Fréttablaðið - 03.02.2010, Page 39

Fréttablaðið - 03.02.2010, Page 39
MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 2010 Ólafur Reynir Guðmunds- son heldur námskeið um bresti í innviðum ríkisins stuttu eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþing- is kemur út. Í hádeginu í dag heldur hann hins vegar tónleika í Guðríðarkirkju í Grafarholti og leikur þar eigin tónsmíðar. „Þetta eru fremur einföld klassísk verk, dreymandi í síðrómantískum stíl en þó nútímaleg um leið, vona ég. Mörg eru ef til vill styttri en fólk á að venjast,“ segir Ólafur Reynir Guðmundsson lögfræðingur. „Þegar ég var við nám í Bos- ton byrjaði ég að semja kyrrlátar melódíur og finnst gaman að leita uppi tóna sem líður vel saman. Svo rabba ég um verkin á milli laga. Þeir Davíð Ólafsson og Stefán Stef- ánsson óperusöngvarar taka líka lagið.“ Ólafur Reynir er með burtfarar- próf í píanóleik og var kennari hans Rögnvaldur Sigurjónsson. Ólafur er lögfræðingur og með gráðu í stjórnun frá Harvard. Hann fór úr starfi í norska fjármálageiranum og flutti til Íslands í október. Hann starfar hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Um miðjan mars, stuttu eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþing- is kemur út, verður Ólafur Reyn- ir með námskeið við Endurmennt- un HÍ sem ber heitið „Brestir í innviðum ríkisins“. „Þar ætla ég að fjalla um hvað kemur í veg fyrir að ríkið nær sjald- an að taka hina bestu mögulegu ákvörðun hverju sinni, það er með tilliti til almannahagsmuna. Raun- ar fjöllum við um hvað það sé í yfir- byggingunni sem verður til þess að kerfinu mistekst að ná markmiðum sínum. Til að skýra vanhæfi ríkis- ins þá berum við það enn fremur saman við rekstur einkafyrirtæk- is og fáum þannig skemmtilegan samanburð,“ segir hann. Ólafur Reynir á ekki von á að sameina þetta tvennt, tónlistina og pælingar um ríkið. „Ég veit ekki hvernig slíkt verk myndi hljóma. Ég á reyndar nokkrar fremur þung- ar melódíur en ég efast um að ég treysti mér til að semja tónverk upp úr skýrslu rannsóknarnefndarinn- ar. Það myndi líklega verða svolítið tyrfið.“ - drg Dreymandi píanó í Grafarholti ÓLAFUR REYNIR GUÐMUNDSSON Semur rómantísk píanóverk og pælir í Hruninu. „Besta leiksýning ársins“ Mbl., IÞ BRENNUVARGARNIR Brennuvargarnir (Stóra sviðið) Fös 5/2 kl. 20:00 U Mið 17/2 kl. 20:00 U Fim 18/2 kl. 20:00 Síðasta sýn. U Mið 24/2 kl. 20:00 Aukas. Ö Fös 12/2 kl. 20:00 Frums. U Lau 13/2 kl. 20:00 2. K U Fös 19/2 kl. 20:00 3 K Ö Lau 20/2 kl. 20:00 4. K U Gerpla (Stóra sviðið) Fim 25/2 kl. 20:00 Aukas. U Fös 26/2 kl. 20:00 5. K Ö Lau 27/2 kl. 20:00 6. K Ö Fös 5/3 kl. 20:00 7. K Ö Lau 6/3 kl. 20:00 8. K Ö Fim 11/3 kl. 20:00 Ö Lau 6/2 kl. 15:00 U Lau 6/2 kl. 19:00 U Sun 14/2 kl. 15:00 U Sun 14/2 kl. 19:00 Ö Sun 21/2 kl. 15:00 U Sun 21/2 kl. 19:00 Ö Oliver! (Stóra sviðið) Sun 28/2 kl. 15:00 U Sun 28/2 kl. 19:00 Ö Sun 7/3 kl. 15:00 Ö Sun 7/3 kl. 19:00 Ö Sun 14/3 kl. 15:00 U Sun 14/3 kl. 19:00 Ö Sun 21/3 kl. 15:00 Ö Sun 21/3 kl. 19:00 Ö Lau 27/3 kl. 15:00 Ö Lau 27/3 kl. 19:00 Sun 28/3 kl. 15:00 „Besta leiksýning ársins“ MBL, IÞ. Aukasýning 24. febrúar komin í sölu! Miðasala hafin – tryggið ykkur sæti á fyrstu sýningar! Lau 13/3 kl. 15:00 Frums. U Sun 14/3 kl. 13:00 U Sun 14/3 kl. 15:00 U Lau 20/3 kl. 13:00 U Lau 20/3 kl. 15:00 U Sun 21/3 kl. 13:00 U Sun 21/3 kl. 15:00 U Fíasól (Kúlan) Lau 27/3 kl. 13:00 U Lau 27/3 kl. 15:00 U Sun 28/3 kl. 13:00 U Sun 28/3 kl 15:00 U Lau 10/4 kl 13:00 U Lau 10/4 kl 15:00 U Sun 11/4 kl 13:00 U Sun 11/4 kl 15:00 U Lau 17/4 kl 13:00 Lau 17/4 kl 15:00 Sun 18/4 kl 13:00 Sun 18/4 kl 15:00 U Sprellfjörug sýning um gleðisprengjuna ómótstæðilegu! Oliver! ★★★★ MBL, GB. Nýjar sýningar komnar í sölu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.