Fréttablaðið - 05.02.2010, Page 20

Fréttablaðið - 05.02.2010, Page 20
 5. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR4 Anna Sigríður Pálsdóttir hárhönnuður stendur fyrir flóamarkaði um helgina ásamt leikkonunum Lilju Nótt Þórarins dóttur, Obbu Helgu Dýrfjörð og Tinnu Lind Gunnarsdóttur. Markaðurinn verður haldinn í Barber Theatre sem er á horni Hverf- isgötu og Klapparstígs. Í boði verður allt frá flíkum, húsgögnum, skemmti- legum skrautmunum til bóka og snyrtivara, auk þess sem heitt verður á könnunni fyrir kalda gesti. Markaðurinn hefst klukkan 12.00 á laugardag og stendur til klukkan 17.00. Flóamarkaður og kaffi á könnunni MARKAÐUR Í BARBER THEATRE Á HORNI HVERFISGÖTU OG KLAPPARSTÍGS. Anna Sigríður Pálsdóttir er ein þeirra sem standa fyrir flóamarkaði í Barber Theater á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf- urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Skólavörðust íg 8 • 101 Reyk jav ík • s . 552 2028 Bjóðum þig velkomin á langan laugardag MiðvikudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 Þingholtin byggðust upp á þeim tíma þegar íbúum fjölgaði ört í Reykjavík en frá aldamótum til ársins 1915 fjölgaði íbúum í borg- inni um meira en helming, fór úr 5.800 í 14.200. Á svipuðum tíma tók byggðin í Vesturbænum, Þingholtunum og Skuggahverfinu að þéttast en til- finnanlegur skortur varð á hús- næði samhliða fjölgun íbúa. Ekki fór mikið fyrir skipulagi og því varð þróunin sú að þegar lóðir meðfram götum voru fullbyggðar brugðu menn á það ráð að reisa hús í bakgörðum og breyta útihúsum í íbúðarhúsnæði. Heimild: Saga Reykjavíkur Hverfi goðanna Götunöfnin í Þingholtunum vísa langflest í norræna goðafræði. Þar má finna Óðinsgötu, Þórsgötu, Freyjugötu, Týsgötu, Lokastíg, Haðarstíg, Baldursgötu, Njarðargötu, Nönnugötu, Bragagötu og Urðarstíg. Mörg húsanna í hverfinu eru fallega upp gerð. Hávaxin trén standa líkt og varðmenn fyrir framan þetta stæðilega steinhús. Stór og stæðileg tré eru áberandi í einum elsta hluta borgarinnar, Þingholtunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.