Fréttablaðið - 03.02.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 03.02.2010, Blaðsíða 23
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 FERÐAFÉLAG ÍSAFJARÐAR verður að öllum líkindum endurreist að nýju en boðað hefur verið til aðalfundar þess. Félagið var stofnað 1949, starfaði til 1957, var endurvakið 1979 en lagðist af eftir nokkur ár. www.fi.is „Eftirminnilegasta ferðalagið er jafnframt það óvæntasta, en það er ferð á Hróarskelduhátíðina 2005,“ segir Björn Teitsson, meist- aranemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Aðdragandinn að ferðinni var sá að á þessum tíma stóð tíma- ritið Orðlaus fyrir ritgerðarsam- keppninni „Af hverju átt þú skil- ið að fara á Hróarskeldu?“ Björn hripaði niður nokkrar línur um erfitt líf sitt sem rauðhærður einstaklingur og náði að sann- færa ritstýrur tímaritsins um að það minnsta sem hann ætti skilið eftir allt mótlætið sem rauða hár- inu fylgir væri ferð á Hróarskeldu við annan mann. „Ferðin var bara ansi skemmti- leg,“ segir Björn. „Hefðbundið úti- hátíðardrullumall var víðs fjarri vegna hitamets og úrkomuleys- is, sem hlýtur að teljast jákvætt. Lúxusinn stoppaði heldur ekki þar því Orðlaus útvegaði „takmarkaða pressupassa“ sem þýddi í stuttu máli aðgang að alvöru klósetti, en reyndir Hróarskeldufarar geta vottað um að slíkur munaður er algerlega gulls ígildi.“ Björn segir listamennina á Hróars keldu ekki hafa verið neitt slor, en hann sá meðal annars tón- leika með Mugison, Devendra Banhart og malíska gítarleikar- ann Ali Farka Touré, en hann lést tæplega ári síðar. „Þá var ég hæst- ánægður að sjá þýsku indí-sveit- ina Tocotronic á meðal flytjenda, en þeir voru í sérstöku uppáhaldi um þessar mundir,“ segir Björn. Skemmtilegasta atvik ferðar- innar segir Björn þó hafa átt sér stað í plötubúðinni Sound Station á Gamle Kongevej í Kaupmanna- höfn, sem hann segir þá bestu á Norðurlöndunum, en þar leit hann inn fyrir hátíðina. „Ég var í smá spjalli við afgreiðsluborðið og var spurður hvort förinni væri ekki heitið á Hróarskeldu og hvað ætti svo að sjá. Ég sagðist spenntastur fyrir Sonic Youth og gaurinn við afgreiðsluborðið sagði þá: „Já, þú veist að þau eru hérna.“ Ég spurði hvað hann ætti við með þessu, en í þann mund kom Jim O’Rourke, nýjasti meðlimur sveitarinnar, að borðinu og ætlaði að fá að hlusta á Cyndi Lauper-plötu!“ Birni varð þá litið inn í hliðar- herbergi þar sem ég hann sá Thur- ston Moore og Lee Ranaldo, stofn- meðlimi sveitarinnar, á spjalli við búðareigandann. „Með stjörnubirt- una í augunum spurði ég O’Rourke hvort þeir væru til í viðtal fyrir Orðlaus. Hann sagðist vart geta talað fyrir hljómsveitina, enda nýliði. Hins vegar gæti ég beðið eftir að Thurston myndi ljúka spjalli sínu við búðareigandann, en það mætti ekki trufla hann strax „because he gets real passionate when he’s talking about music …“ Þessum orðum var vart sleppt þegar ég sá hinn tveggja metra Thurston stökkva upp á borð í hlið- arherberginu og baða út höndum, greinilega mikið í mun að búðar- eigandinn tæki undir með honum. Þetta fannst mér mikið rokk,“ segir Björn. kjartan@frettabladid.is Alvöru klósett gulls ígildi Björn Teitsson vann sér inn miða á Hróarskelduhátíðina í ritgerðarsamkeppni árið 2005 og skemmti sér vel. Í plötubúð í Kaupmannahöfn rakst hann óvænt á nokkra af sínum eftirlætis tónlistarmönnum. Ritgerð um erfiðleikana sem fylgja því að vera rauðhærður tryggði Birni miða á Hróarskelduhátíðina árið 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hefur flú starfa› í greininni í fimm ár e›a lengur og getur sta›fest fla› me› opinberum gögnum? Ef flú vilt ljúka námi í pípulögnum, húsasmí›i e›a málarai›n flá gæti raunfærnimat veri› fyrir flig. Raunfærnimat er tilraunaverkefni sem mi›ar a› flví a› meta færni sem vi›komandi b‡r yfir inn í skólakerfi›. A› loknu raunfærnimati fara flátt- takendur í skóla og ljúka flví námi sem eftir stendur til a› útskrifast. Áhugasömum er bent á a› hafa samband vi› I‹UNA fræ›slusetur í síma 590-6400, jafnframt er hægt a› sko›a www.idan.is e›a senda tölvupóst á netfangi› radgjof@idan.is. Kynningarfundur ver›ur haldinn um verkefni› fimmtudaginn 4. febrúar, kl.17:00 í Skúlatúni 2, 1. hæ› (gengi› inn vestan megin). Hófst flú nám í pípulögnum, húsasmí›i e›a málarai›n en laukst flví ekki? E in n t v e ir o g þ r ír 4 26 .0 18

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.