Fréttablaðið - 03.02.2010, Qupperneq 14
14 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
Sú virðist vera bjargföst sann-færing franskra kvikmynda-
gagnrýnenda, að kvikmyndir
eigi að fjalla um ungt fólk, helst
unglinga sem góna út í loftið,
segja öðru hverju einsatkvæðis-
orð og hlæja þess á milli innsogs-
hlátrinum; það sé í rauninni eina
verðuga verkefni kvikmyndahöf-
unda. Þegar þeir túlka einhverja
mynd líta þeir því gjarnan svo á
að yngsta persónan hljóti að vera
í miðpunktinum, um hana snúist
allt annað. Þannig skildu þeir
„Hafið“ eftir Baltasar Kormák
svo að sú mynd fjallaði um ungan
Íslending sem býr í París og ferð
hans á heimaslóðir, annað virtist
fara fyrir ofan garð og neðan hjá
þeim. Ef kvikmynd snýst ekki
um unglinga taka þeir henni oft
fálega, ef þeir rífa hana þá ekki
í tætlur.
En franskir kvikmyndaáhorf-
endur virðast ekki alltaf vera á
sama máli, þeir álíta að fleira sé
á dagskrá í veröldinni en ungl-
ingavandamálið eitt, og hefur
það komið allrækilega í ljós nú í
vetur. Nokkru fyrir jól var frum-
sýnd frönsk mynd eftir Radu
Mihaileanu, sem nefndist „Tón-
leikarnir“; þar komu unglingar
ekkert við sögu og hunsuðu gagn-
rýnendur hana, en þrátt fyrir það
sló hún þegar í gegn svo um mun-
aði, og hefur æ síðan verið ofar-
lega á listanum yfir þær mynd-
ir sem mest eru sóttar. Eftir tíu
vikur var tala áhorfenda komin
upp í 1,7 milljónir.
En ekki er um að villast að við-
fangsefnið er gripið út úr sam-
tímanum þótt um það sé fjallað
í skáldlegum ýkjustíl. Þar segir
frá rússneskum hljómsveitar-
stjóra sem var rekinn úr starfi á
stjórnartímum Bresnéfs, því að
hann neitaði að reka einleikara
sem var gyðingur. Hljómsveitar-
stjórinn var að vísu enginn sér-
stakur vinur gyðinga sem slíkra,
en einleikarinn, ung kona sem
var fiðlusnillingur og átti að
leika fiðlukonsert Tsjækofskís,
var stjarna hljómsveitarinnar.
Skömmu síðar var hún send
í útlegð í gúlagið og lést þar.
Síðan hefur hljómsveitarstjór-
inn orðið að láta sér lynda að vera
ræstingamaður í Bolsjoj.
En einn góðan veðurdag rekst
hann á fax nýskroppið út úr fax-
vél í skrifstofu leikhússtjórans
þar sem hljómsveitinni er boðið
að halda tónleika í Chatelet í
París, og sér þá leik á borði: hann
stelur faxinu, svarar því sjálfur
og tekur boðinu í sínu nafni. Svo
fer hann að safna saman tónlist-
armönnum af öllu tagi sem eru
í svipaðri stöðu og hann sjálf-
ur og harla litríkur söfnuður og
undirbúa tónleikaferðina til Par-
ísar. Mörg ljón eru á veginum,
það vantar peninga og því þarf
að fá einn ólígarkinn til að ger-
ast „sponsor“; svo er erfitt að fá
pappíra til að komast úr landi,
en um það sér rússneska mafían.
Jafnframt er hljómsveitarstjór-
inn fyrrverandi og tilvonandi í
stöðugu sambandi við leikhús-
stjórann í París og gerir ýmsar
kröfur, m.a. vill hann fá unga,
franska konu sem þegar er orðin
víðfræg fyrir fiðluleik til að vera
einleikari. Hún er treg en fellst
þó á það að lokum.
Ferðin til Parísar er öll hin
spaugilegasta, mafían ræður
ríkjum á flugvellinum í Moskvu,
Rússarnir drekka eins og svamp-
ar á leiðinni, og þegar þeir þurfa
að tala frönsku er hún í meira
lagi bjöguð, þeir gæta þess
t.d. ekki að ýmis klassísk orð
hafa gróflega breytt um merk-
ingu í nútímamáli. Rússneskur
ólígark birtist og heimtar að fá
að útvarpa tónleikunum, reyndar
hafði frönsk útvarpsstöð réttinn,
en ólígarkinn hefur í hótunum og
býst m.a. til að skrúfa fyrir allt
rússneska gasið. Franska ein-
leikaranum líst ekki á blikuna,
en svo hefjast tónleikarnir fyrir
fullu húsi í Chatelet; leikinn er
fiðlukonsert Tsjækofskís, og í
byrjun heyrast feilnótur hér og
þar, en svo verður eins konar
kraftaverk, tónleikarnir takast
frábærlega vel og verða upphafið
að sigurför þessara forkostulegu
tónlistarmanna. Í lokin kemur í
ljós að franski fiðluleikarinn var
í rauninni dóttir fiðluleikarans
sem lést í útlegðinni, hafði henni
verið smyglað úr landi í frum-
bernsku. Með því að leika konsert
Tsjækofskís var hún því að finna
aftur sinn eigin uppruna, og taka
upp þráðinn á ný.
Þegar ég sá myndina var
klappað í lokin, en ég heyrði
þau orð falla meðal áhorfenda,
að kannske væri nýstárlegasti
þátturinn lýsingin á óligörkun-
um. Þeir keppast um það hver
geti haldið sem fjölmennastar
og glæstastar veislur, og hefur
kona hljómsveitarstjórans það
starf að ráða fólk gegn smávægi-
legri borgun að sitja við borð-
in og fylla salarkynnin. Það er í
einni slíkri hátíð sem hljómsveit-
arstjórinn finnur sinn „sponsor“,
en sú mynd sem dregin er upp af
ólígörkunum í leiðinni, rudda-
skap þeirra og stórmennsku-
brjálæði, er óborganleg. En hana
ættu íslenskir kvikmyndagerðar-
menn að skoða vandlega, kannske
fengju þeir þar innblástur.
Tónleikarnir
Í bíó
EINAR MÁR JÓNSSON
Í DAG |
UMRÆÐAN
Erla Ósk Ásgeirsdóttir skrifar
um Icesave-reikningana
Þess misskilnings hefur gætt í umræðunni um Icesave
að lögaðilar s.s. sveitarfélög,
líknarfélög og aðrir aðilar hafi
tapað gríðarlegum fjárhæðum á
Icesave-netreikningum Lands-
bankans. Staðreyndin er sú að
einvörðungu einstaklingar gátu lagt fé inn á reikn-
ingana, en fagfjárfestar, þ.m.t. félagasamtök og
sveitarfélög, áttu viðskipti á heildsölumarkaði með
innlán og þá oft fyrir milligöngu þriðja aðila. Lög-
aðilar áttu aldrei aðgang að netreikningum Lands-
bankans enda voru þeir sérhannaðir fyrir einstakl-
inga á smásölumarkaði.
Ofangreindir aðilar töpuðu fé á viðskiptum sínum
við Landsbanki London Branch, Heritable Bank og
Landsbanki Amsterdam Branch, en það tap hefur
ekkert með innlánsreikninga Icesave að gera.
Vandi okkar er sá að þingmenn Hollands og Bret-
lands virðast ekki gera greinarmun á þessu tvennu.
Það er hins vegar afar mikilvægt fyrir málstað
Íslendinga að þetta atriði komi skýrt fram þar sem
margir þingmenn bæði Breta og Hollendinga veigra
sér við að taka upp málstað Íslendinga vegna þess
að þeir standa í þeirri trú að sveitarfélög og líknar-
félög hafi tapað á Icesave, en svo er ekki.
Þeirri staðreynd hefur heldur ekki verið haldið á
lofti að þessir þrír bankar voru ólíkir að því leyti að
annars vegar var um að ræða útibú Landsbankans;
Landsbanki London Branch og Amsterdam Branch
sem voru á ábyrgð íslenska fjármálaeftirlitsins og
hins vegar dótturfélag Landsbankans; Heritable
bank þ.e. breskan banka á ábyrgð breska fjármála-
eftirlitsins. Lögaðilar eiga kröfur á þessa þrjá
banka Landsbankans og þrátt fyrir að þeir hafi
allir verið í eigu íslenskra aðila þá er ábyrgðin ekki
eingöngu Íslendinga.
Málstaður Íslands og orðstír er undir og því mikil-
vægt að farið sé með rétt mál og allar upplýsingar
sem því tengjast séu uppi á borðum áður en gengið
verður aftur til samninga við Breta og Hollendinga.
Málið er nógu erfitt þótt við látum ekki misskilning
sem þennan veikja stöðu okkar enn frekar.
Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Líknarfélög töpuðu ekki á Icesave
... frábært vöruúrval
z - notes
Gulir í pappast.
200 bl.
3MB330NEU
299
Áður kr. 1.361
E
nn er stuðningur Íslands við innrás Bandaríkjamanna og
Breta í Írak árið 2003 í brennidepli. Opinber rannsókn á
málinu í Bretlandi vekur þá umræðu af nokkurra missera
blundi. Virðast vinnubrögð breskra til fyrirmyndar; allt
er gert fyrir opnum tjöldum og öllum sem skipta máli er
gert að gera grein fyrir máli sínu.
Alveg frá því að upplýst var í Bandaríkjunum í mars 2003 að
Íslendingar væru í stuðningsliði innrásarherjanna og legðu þeim
til aðstöðu til hernaðaraðgerðanna hér á Íslandi hafa vinnubrögð
íslensku ráðamannanna í málinu þótt vafasöm. Þau vinnubrögð voru
þó í fullu samræmi við það sem viðgekkst og því eðlileg að því leyti
til. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson höfðu nefnilega þann
hátt á að taka ákvarðanir – stórar og smáar – upp á eigin spýtur.
Þeir létu ekki fyrirbæri á borð við þingflokka, þingnefndir, Alþingi
og ríkisstjórn flækjast fyrir sér.
Ákvörðun tvímenninganna um stuðninginn þurfti ekki að koma
á óvart. Afstaða þeirra hafði margsinnis komið fram opinberlega.
Þeir sögðu að koma bæri Saddam Hussein frá völdum með góðu
eða illu og að Keflavíkurflugvöllur stæði árásarherjunum opinn
til afnota.
Þetta umdeilda mál hefur annað veifið fengið talsverða umfjöll-
un. Fókusinn hefur jafnan verið á lista, sem Bandaríkjamenn gáfu
út, yfir þær þjóðir sem blessuðu innrásina eða tóku þátt í henni með
einhverjum hætti. „Listi viljugra þjóða“ var hann kallaður. Enda-
laust var talað um listann eins og hann væri vandamálið, ekki stuðn-
ingurinn sjálfur. Sjálfsagt áttu sérfræðingar í umræðustjórnun þar
einhvern hlut að máli.
Staðfastir Íslendingar hafa reynt að láta eins og stuðningur
Íslands hafi ekki skipt neinu máli. Ráðist hefði verið inn í Írak
hvort sem Ísland hefði stutt þær aðgerðir eða ekki. Í slíkum orðum
felst yfirlæti gagnvart þeim sem láta sér annt um orðspor lands og
þjóðar og stendur ekki á sama um hvað stjórnvöld á hverjum tíma
aðhafast.
Því er líka haldið fram að þetta hafi nú verið allt í lagi af því að
Íslendingar tóku ekki þátt í sjálfri innrásinni. Af því að við héld-
um ekki um gikkinn. Þjóð sem ekki á her kemst ekki nær því að
taka þátt í innrás en að lýsa yfir fullkomnum stuðningi við slíkar
aðgerðir og bjóða fram aðstöðu til að auðvelda þær eða jafnvel gera
þær mögulegar.
Fyrir liggur álit býsna virtra lögmanna um að ákvörðun Davíðs
og Halldórs hafi ekki verið lögbrot. Það er nú gott. En hvað sem
því líður er mikilvægt að málið verði gert almennilega upp, líkt
og Bretar eru nú að gera. Verður ekki betur séð en að Alþingi sé á
góðri leið með að ákveða það þrátt fyrir smá stæla í varaformanni
Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu í gær.
Róið er að því öllum árum að búa svo um hnútana í stjórnsýslunni
og á fjármálamarkaði að bankakerfið hrynji ekki aftur. Það gæti
nefnilega gerst að óábyrgir menn veljist á ný til ábyrgðarstarfa í
bönkunum. Að sama skapi er mikilvægt að girða fyrir að einn eða
tveir menn geti tekið ákvarðanir á borð við þá að styðja – og greiða
fyrir – innrás í önnur ríki. Eðlilegt er að setja lög og reglur sem
koma í veg fyrir slíkt í framhaldi íslensku Íraksrannsóknarinnar.
Íslendingar eru við það að fara að dæmi Breta.
Auðvitað verður
Íraksrannsókn
BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON SKRIFAR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
ERLA ÓSK
ÁSGEIRSDÓTTIR
Allt í hakki
Lögreglan hefur í haldi sautján ára
ungling sem grunaður er um að
hafa stolið trúnaðargögnum úr tölvu
Gunnars Gunnarssonar, lögfræðings
hjá Milestone, sem var í eigu Wern-
ersbræðra. Pilturinn starfaði áður
hjá lögfræðingnum við uppsetningu
öryggiskerfis fyrir tölvur og leikur
sá grunur á að hann hafi notfært
sér gamla öryggiskóða til að stela
upplýsingum. Þetta
er svo reyfarakennd
atburðarás að það
er engu líkara en
að við séum stödd
í miðri sænskri
spennu-
mynd.
Traustvekjandi
En þetta vekur upp eftirfarandi
spurningu: Hvers vegna leitar
lögfræðingur, sem starfaði meðal
annars fyrir menn sem voru þá í hópi
ríkustu manna Íslands, til unglings
sem er ekki orðinn lögráða og fékk
hann til að setja upp öryggiskerfi
til að gæta trúnaðarupplýsinga
skjólstæðinga sinna? Skyldu
þetta vera algeng vinnubrögð hjá
lögfræðingum hér á landi?
Enginn betri
á bekknum
Guðmundur
Guðmundsson
landsliðsþjálfari var
spurður í Morgunblað-
inu í gær hvers vegna
Logi Geirsson hefði komið svona lítið
við sögu á EM í handbolta. Sagði
Guðmundur það hafa „þróast ein-
hvern veginn þannig þegar á mótið
leið“, þar sem Arnór Atlason og Aron
Pálmarsson, sem leika sömu stöðu
og Logi, hafi staðið sig svo vel. „Þar
með fékk Logi hlutverk sem hann
hefur ekki áður verið í hjá lands-
liðinu,“ sagði Guðmundur. Það
er að sitja á bekknum. „Loga til
hróss,“ bætti hann við, „stóð
hann sig frábærlega í
þessu hlutverki og kemur
mjög sterkur frá þessari
keppni“. Er það mjög
hughreystandi fyrir Loga
Geirsson að vera álitinn
bestur á bekknum?
bergsteinn@frettabladid.is