Fréttablaðið - 03.02.2010, Síða 31

Fréttablaðið - 03.02.2010, Síða 31
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2010 F R É T T I R Einar Sigurðsson hefur tekið við starfi forstjóra Auðhumlu, sam- vinnufélagi 700 mjólkurbænda, sem á stærstan hlut í Mjólk- ursamsölunni. Forstjóraskipti urðu núna um mánaðamótin en þá lét Magnús Ólafsson af störf- um „eftir áratuga farsælan feril í íslenskum mjólkuriðnaði“, að því er fram kemur á vef Lands- sambands kúabænda. Einar verð- ur forstjóri bæði Auðhumlu og Mjólkur samsölunnar. Fram kemur að Magnús Ólafs- son hafi hafið störf hjá Mjólkur- stöðinni í Reykjavík árið 1961 og unnið nær óslitið fyrir mjólkur- iðnaðinn síðan. „Einar Sigurðs- son tók við starfi forstjóra Mjólk- ursamsölunnar 1. maí á síðasta ári. Hann hafði verið forstjóri Árvakurs í tvö og hálft ár og framkvæmdastjóri viðskipta- þróunar hjá Capacent þar á undan,“ segir á vef kúabænda. - óká Stýrir Auðhumlu og Mjólkursamsölunni Frestur til að leggja fram óskuld- bindandi tilboð í allan hlut SAT Eignarhaldsfélag og Íslandsbanka í Sjóvá rann út í gær. Um var að ræða allt hlutafé tryggingafyrir- tækisins. Söluferlið var opið öllum áhuga- sömum fjárfestum sem teljast fagfjárfestar og geta sýnt fram á eiginfjárstöðu umfram 500 milljónir króna. Ekki lá fyrir í gær hversu marg- ir höfðu sent inn tilboð. Farið verð- ur yfir þau í viðurvist óháðs aðila og niðurstöður kynntar á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum úr bankanum. - jab Tilboðsfrestur liðinn Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, hefur tekið við formennsku í stjórn Skipta hf. Þetta var ákveð- ið á fundi stjórnar Skipta á mánudag. Lýður Guð- mundsson var áður stjórnarformaður, en hann situr áfram í stjórn félagsins. „ M e ð f o r - mennsku Rann- veigar er tryggð samfelldni í stjórn fyrirtækisins en hún hefur mikla r e y n s l u o g þekkingu á rekstri þess. Rannveig hefur setið í stjórn Skipta og Sím- ans frá árinu 2002 þegar fyrirtækið var í eigu ís- lenska ríkisins. Hún var formaður stjórn- ar frá 2002 ti l 2005 en hefur s í ð a n v e r i ð varaformað- ur stjórnar,“ segir í tilkynn- ingu stjórn- ar Skipta til Kauphallar- innar. - óká Breytt stjórn Skipta Embætti rektors við Háskóla Ís- lands hefur verið auglýst laust til umsóknar. Í auglýsingu háskólaráðs í Lög- birtingablaðinu kemur fram að það sé gert í samræmi við lög númer 85 frá 2008 um opinbera háskóla og sjöttu greinar númer 569 frá 2009 fyrir Háskóla Íslands. Kristín Ingólfsdóttir hefur gegnt starfinu frá árinu 2005 og tók þá við af Páli Skúlasyni. „Menntamálaráðherra skip- ar háskólarektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskóla- ráðs,“ segir í auglýsingunni, en tilnefning háskólaráðs fer fram að undangengnum kosningum í háskólanum. „Miðað er við að rektorskjör fari fram 12. apríl næstkomandi.“ - óká Auglýst eftir rektor HÖFUÐSTÖÐVAR SJÓVÁR Frestur til að skila inn tilboðum í tryggingafélagið Sjóvá rann út í gær. MARKAÐURINN/VILHELM HÁSKÓLAREKTOR Kristín Ingólfsdóttir tók við embætti rektors Háskóla Íslands af Páli Skúlasyni í júnílok 2005. MARKAÐURINN/STEFÁN EINAR SIGURÐSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.