Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2010, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 03.02.2010, Qupperneq 30
MARKAÐURINN 3. FEBRÚAR 2010 MIÐVIKUDAGUR10 F R É T T I R Brjánn Jónasson skrifar Almenn bjartsýni ríkir meðal fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu hér á landi með komandi ferðasumar, segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sam- taka ferðaþjónustunnar. Ferðamenn bóka þó með sífellt styttri fyrirvara svo erfitt er að spá fyrir um sumarið. „Það bendir allt til þess að þetta geti orðið ágætt sumar, en við höfum meiri áhyggjur af öðrum tímum ársins,“ segir Erna. Heldur hefur dregið úr komum ferðamanna utan háannatímans yfir sumarið, þótt ferðamönnum hafi fjölgað yfir sumarmánuðina. Bókanir erlendra ferðamanna á flugferðum til Íslands eru um fimmtán prósentum fleiri nú en á sama tíma á síðasta ári, segir Birkir Hólm Guðna- son, framkvæmdastjóri Icelandair. Það sé aukning umfram þá tíu prósenta framboðsaukningu sem sé hjá félaginu. „Við reiknum með að toppa síðasta sumar, sem þó sló öll met,“ segir Birkir. Hann segir þessa aukningu trúlega eiga sér nokkrar ástæður. Ferðamenn virð- ist bóka fyrr en venjulega, en ótvírætt sé áhugi á Ís- landi að aukast. Þá hafi Icelandair aukið heldur við markaðssetningu og sætaframboð undanfarið. Markaðssetning ferðaþjónustunnar undanfarin ár hefur að mestu beinst að því að auka fjölda ferða- manna utan við háannatímann, og því er það vissu- lega áhyggjuefni að nú dragi úr fjöldanum. Eflaust spilar margt inn í, en skortur á rann- sóknum gerir erfitt fyrir að meta orsakirnar ná- kvæmlega, segir Erna. Augljóslega hafi heims- kreppan þar áhrif, lágt gengi krónunnar nái ekki að vega upp almennan samdrátt á fjölda ferða- manna í heiminum. Ein afleiðing kreppunnar sé til dæmis samdráttur í ráðstefnuhaldi í Reykjavík. Birkir segist sjá skýr merki um samdrátt í ráð- stefnuhaldi. Færri ráðstefnuhópar og hópar á leið í hvataferðir bóki nú flug til landsins. Aukningin sé öll í ferðum einstaklinga og fjölskylduferðum. Ein áhrif hrunsins hér á landi eru veikt gengi krónunnar. Það hefur þó þau áhrif að ferðamenn eyða að meðaltali fleiri krónum en áður hér á landi. Erna segir að til að snúa þessari óheillaþróun við þurfi að auka enn við markaðssetningu íslenskrar ferðamennsku. Vonandi muni tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn skila auknum fjölda ferðamanna, en það verði þó ekki tekið í notkun fyrr en á næsta ári. Þá muni heilsutengd ferðamennska vonandi auka fjölda ferðamanna þegar hún kemst á flug, en það geti verið nokkur tími þangað til. Spurð um áhrif umtals um hrunið á Íslandi og Icesave erlendis segir Erna umtalið sennilega já- kvætt fyrir ferðamennskuna. Sífellt fleiri heyri af Íslandi, og fólk virðist almennt gera greinarmun á fréttum af hruni banka annars vegar og fallegri náttúru hins vegar. Almenn bjartsýni með ferðasumarið Allt bendir til þess að sumarið verði gott fyrir íslenska ferðaþjónustu. Fimmtán prósentum fleiri bókanir en í fyrra. FERÐAMENN Um fimmtán prósentum fleiri erlendir ferðamenn hafa bókað ferð til Íslands í sumar en á sama tíma í fyrra, segir forstjóri Icelandair. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Konur gætu hagnast meira ef þær væru hugaðri í hlutabréfa- kaupum en raun ber vitni. Þetta sýnir rannsókn sem Greens Analyseinstitut vann fyrir danska viðskiptablaðið Børsen og birtist á laugardag. Konur kjósa fremur að kaupa skuldabréf en hlutabréf þegar kemur að því að leggja fyrir til efri áranna. Ástæðan er sú að þær telja skuldabréfin öruggari fjár- festingu en hlutabréf. Fyrir bragðið verða konurnar af hagnaði vegna þess að til lengri tíma litið gefa hlutabréfin talsvert meiri ávöxtun en skuldabréfin. Rannsóknin sýndi enn frem- ur fram á að þær konur sem þó fjárfesta í hlutabréfum hagnast meira á þeim viðskiptum en karl- ar. Ástæðan er sú að þær versla ekki eins mikið með hlutabréf sín og karlarnir sem hafa meiri trú á að þeir geti grætt á að kaupa og selja bréf. Þannig gera þeir í raun fleiri mistök en konurnar sem með þolinmæði sinni hagn- ast meira á bréfunum þegar upp er staðið. Konur ragari en karl- ar við hlutabréfakaup Gera má ráð fyrir að um þrjú til fjögur prósent af landsfram- leiðslu, eða á bilinu 45 til 60 milljarðar, glatist ár hvert hér á landi vegna heilsutjóns á vinnu- stöðum, segir í fréttatilkynningu frá Vinnueftirlitinu og VÍS. Um 9.000 manns leita sér að- stoðar árlega hér á landi vegna vinnuslysa og rannsóknir sýna að enn fleiri verða fyrir heilsu- tjóni vegna atvinnusjúkdóma. Undanfarin ár hafa fimm látist ár hvert í vinnuslysi. Vinnueftirlitið og VÍS hafa tekið upp samstarf til að efla for- varnir á vinnustöðum og fækka vinnuslysum „en talið er að með tiltölulega einföldum og ódýrum fyrirbyggjandi aðgerðum megi fækka verulega óhöppum og slysum í atvinnurekstri og draga þannig verulega úr þeim útgjöld- um sem af þeim hljótast,“ segir í fréttatilkynningunni. Í henni kemur einnig fram að fá íslensk fyrirtæki, eða einung- is um tólf prósent, hafa fram- kvæmt áhættumat sem hefur sýnt sig að fækki slysum. Mikill meirihluti íslenskra fyrirtækja fylgir því ekki tilskipun ESB um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem innleidd var hér á landi árið 2006. Til að innsigla samstarfið standa VÍS og Vinnueftirlitið fyrir sameiginlegri ráðstefnu um forvarnarmál í húsnæði VÍS kl. 13 á morgun. Einkum verð- ur sjónum beint að áhættumati og áhættuskráningu en einnig verða forvarnarverðlaun VÍS veitt í fyrsta sinn. - sbt Bættar forvarnir spara milljarða KONUR HAGNAST VEL Á HLUTABRÉFUM Konur kjósa þó fremur að fjáfesta í skulda- bréfum en hlutabréfum. Hafðu samband sími Verðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Enginn kostnaður Stefnir - Ríkisvíxlasjóður. Traustur kostur fyrir einstaklinga og fyrirtæki. 90% ríkisvíxlar og ríkisskuldabréf / 10% innlán

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.