Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2010, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 03.02.2010, Qupperneq 20
MARKAÐURINN 3. FEBRÚAR 2010 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Kynjuð hagstjórn snýst um að skoða fjárlögin og skoða hvert fjármunirnir fara. Þannig er reynt að sjá út hver áhrifin eru á konur og á karla, hvað konur og karlar leggja af mörkum, og hvaða áhrif fjár- lögin hafa á kynjatengsl,“ segir Elisabeth Klatzer dokor í hag- fræði. Hún er ráðgjafi í kynjaðri hagstjórn og starfar meðal ann- ars fyrir austurríska ríkið. Hún segir kynjatengsl jafnframt vera valdatengsl sem eigi sér djúpar rætur í samfélögum. „Kynjuð hagstjórn snýst ekki um að helmingur fjárlaganna fari til kvenna og helmingur til karla. Þetta snýst um að greina þarfir og aðstæður hverju sinni og líta á það hvað er verið að eyða í og hver nýtur góðs af því.“ Elisabeth telur það ga m a ld a gs hugsun sem ekki eigi við rök að styðj- ast að aðeins þeir sem fái borgað fyrir vinnu sína leggi til hag- kerfisins. „Í kynjaðri hag- stjórn gerum við ráð fyrir að stoðir hag- kerfisins séu líka í ólaunaðri vinnu. Það er mikilvægur þáttur í að búa til velferð þjóðar. Ólaun- uð vinna hefur áhrif á launaða vinnu, hún kemur þeim sem vinna úti til góða líka.“ Elisabeth nefnir einnig ge g n s æi s em kost við kynjaða hagstjórn og fjár- lagagerð. Hún segir að vegna þess hversu mikilla upplýsinga er þarfnast geti fjárlagagerð- in orðið gegn- særri en ella. Þá skipti máli að víðtækari umræða skap- ist um fjárlög í sam- félaginu. „Kynin eiga rétt á jafnari hlut- um af kökunni. Það græða allir á því. Samfélagið á rétt á því að njóta þeirra kosta sem kynjajafn- rétti hefur í för með sér.“ thorunn@frettabladid.is Snýst ekki um helmingaskipti milli kynja Í kynjaðri hagstjórn er skoðað hver áhrif fjárlaga eru á konur og karla. Slík hagstjórn er mikilvæg á krepputímum að mati Elisabeth Klatzer. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur lýst því yfir að tekin verði upp kynjuð hagstjórn hér á landi. Í mars síðastliðnum kynnti fjármálaráðherra að skipuð yrði verkefnisstjórn vegna málsins og myndi hún skila tillögum innan árs. Samkvæmt heimasíðu UNIFEM er ekki markmið kynjaðrar hagstjórn- ar ekki að meira fé verði varið til jafnréttisverkefna eða verkefna sem lúta að konum eða körlum sérstak- lega, heldur að skoða möguleg áhrif almannafjár á kynin. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD), Alþjóðabankinn, Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandið og norræna ráðherranefndin eru á meðal þeirra sem tekið hafa upp kynjaða hagstjórn. MIKILVÆGT Á KREPPUTÍMUM ELISABETH KLATZER Segir að vegna mikillar upplýsingasöfnunar geti kynjuð hagstjórn gert fjárlaga- gerðina gegnsærri en ella. Auglýsingaherferð Vodafone þar sem „essasú“- froskurinn var í aðalhlutverki er með þeim íslensku auglýsingaherferðum sem hvað mesta athygli hafa vakið. Samkvæmt upplýsingum frá Vodafone kviknaði hugmyndin að herferðinni út frá miklum viðbrögð- um sem lítil tilboðsauglýsing vakti. Eftir stendur ein- hver vinsælasti auglýsingafrasi síðari tíma, „essa- sú?“, 196 þúsund áhorf á auglýsingar með froskin- um á myndbandavefnum Youtube.com og 21 þúsund aðdáendur á síðu sem stofnuð var til heiðurs essasú- frosknum á Facebook. Til samanburðar má nefna að aðdáendasíða Fanga- vaktarinnar á Facebook er með um 15 þúsund aðdá- endur. Þá létu um 5.000 manns taka af sér myndir með froskinum fyrir jólin þrátt fyrir langar biðraðir. - óká Froskur sem sló í gegn Rúmlega 130 gestir úr ýmsum áttum komu á kynningu sérfræð- inga á nýjustu lausnum Marel í framleiðslusal fyrirtækisins um miðjan mánuðinn. Flestir gest- anna voru fulltrúar helstu kjöt- og kjúklingavinnsla landsins auk fulltrúa fiskiðnaðarins. Á meðal helstu nýjunganna var nýjasta gerðin af verðmerkivog til að verðmerkja neytendapakkaðar af- urðir og vél undir vörumerkinu Townsend, sem himnudregur kjöt og kjúkling eða roðdregur fisk. Vörumerkið varð hluti af Marel með kaupunum á hollensku iðn- samsteypunni Stork fyrir tveim- ur árum. Vélar sem þessar hafa aldrei verið sýndar hér áður. - jab Margmenni hjá Marel Í HEIMSÓKN Essasú-froskur Vodafone hefur gert víðreist, meðal annars kíkti hann í heimsókn á Barnaspítala Hringsins skömmu fyrir jól. MARKAÐURINN/VILHELM NÝJASTA TÆKNIN SKOÐUÐ Matvælavinnsluvél undir merkjum Townsend var sýnd á kynningu Marels á dögunum. Vélar undir þessum merkj- um hafa aldrei áður verið sýndar hér. MARKAÐURINN/STEFÁN Frönsk stjórnvöld vilja leggja lóð sitt á vogarskálarnar og styðja Ísland upp úr kreppunni, að sögn Emmanuel Jacques, formanns stjórnar Fransk-íslenska við- skiptaráðsins og viðskiptasendi- fulltrúa Frakka hér. Jacques segir í samtali við Fréttablaðið frönsk stjórnvöld hafa lengi stutt við bakið á smá- ríkjum sem hafi átt um sárt að binda af ýmsum ástæðum. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hafi lýst yfir samúð með þeim sem hafa orðið illa úti í kreppunni og sagt á ársþingi Alþjóðaefnahagsráðs- ins í Alpabænum Davos í Sviss um síðustu helgi að ríkisstjórnir sterkustu ríkja heims ættu að taka höndum saman og styðja þau lönd sem sitji föst í foraðinu. Á þing- inu var jafnframt lögð áhersla á mikilvægi milliríkjaviðskipta fyrir efnahagsbatann. „Þið munuð ekki eiga mikinn stuðning í Bretlandi og í Hol- landi næstu árin, og óvíst er með Bandaríkin,“ segir Jacques. „Við í Frakklandi þekkjum íslensk fyrirtæki á borð við Actavis, Al- fesca og Össur aðeins af góðu og gerum allt til að efla og liðka fyrir viðskiptasamböndum. Svo skemmir ekki fyrir að landið er í hjarta Evrópu og Evrópusam- bandsins,“ segir hann. - jab Frakkar vilja hjálpa til við endurreisnina EMMANUEL JACQUES Formaður Fransk- íslenska viðskiptaráðsins segir mikilvægt að leita nýrra markaða og efla viðskipta- sambönd í kreppunni. Frakkar vilji styðja við íslensk fyrirtæki. MARKAÐURINN/STEFÁN F í t o n / S Í A Fyrirtæki leita bæði til skipa- félaga og flugfélaga til að senda vörur til og frá landinu. Til að senda peninga, þá tala þau við okkur. Kjartan Geirsson – Erlend viðskipti Það er minna mál að skipta um banka en þú heldur. Hafðu samband í síma 540 3200. Borgartúni 26 · www.mp.is Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki. Þannig á banki að vera. Gjaldeyrisreikningar Erlend viðskipti Innheimtuþjónusta Fyrirtækjaráðgjöf Netbanki & þjónustuver Kreditkort Ávöxtun innlána Veltureikningur Fjármögnun Ábyrgðir

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.