Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2010, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 03.02.2010, Qupperneq 41
MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 2010 25 Þrátt fyrir að Keith Richards, gítarleikari Rolling Stones, sé hættur að drekka í bili er hann svo sannarlega ekki hættur að reykja. Hann hætti að drekka fyrir nokkrum mánuðum af heil- brigðisástæðum en neitar að gefa sígaretturnar upp á bátinn. „Keith getur ekki byrjað dag- inn án þess að fá sér sígarettu. Núna eru reykingar eini löstur Keiths og hann ætlar ekki að hætta þeim,“ sagði kunningi gítar leikarans. Hinn 66 ára Keith er þekktur fyrir að reykja á tónleikum þrátt fyrir að það sé bannað, enda finnst honum slík boð og bönn eintóm þvæla. Hættir ekki að reykja KEITH RICHARDS Gítarleikari Rolling Stones ætlar ekki að gefa sígaretturnar upp á bátinn. „Núna er handboltinn nýbúinn og þá er Eurovision byrjað,“ segir Páll Óskar Hjálm- týsson um hina árlegu tónleika sína á Nasa á laugardagskvöld sem verða haldnir eftir úrslit- in í Eurovision. „Það er alltaf troðið, það er bara þannig. Þjóðin fríkar alltaf út.“ Páll Óskar, Hera Björk og Haffi Haff stíga þar á svið ásamt dönsurum og eftir það þeytir Palli skífum alla nóttina. En fyrst tekur hann þátt í upphafsatriðinu í Eurovision-útsendingu Sjónvarpsins ásamt þremur öðrum fyrrverandi Eurovision-förum, eða Selmu Björnsdóttur, Friðriki Ómari og Regínu Ósk. Palli segir að Eurovision-keppnin á laugar- daginn gæti orðið tvísýn. „Það sem fólk má ekki gleyma er að það eru sex lög í keppninni en ekki tvö,“ segir hann og á þar við lög Jóg- vans og Heru Bjarkar sem hafa verið mest í umræðunni. „Ef eitthvað er þá er standardinn á þessari undankeppni mun hærri og betri en verið hefur. Það getur allt gerst í beinni útsend- ingu og sigurinn er aldrei gefinn, ekki frekar en í handboltanum.“ Palli er í miklu Eurovision-stuði þessa dag- ana því hann undirbýr nú af kostgæfni þættina Alla leið sem hefjast í Sjónvarpinu um miðj- an apríl. Spekingarnir þrír, Reynir Þór Egg- ertsson, Dr. Gunni og Guðrún Gunnarsdóttir, verða áfram á sínum stað og nú verða þættirn- ir fimm í stað fjögurra. „Þessir þrír spekingar eru búnir að vera svolítið sannspáir. Við byrj- um fyrsta þáttinn á því að tékka á því hversu sannspá þau eru og það kemur sláandi vel út fyrir þau.“ Eurovision-partíið á Nasa verður opnað klukkan 23 á laugardagskvöld. Forsala miða fer fram á Nasa á föstudaginn milli 13 og 17. Eurovision kemur í stað handboltans PÁLL ÓSKAR Páll Óskar er kominn í hörku Eurovision- gír og spáir spennandi keppni á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gæðaleikarinn Matthew Brod- erick hefur tekið að sér að leika aðalhlutverkið í nýjum gaman- þáttum NBC-sjónvarpsstöðvar- innar. Þeir heita Beach Lane og fjalla um þekktan rithöfund sem tekur að sér að ritstýra dagblaði í smábæ. Broderick bauðst hlut- verkið fyrir ári en ákvað loks að láta slag standa eftir að hafa lesið handritið, að því er kemur fram í Hollywood Reporter. Væntanlega hefur það síðan ekki skemmt fyrir að eiginkona Brodericks, Sarah Jessica Parker, hefur átt farsælan feril í sjónvarpinu, í þáttunum Sex and the City. Broderick í sjónvarpið LEIKUR RITSTJÓRA Matthew Broderick leikur ritstjóra í nýrri sjónvarpsþáttaröð. Janet Jackson, systir hins látna Michaels Jackson, bíður enn eftir því að heyra röddina hans í símanum sínum. Þetta kemur fram í viðtali við söngkonuna í tímaritinu Wonderland. „Stund- um hringir síminn og þá vona ég að þetta sé hann,“ segir Janet í viðtalinu en hún hefur haldið sig til hlés eftir að bróðir hennar fór yfir móðuna miklu og aðeins birst opinberlega til að styðja við bakið á börnum Jacksons. „Fólk syrgir bara á mismunandi hátt.“ Bíður eftir Michael SAKNAR MICHAELS Janet Jackson býst enn þá við símtali frá bróður sínum. Kringlunni • Sími 551 3200 next á Íslandi er á facebook, ert þú orðin vinur? ÚTSÖLULOK VERÐHRUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.