Fréttablaðið - 03.02.2010, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 2010 3
Kristján M. Baldursson, fram-
kvæmdastjóri Trex, segir Færeyj-
ar koma fólki sífellt á óvart, bæði
hvað landslag, menningu og fólkið
sjálft snerti.
„Færeyjar eru vinalegar og
fólk er oft hissa á því sérstak-
lega afslappaða andrúmslofti sem
þar er að finna,“ segir Kristján.
„Náttúrufegurðin og þá hversu
fjölbreytt landslag Færeyjar búa
yfir, þykir mörgum sérstakt með
tilliti til þess að eyjarnar eru ekki
stórar.“
Flogið er til Færeyja 28. maí
og komið til baka föstudaginn 4.
janúar en gamlar þjóðleiðir eru
gengnar á fjórum af átján eyjum
Færeyja. Einnig er gengið á nokk-
ur fjöll. Gist er í uppbúnum rúmum
á farfugla- og gistiheimilum en
kvöldverður fylgir í fimm skipti
sem og sex nestispakkar.
„Við höfum farið í þessa ferð á
sama tíma og alltaf með sama far-
arstjóra, Sigrúnu Valbergsdóttur,
þannig að við erum orðin gjör-
kunnug aðstæðum og dagskráin
er þægileg og aðgengileg. Gangan
er farin á besta tíma í Færeyjum,
þegar hvað þurrast er, en í Færeyj-
um vorar fyrr þannig að sumarið
er yfirleitt komið á þessum tíma.“
Ásamt göngunni fær fólk sögu-
legan fróðleik í bland og kíkt er á
gamlar byggðir og vinaleg þorp.
Meðal skemmtilegra staða sem
heimsóttir verða má nefna Myki-
nes, ægifagra klettaey með lít-
illi byggð, og gömlu póstleiðina á
eynni Vágar yfir Gásadal. Einnig
er stefnt að því að ganga á hæsta
fjall eyjanna, Slættartind, sem er
882 metrar en í lok ferðar er dvalið
í Þórshöfn þar sem margt verður
skoðað.
„Færeyingar eru ótrúlega góðir
heim að sækja og þeir eru sérstak-
lega vinalegir gagnvart Íslending-
um svo það er ekki síður upplifun
að hitta fólkið sjálft.“
julia@frettabladid.is
Færeyingar góð-
ir heim að sækja
Ferðaskrifstofan Trex hefur staðið fyrir vinsælli ferð til Færeyja þar
sem ferðamenn dvelja í nokkra daga og fara í skemmtilegar göngu-
ferðir um eyjuna. Sögulegur fróðleikur fylgir einnig.
Í Færeyjum vorar fyrr og því standa vonir til að veðrið verði milt í lok maí þegar ferð-
in er farin. MYND/ÚR EINKASAFNI
VOLKSWAGEN ætlar sér að vera
orðinn stærsti bílaframleiðandi veraldar
fyrir 2018 og boðar 60 nýjar gerðir á
þessu ári. www.fib.is
Gistiheimili í Kaupmannahöfn
Herbergi og studioíbúðir
í miðbænum
sími 0045-2848 8905La Villa
Skíðabox
St i l l ing hf . · S ími 520 8000
www.st i l l ing. is · s t i l l ing@sti l l ing. is
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Patti Húsgögn
Landsins mesta úrval af hornsófum
SWS 8922
Boston delux
aspen paris
boston-lux
Boston
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
man-75 leður bogasófi
fusite 6731 leður sófasett 3+1+1
299.9
00 kr
Verð
áður
469.0
00kr
ASPEN
Endalausir
möguleikar
parisp-8185
bonn
199.950
kr
Verð áð
ur
399.900
kr