Fréttablaðið - 05.02.2010, Page 19

Fréttablaðið - 05.02.2010, Page 19
FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 3 Í miðbænum er þónokkuð úrval af eldri matarstellum sem margir eru veikir fyrir en í antíkbúðum bæjarins, sem eru þónokkrar, má meðal annars finna eldri gerðir af Royal Cophenhagen og svo diska úr hinu ægifagra Frisjen- borgar-stelli. Yngri gerðir, frá því um miðja öldina, finnast einnig, og þá nokkrar í art deco-stíl. Í bland við gamla fjársjóði finnast svo glæ- nýir diskar, bæði nýjustu útgáfur frá Royal Copenhagen og svo hönnun íslenskra listamanna. juliam@frettabladid.is Diskur á disk ofan Alvöru matarstell kemst yfirleitt á óskalista flestra einhvern tímann á lífsleiðinni. Útsendari Fréttablaðsins leitaði uppi diska úr nokkrum af flottustu matarstellum í hundrað og einum Reykjavík. Royal Copenhagen á sér 231 árs gamla sögu en á nýjustu diskum fyrirtækisins vann ung lista- kona, Karen Kjældgård-Larsen, þetta mynstur upp úr eldri blómamynstrum. Kúnigúnd, Laugavegi 53b. Einn sérstak- lega fallegur úr stelli frá Frijsenborg. Antíkhúsið, Skólavörðustíg 21-23. Gulur og fallegur diskur úr smiðju Kristínar Sigfríðar Garðarsdótt- ur leirkerasmiðs. Kirsuberjatréð, Vesturgötu 4. Gullfallegur diskur frá því um 1940 í Art Deco stíl. Antikmunir, Klapparstíg 40. Eldri lína Royal Copenhagen. Antíkhúsið, Skólavörðustíg 21-23. Ólöf Erla Bjarnadóttir gerir þessa skemmtilegu postulínsdiska. Kirsuberja- tréð, Vesturgötu 4. Hvítt og klassískt frá Póllandi. Lík- lega framleitt um 1960. Antikmunir, Klapparstíg 40. M O M O Opið til 19 föstudag, 18 laugardag • Laugavegi 42 • Sími 552-1818 Nýjar vörur og fermingar- kjólarnir komnir! Verð frá 4900 kr

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.