birnan hafi ekki verið smituð af tríkínum en fyrirhugað er að rannsaka það nánar á Tilraunastöðinni á Keldum auk þess sem leitað verður að öðrum sníkjudýrum. Rannsóknir á dýrinu eru gerðar að hluta til í samvinnu við Dani sem unnið hafa um árabil að athugunum á hvítabjörnum á Grænlandi. Hauskúpa dýrsins og bein verða hreinsuð og varðveitt á Náttúrufræðistofnun Íslands. - shá Þistilfjarðarbirnan talið ríflega fjögurra ára gamalt og heilbrigt kvendýr: Var ung og heilbrigð birna ÞISTILFJARÐARBIRNAN Dýrið var fellt 27. janúar og rannsóknir sýna að það var heilbrigð birna. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐJÓN LÖGREGLUMÁL Lögreglunni á Sel- fossi tókst í fyrrinótt að hafa hendur í hári ungs manns sem stolið hefur úr fjölda bíla í bænum. Maðurinn hefur stundað þessa iðju frá því í nóvember á síðasta ári. Á þessu tímabili hefur verið farið inn í um þrjátíu ólæsta bíla á Selfossi, gramsað í þeim og stolið lauslegum hlutum eins og GPS-tækjum, myndavélum og lausafé. Maðurinn fór eingöngu inn í ólæsta bíla og olli engum skemmdum. Hann hefur verið yfirheyrður og hann játað á sig brotin. - jss Lögreglan á Selfossi: Stal góssi úr þrjátíu bílum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.