Fréttablaðið - 03.02.2010, Síða 43

Fréttablaðið - 03.02.2010, Síða 43
MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 2010 27 HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds- son landsliðsþjálfari hvílir lúin bein þessa dagana eftir erfitt EM. Hann þarf ekki að drífa sig aftur út til Danmerkur enda er félag hans, GOG, gjaldþrota. Guðmund- ur fékk að vita tíðindin í gegn- um sms-skeyti skömmu fyrir leik Íslands á EM. „Næstu skref hjá mér eru óljós. Það er eitt og annað í Danmörku en fyrst og fremst er verið að skoða framhaldið hjá GOG. Félagið er að skoða stöðuna, hvort félagið byrji frá grunni í neðstu deild eða taki yfir lið jafnvel í 2. deild. Menn eru ekki hættir að spila handbolta þarna. Það eru fjárfestar í starthol- unum og menn eru að ráða ráðum sínum um hvorn kostinn þeir ætla að velja,“ sagði Guðmundur en hann segist vera að skoða næstu skref þessa dagana. Hvort eitthvað komi upp á borðið eins og gera má ráð fyrir í ljósi þess frábæra árangurs sem hann hefur verið að ná með íslenska landsliðinu. „Það er ekkert komið upp í hend- urnar á mér enn þá sem hægt er að tala um. Þetta er líka oft spurn- ing um tímasetningu. Það eru ekki mörg alvöru lið sem eru í boði og oft eru þessi félög nýbúin að gera samninga við þjálfara eða nýbúin að framlengja. Þetta snýst því líka um að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Þá er maður í svolítið erfiðri stöðu,“ sagði Guð- mundur sem ætlar því að vera þol- inmóður. „Ég er alveg ákveðinn í því að bíða eftir rétta tækifærinu þó svo það taki mig lengri tíma. Ég mun ekki ana út í neitt heldur bíða eftir því að rétta tilboðið og félag- ið komi. Ég verð mjög vandlátur á það sem verður. Hvort sem það verður í Danmörku eða annars staðar. Það hefur ekkert áhuga- vert fallið í fangið á mér enn þá ef ég á að segja satt,“ sagði Guð- mundur en hann hefur verið orð- aður við hið nýja sameiginlega félag FCK og AG Håndbold sem skartgripajöfurinn Jesper Nielsen stendur á bak við en hann er einn- ig aðalmaðurinn hjá Rhein-Neck- ar Löwen. Guðmundur mun einmitt hitta Nielsen næstkomandi miðviku- dag en Nielsen hefur boðið Guð- mundi að koma á leik Rhein- Neckar Löwen og Kiel í sínu boði. Guðmundur segir ekkert samhengi vera á milli þeirrar ferðar og þessa orðróms. „Þeir ku ætla að fela Klavs Bruun Jörgensen og Sören Herskind það að þjálfa þetta nýja félag. Þeir eru vissulega reynslulitlir en það hefur ekki verið minnst á það við mig að taka við þessu félagi. Jesper sendi mér tölvupóst þar sem hann óskaði mér til hamingju með árangurinn á EM og hann er eðlilega stoltur af þeim íslensku leikmönnum sem spila með Löwen. Hann ákvað af því tilefni að bjóða mér á leikinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. henry@frettabladid.is Mun bíða eftir rétta tækifærinu Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er í sérstakri stöðu þessa dagana. Þó svo hann sé búinn að sanna sig sem einn hæfasti handknattleiksþjálfari heims er hann ekki með fasta dagvinnu þar sem félag hans, GOG, fór á hausinn er EM stóð sem hæst. Hann ætlar ekki að taka fyrsta atvinnutilboði sem berst. ÞOLINMÆÐI ER DYGGÐ Það er leit að hæfari þjálfara á lausu í dag en Guðmundi. Hann ætlar að vera þolinmóður og bíða eftir nægilega spennandi tilboði. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER Enska úrvalsdeildin: Hull City-Chelsea 1-1 1-0 Steven Muoyokolo (30.), 1-1 Didier Drogba (42.) STAÐA EFSTU LIÐA: Chelsea 24 17 4 3 58-20 55 Man. United 24 17 2 5 56-20 53 Arsenal 24 15 4 5 60-28 49 N1-deild kvenna: Fylkir-FH 21-17 KA/Þór-Valur 20-31 Stjarnan-HK 37-19 ÚRSLIT FÓTBOLTI Chelsea er aðeins með tveggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1- 1 jafntefli gegn Hull í gær. Liðið á þess utan ekki lengur inni leiki á Man. Utd sem er í öðru sæti. Chelsea lenti undir í leiknum en Didier Drogba kom liðinu til bjargar með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Þetta var fyrsti leikur Drogba með Chelsea síðan hann snéri aftur úr Afríku- keppninni. John Terry spilaði með Chelsea í gær þrátt fyrir áföll í einkalíf- inu. Hann var skotspónn áhorf- enda sem bauluðu á hann er hann hafði boltann. - hbg Enska úrvalsdeildin: Chelsea gerði jafntefli UNDIR SMÁSJÁ Vel var fylgst með John Terry í gær og áhorfendur bauluðu á hann. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.