Fréttablaðið - 03.02.2010, Qupperneq 36
20 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR
timamot@frettabladid.is
BUDDY HOLLY LÉST ÞENNAN
DAG ÁRIÐ 1959.
„Dauðinn er oft sagður
góður fyrir framann.“
Buddy Holly var bandarísk-
ur söngvari og lagahöfund-
ur og einn af frumkvöðl-
um rokksins. Hann sló fyrst
í gegn með laginu That’ll Be
the Day sem hann tók upp
með hljómsveit sinni The
Crickets árið 1957. Hann
lést í flugslysi árið 1959.
Geðlæknirinn Nanna Briem flytur er-
indi um einkenni siðblindu og hvaða
tækjum geðlæknisfræðin er búin til
greiningar á henni, á hádegisfundi í
Háskólanum í Reykjavík í dag. Þar
vísar hún meðal annars í fullyrðing-
ar breskra sálfræðinga um að sið-
blinda hafi orðið fyrirtækjum á borð
við Enron að falli.
„Í fyrri hluta erindisins mun ég
fjalla um siðblindu, hvað einkenn-
ir hana og hvar hana er að finna en
í seinni hlutanum styðst ég við hug-
myndir tveggja sálfræðinga sem hafa
stundað rannsóknir á siðblindu. Annar
þeirra er Robert Hare, prófessor í
sálfræði við University of Colombia.
Hann er höfundur greiningartækisins
Psychopathy Checklist (PCL) og hefur
bent á það að siðblindir finnist ekki
aðeins í fangelsum heldur alls staðar
í samfélaginu. Hinn sérfræðingurinn
er vinnusálfræðingurinn Paul Babi-
ak en saman hafa þeir skrifað bókina
Snakes in Suits: When Psychopaths Go
to Work. Bókin fjallar um siðblindu í
fyrirtækjum og hvernig stendur á því
að siðblindir einstaklingar séu ráðnir,
haldi vinnunni og nái jafnvel að vinna
sig upp í áhrifastöður.“
Greiningartæki Hare er skipt í
tvennt. Sum einkenni lýsa tilfinninga-
lífi og samskiptum en önnur andfélags-
legum lífsstíl. „Þeir sem skora hærra
á andfélagslega sviðinu eru líklegri til
að missa stjórn á sér, vera ofbeldis-
fullir og lenda á bak við lás og slá en
þeir sem skora hátt á tilfinninga- og
samskiptasviðinu geta frekar leynst í
samfélaginu. Siðblindir eru samvisku-
lausir og ófærir um að setja sig í spor
annarra en þeir sem eru klárir eiga
margir auðvelt með að kveikja á per-
sónutöfrunum, ráðskast með fólk og
komast jafnvel til áhrifa.“
Þeir Babiak og Hare hafa skoðað
tíðni siðblindu hjá stjórnendum
fyrirtækja og niðurstöður þeirra
benda til þess að hún sé tvisvar til þri-
svar sinnum meiri en í almennu þýði.
Þeir halda því fram að ákveðnir ein-
staklingar sem tengjast Enron-málinu
hafi verið með einkenni siðblindu. Þeir
telja mikilvægt að fyrirtæki skimi
fyrir einkennum hennar til að koma
í veg fyrir margvísleg vandamál.
Nanna segir þá félaga hafa komist að
því að ákveðin fyrirtæki laði frekar
til sín siðblinda einstaklinga. „Þetta
eru oft fyrirtæki þar sem framgang-
an er hröð, lagt er upp úr háum bónus-
um og gróða. Eftirliti er oft ábótavant
og á meðan starfsmennirnir græða
er jafnvel litið framhjá því hvaða að-
ferðum þeir beita,“ segir Nanna. Hún
segir siðblinda hins vegar eiga erf-
iðara uppdráttar í fyrirtækjum með
meira eftirlit.
Nanna gerir ráð fyrir því að á Ís-
landi leynist siðblindir einstaklingar
í fyrirtækjum eins og annars stað-
ar. „Ef umhverfið í fyrirtækjum er
eða hefur verið með fyrrgreindum
hætti kann vel að vera að einhverjir
þeirra hafi komist til áhrifa. Ég vil þó
ekki halda því fram að þeir séu und-
irrót þess vanda sem við glímum við.
Þetta er bara innlegg í umræðuna og
ef til vill ein af mörgum skýringum.“
Fyrirlestur Nönnu fer fram í stofu 101
og hefst klukkan 12.10. vera@frettabladid.
NANNA BRIEM: FJALLAR UM SIÐBLINDU OG BIRTINGARMYNDIR HENNAR
Siðblindir í röðum stjórnenda
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
Una Herdís Gröndal
lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 29. janúar sl.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðrún G. Gröndal Sveinbjörn Össur Gröndal
Jón Halldór Jónasson Þóra Jónsdóttir
Össur Ingi Jónsson Ásgrímur Karl Gröndal
Hjálmar Snorri Jónsson
Fréttablaðið býður nú upp
á birtingu æviminninga á
tímamótasíðum blaðsins.
Hafið samband í síma
512 5490-512 5495 eða sendið
fyrirspurnir á netfangið
timamot@frettabladid.is
Æviminning
Gísli Eirík
ur Helgaso
n
Laugateigi 7
2, Reykjavík
Gísli Eirík
ur Helgaso
n fæddist
í
Reykjavík
1. janúar 1
931. Hann
lést á Hraf
nistu í Ha
fnarfirði 1
2.
janúar síð
astliðinn.
Foreldrar
hans
voru Guðr
ún Jónsdót
tir frá Þing
eyri
í Dýrafirði
f. 1917, d.
1988, og H
elgi
Gíslason fr
á Ísafirði,
f. 1915, d.
1970.
Gísli Eirík
ur bjó fyrs
tu æviár sí
n í
Reykjavík
en fluttist
eftir það v
estur
til Ísafjarð
ar með for
eldrum sín
um
og systkin
um.
Systkini G
ísla Eiríks
eru Jón
Hannes, f.
1933, Sigrí
ður Ása, f.
1936 og G
uðmundur
, f.
1941.
Eiginkona
Gísla Eirí
ks er Marg
rét Magnú
sdóttir hjú
kr-
unarfræði
ngur, f. 4.
apríl 1937
. Þau geng
u í hjóna-
band árið
1960. Börn
Gísla Eirí
ks og Mar
grétar eru:
1) Magnús
kennari, f
. 1.5. 1972
, kvæntur
Guðbjörgu
Björnsdótt
ur kennara
, f. 30.11. 1
971. Börn
þeirra eru
Margrét, f.
17.2. 1997
og Björn J
óhann, f. 2
0.1. 1999.
2) Helgi tæ
knifræðin
gur, f. 18.6
. 1975, í sa
mbúð með
Jórunni Dr
öfn Ólafsdó
ttur leiksk
ólakennar
a, f. 15.2.
1975. Þeir
ra dóttir e
r Þórunn Á
sta, f. 24.12
. 2001. 3)
Guðrún læ
knir, f. 14.
11. 1979, í
sambúð m
eð Þór
Halldórssy
ni stjórnm
álafræðing
i, f. 6.6. 19
80.
Gísli Eirík
ur lauk sk
yldunámi
á Ísafirði e
n hélt suð
ur
til Reykjav
íkur 17 ára
gamall til
að nema h
úsasmíði.
Húsasmíð
ar urðu æv
istarf hans
. Framan a
f starfsæv-
inni vann
hann á Tré
smíðaverk
stæðinu Fu
ru en eftir
að
hafa fengi
ð meistara
réttindi í i
ðn sinni st
ofnaði han
n
sitt eigið f
yrirtæki, G
ísli, Eiríku
r, Helgi, se
m hann át
ti
og rak þar
til fyrir fá
einum áru
m.
Stangveið
i var aðalá
hugamál G
ísla Eiríks
alla tíð
og sinnti h
ann meða
l annars tr
únaðarstö
rfum fyrir
Stangveið
ifélag Reyk
javíkur.
Útför Gísla
Eiríks fer
fram í dag
kl. 13.00 í
Fossvogskir
kju.
G
1
gason
æddist í
. Hann
firði 12.
drar hans á Þingeyri , og Helgi5, d. 1970. ár sín í
að ve tur m sínum
dur, f.
úkr-
u:
u
ð
ur
ð
Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar
1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar
síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá
Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason
frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu
æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til
Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum.
Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður
Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941.
Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna-
band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru:
1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu
Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru
Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999.
2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með
Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2.
1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3)
Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór
Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980.
Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður
til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði.
Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv-
inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að
hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann
sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti
og rak þar til fyrir fáeinum árum.
Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð
og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir
Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur og bróðir,
Dr. Karl-Ulrich Müller
sendiherra Þýskalands á Íslandi,
lést laugardaginn 23. janúar. Útför hans fer fram í
Þýskalandi.
Augusta Opfermann Müller
Balthasar Müller
Anna Philippa Müller
Friedel Müller
Arndt Müller
Hartwig Müller
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Guðrún Eiríksdóttir
Skarðshlíð 10b, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 22. janúar
sl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug.
Eiríkur Ragnarsson Bjarney Sveinbjörnsdóttir
Kristín R. Trampe
Jón Ragnarsson Anna Marý Jónsdóttir
Þórdís R. Trampe Ari Albertsson
Halla Björk Ragnarsdóttir Bergur Júlíusson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Rósa Eiríksdóttir
frá Dagsbrún,
andaðist á hjúkrunardeild Fjórðungssjúkrahússins í
Neskaupstað, þriðjudaginn 26. janúar. Jarðsungið verð-
ur frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 5. febrúar kl. 14.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Elísabet Kristinsdóttir
Þórdís Kristinsdóttir
Kristinn Pétursson
SIÐBLINDIR GETA KOMIST TIL ÁHRIFA Sé eftirliti
ábótavant innan fyrirtækja eru meiri líkur á að
siðblindir komist til áhrifa, að sögn Nönnu.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/PJETU
R
MERKISATBURÐIR
1517 Tyrkjaveldi nær Kaíró á
sitt vald.
1605 Víkurkirkja í Reykjavík er
vígð af Stefáni Jónssyni
Skálholtsbiskupi.
1815 Fyrsta ostabúið tekur til
starfa í Sviss.
1951 Dick Button vinnur
bandaríska meistaramót-
ið í listhlaupi á skautum,
fjórða sinn í röð.
1981 Síðasti torfbærinn, Litla-
Brekka við Suðurgötu í
Reykjavík, er rifinn. Þar
bjó Eðvarð Sigurðsson al-
þingismaður.
1991 Fárviðri gengur yfir Ísland
og verður mikið eigna-
tjón. Sterkasta vind-
hviðan var 237 km/
klst og mældist hún í
Vestmannaeyjum.
Þennan dag árið 1966 stýrðu Sovétmenn
ómönnuðu geimfari að nafni Lunik 9 inn til lend-
ingar á svæði sem nefnist Vindahafið á tunglinu.
Eftir lendinguna opnaðist á farinu hringlaga
hylki þannig að úr varð loftnet og farið hóf að
senda ljósmyndir og sjónvarpsefni til jarðarinnar.
Svæðið sem hægt var að skoða var vestan megin
við gígana Reiner og Marius og var þetta í fyrsta
sinn sem mátti sjá tunglið frá yfirborði þess. Þá
voru sjö útvarpssendingar sendar sem samtals
voru rúmlega átta klukkustunda langar.
Farinu, sem vó um 100 kíló, var skotið frá
jörðu 31. janúar en Lunik 9 var þriðja stóra tungl-
ferðin í geimáætlun Sovétríkjanna.
Lunik 2 var fyrsti manngerði hluturinn til að ná
til tunglsins þegar hann skall á yfirborði þess 14.
september árið 1959. Lunik 3 flaug umhverfis
tunglið 7. október sama ár og sendi aftur til jarð-
ar fyrstu myndirnar af myrku hlið tunglsins.
ÞETTA GERÐIST: 3. FEBRÚAR ÁRIÐ 1966
Lunik 9 lendir á tunglinu
AFMÆLI
Henning
Mankell
rithöf-
undur er
62 ára.
Isla
Fisher
leikkona
er 34 ára.
Warwick
Davis
leikari er
fertugur.
Nathan
Lane
leikari er
54 ára.
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.