Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 18
18 5. mars 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ár hvert verður héraðsbrestur á Íslandi. Það er þegar til- kynnt er um starfslaun til lista- manna. Þannig hefur það verið lengur en elstu menn muna, t.d. árið 1907 þegar þingmaður einn spurði hvort greiða ætti fólki laun fyrir að þegja? En það ár hlutu styrki Matthías Jochums- son, Þorsteinn Erlingsson, Bene- dikt Gröndal, Valdimar Briem, Brynjúlfur frá Minna-Núpi og Torfhildur Hólm, svo nokkur séu nefnd. Umræðan heyrir undir fasta liði eins og venjulega og væri ekki umtalsverð að þessu sinni nema af því að allt undan- gengið ár hefur varla liðið svo dagur að landsmenn hafi ekki verið fræddir um milljarða og aftur milljarða sem hafi gufað upp eða verið komið fyrir í skattaskjólum – á þeirra kostnað. Þeim mun undarlegra að í miðju því fári skuli þeir vera til sem sjá ofsjónum yfir 350 milljónum sem fara til að styrkja listastarf- semi í landinu – sem þó leggur 4% til þjóðarbúsins, helmingi meira en landbúnaður svo dæmi sé tekið – án þess að með þeim samanburði sé ætlunin að varpa rýrð á hina líkamlegu næringu. Ef við tökum rithöfunda sér- staklega þá koma í þeirra hlut 505 mánaðarlaun (sem að vísu teldust ekki nema hálfsmán- aðarlaun á mælikvarða sumra eða 260 þúsund brúttó á mán- uði). En þessi 505 mánaðar- laun knýja síðan hin frægu hjól atvinnulífsins: prentsmiðjur, bókaútgáfur, bókaverslanir, bókasöfn, leikhús, auglýsinga- stofur, leggja blöðum og tíma- ritum og útvarpsþáttum til efni og fá skólakerfinu eitthvað til að hugsa um. Hvað er þá í vegi? Jú, af því á milli launanna og launþeg- ans er engin stimpilklukka, það þarf ekki að ræsa 1200 kg af járni, gleri og gúmmíi og aka á tiltekinn stað í bæjarlandinu, það er hægt að vinna vinnuna heima hjá sér, þess vegna á inni- skóm með ókembt hár. Karls- synir skyldu samt hafa í huga að til þess að eiga möguleika á þessum launum þurfa menn að sækja um þau, gera ítarlega grein fyrir þeim verkum sem þeir eru að vinna, lista upp það sem þeir hafa gert áður og eru út úr myndinni um aldur og ævi ef þeir standa ekki við þau fyr- irheit sem gefin voru. Tökum íslenska rithöfunda sérstaklega. Íslendingar eru jú bókmenntaþjóð, hér er gefið út firnafár af bókum og bókasöfn slá hvert útlánametið á fætur öðru. Sem breytir ekki því að málsvæðið er svo lítið að það ber ekki uppi stétt atvinnuhöf- unda án ytri atbeina. Lítum á tölurnar. Meðal upplag af skáld- verki er þúsund eintök, sem er risavaxið, jafngildir milljón ein- tökum í USA. Eitt þúsund eintök skila um 600 þúsund krónum í ritlaun – brúttó – og þá er horft fram hjá kostnaði við að vinna verkið, húsnæði, tækjabúnaði, gögnum … Höfundur er að með- altali tvö ár að vinna verk sem sómi er að, það gera 300 þús- und á ári – brúttó – í stuttu máli ólaunað starf. Gott og vel, látum rithöfundinn snúa upp tánum, en í fallinu tekur hann með sér prentsmiðjurnar, bókaútgáfurn- ar, bókaverslanirnar, bókasöfn- in, auglýsingastofurnar, leikhús- in og eitthvað fátæklegra yrði um að litast í hugbúnaði þjóðar- innar. Þannig að samfélagið ákveð- ur að það vilji að hér séu skrif- aðar bókmenntir og ver til þess 160 milljónum árlega en upp- sker milljarða í beinhörðum peningum að ógleymdu því sem mölur og ryð fá ekki grandað. En svo er líka annað. Það eru örlög Íslendinga að vera skap- andi þjóð. Þeir voru rifnir upp úr heimkynnum sínum í árdaga og settir niður hér svo að segja á óþekktri reikistjörnu og þurftu að hafa fyrir því að búa allt til upp á nýtt. Taka upp úr töskum hugans: trú, siði, skáld- skap, ættfræði, örnefni … Þeir eru ásamt Færeyingum einasta dæmið í nútíma um þjóð sem hefur komið að ónumdu landi. Fyrir bragðið geta Færeyingar ekki hætt að dansa og Íslend- ingum er áskapað að tjá sig og skapa. Að sjá á eftir árslaunum venjulegs útrásarvíkings til að hér geti allar listgreinar borið ávöxt er svo smátt að við skul- um láta eins og það hafi ekki átt sér stað. Jú annars, við skulum gera það að árvissum atburði og tilefni til að varpa ljósi á heild- armyndina. Hinn árlegi héraðsbrestur PÉTUR GUNNARSSON Í DAG | Starfslaun listamanna Að sjá á eftir árslaunum venjulegs útrásarvíkings til að hér geti allar listgreinar borið ávöxt er svo smátt að við skul- um láta eins og það hafi ekki átt sér stað. UMRÆÐAN Óskar Bergsson skrifar um borgarmál Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur gagnrýnir að í þriggja ára áætlun borgarinnar verði ekki varið sama fjármagni til nýframkvæmda á árinu 2013 eins og gert hefur verið á árun- um 2008-2010. Rétt er að geta þess að meirihluti Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt ríka áherslu á verklegar framkvæmdir eftir efnahagshrunið ekki síst til þess að halda uppi atvinnu við þessar erfiðu aðstæður. Sem dæmi má nefna að heildar- framkvæmdir borgarinnar og Orkuveitunnar hafa verið í kringum 25 milljarðar króna bæði fyrir árið 2009 og 2010. Til samanburðar má geta þess að heildarframkvæmdapakki ríkisins fyrir árið 2010 er innan við 10 milljarðar króna. Helstu framkvæmdir borgarinnar og OR eru vegna samningsbundinna verkefna. Hjá borg- inni má helst nefna uppbyggingu skóla, leikskóla, frístundaheimila, frágang við ný hverfi og upp- byggingu í miðborginni. Hjá Orkuveitunni er framkvæmt við Hellisheiði 5 og gert ráð fyrir Hverahlíðarvirkjun ef viðunandi orkusölusamn- ingar ganga eftir. Til þessara fjárfestinga var stofnað þegar íslenskur byggingariðnaður þurfti mest á því að halda. Eftir þessa miklu uppbygg- ingu er ekki nema eðlilegt að dregið verði úr framkvæmdum að því tímabili loknu. Reykjavík- urborg hefur þá nýtt tíma samdráttar og erfið- leika í fjárfestingar til framtíðar. Gagnrýni minnihlutans og fullyrðingar um framkvæmdastopp árið 2013 hittir þau sjálf fyrir því samflokksmenn þeirra í ríkisstjórninni standa fyrir framkvæmdastoppi í þessum töl- uðu orðum. Því miður er það að gerast á tímum þegar mestu skiptir að opinberir aðilar leggi fé til framkvæmda til þess að örva atvinnugrein sem orðið hefur fyrir þungum höggum. Meirihlut- inn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur vænting- ar um að hjól atvinnulífsins verði farin að snúast aftur árið 2013 og því sé minni þörf á opinberum framkvæmdum þá en nú. Viðbrögð minnihlutans í borgarstjórn, sem fer nú með stjórn landsmál- anna, gefa því miður til kynna að þau sjálf hafi ekki trú á því að það muni ganga eftir. Það veldur vissulega áhyggjum. Höfundur er formaður borgarráðs. Minnihlutinn líti sér nær ÓSKAR BERGSSON Í minningu Friðriks Fréttin í Mogganum í gær um lokun veitingahússins Friðriks V. vakti að sjálfsögðu athygli. Staðurinn var eitt af fegurstu blómum Akureyrar og þaðan fóru flestir saddir og sælir, jafnvel þótt örlítið hafi séð á pyngjunni eftir heimsóknina. Bloggarar kepptust við að mæra staðinn og lýsa eftirsjá. Hefur líklega aldrei verið talað jafn fallega um nokkurt íslenskt veitinga- hús. Fáir höfðu fyrir því að fjalla um ágæti Friðriks V. fyrr en að honum liðnum. Minntu skrif gærdagsins að því leytinu til á minningargreinar þar sem allir eru svo gáfaðir og góðir þegar þeir eru dánir. Alvarleg staða Ásbjörn Óttarsson, Sjálfstæðisflokki, hefur lagt fram fyrirspurn til landbún- aðar- og sjávarútvegsráðherra. „Hyggst ráðherra, og þá hvernig, bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem skapast hefur vegna slæms ástands Gilsfjarð- ar- og Kollafjarðarlínu?“ spyr Ásbjörn. Vonandi grípur ráðherrann til tafar- lausra aðgerða, ellegar gæti Ásbjörn farið fram á nefndarfund og jafnvel utandagskrárumræðu um málið. Ekkert óeðlilegt Helsta stef fólksins sem hélt svo óhönduglega um viðskipta- og efnahagsmálin að hér er allt í steik, er að það hafi ekki gert neitt rangt. Það er ekkert óeðlilegt við þetta, svarar það jafnan spurningum um tiltekin atriði eða gjörninga. Björk Vilhelmsdóttir, Samfylkingunni, grípur til þess sama stefs í yfirlýsingu um ferðakostnað borgarfulltrúa. „Í janúar var mikið gert úr ferðakostnaði Sigrúnar Elsu Smára- dóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinn- ar, í fjölmiðlum vegna ferðar sem hún fór á vegum REI í kjölfar þess að hún tók þar sæti sem fyrsti og eini fulltrúi minnihlutans“ segir í yfirlýsingunni. Nú hafi komið í ljós að aðrir hafi ferðast jafn mikið og Sigrún Elsa. Það er því ekkert óeðlilegt við þetta, segir Björk að hætti útrásarvíkinga. bjorn@frettabladid.is E nginn vafi leikur lengur á að Íslendingar ganga á morgun til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin. Undanfarin ár hefur því sjónarmiði vaxið mjög fylgi, að ástæða sé til að nota beint og milliliðalaust lýðræði í auknum mæli á Íslandi. Þjóðin ætti að fagna því að vera spurð álits á mikilvægu máli, en líklega þykir mörgum dapurlegt að fyrsta þjóð- aratkvæðagreiðslan í sögu lýðveldisins skuli vera haldin á jafnein- kennilegum forsendum og raun ber vitni. Í fyrsta lagi var ákvörðun forseta Íslands um að vísa Icesave- lögunum til þjóðarinnar stjórnskipulega hæpin. Það er afar ólík- legt að höfundar stjórnarskrárinnar hafi ætlazt til þess að í valdi eins manns lægi að taka hvað eftir annað fram fyrir hendurnar á Alþingi og vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Engar almennar reglur hafa enn verið settar um hvernig almenningur geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvers konar mál eigi að fara í dóm þjóð- arinnar. Í öðru lagi uppfyllir þjóðaratkvæðagreiðslan á morgun ekki þau sjálfsögðu skilyrði að þjóðin standi frammi fyrir skýrum kostum, sem eiga sér stoð í raunveruleikanum. Fáum dettur væntanlega í hug að segja já og samþykkja Icesave- lögin, því að fyrir liggur að viðsemjendur Íslendinga eru reiðubúnir að gera nýjan samning, sem er hagstæðari en sá sem átti að stað- festa. Nei þýðir ekki annað en það að fólk ætlar ekki að samþykkja samning, sem er hvort sem er ekki lengur á borðinu. Viðsemjend- urnir gera varla ráð fyrir öðru lengur en að meirihluti þjóðarinnar segi nei, sérstaklega þegar þeir hafa sjálfir lagt fram betra tilboð. Það er útbreiddur misskilningur, bæði innan lands og utan, að með því að segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni samþykki Íslend- ingar að borga ekki Icesave-skuldbindingarnar. Samninganefnd, sem nýtur stuðnings allra flokka, hefur þvert á móti verið í viðræð- um undanfarna daga um að Ísland greiði innlánstryggingarnar en njóti betri kjara en samkvæmt fyrri samningi. Þegar þjóðin hefur sagt nei á laugardaginn, liggur áfram á að leysa úr Icesave-deilunni. Biðin eftir niðurstöðu er þegar orðin Íslandi gífurlega dýr. Erlendir fjárfestar og lánveitendur halda að sér höndum. Efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, sem átti að mýkja höggið af bankahruninu, hefur frestazt æ ofan í æ, sama á við um lánin frá Norðurlöndunum. Eins og Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor bendir á í Fréttablaðinu í gær verður önnur efnahagsáætlun að koma til, gangi áætlun AGS ekki eftir. Þá gæti þurft að grípa til enn meiri lífskjaraskerðing- ar með gengisfellingu, skattahækkunum og niðurskurði ríkisút- gjalda. Að enn hafi ekki samizt um Icesave er ekki fyrst og fremst áhyggjuefni vegna þess að við þurfum að ganga til tilgangslítill- ar þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er áhyggjuefni vegna þess að allur frestur á málinu stendur endurreisn efnahagslífsins fyrir þrifum. Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldisins er ekkert sérstakt fagnaðarefni. Þjóðaratkvæði um óskýra kosti ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.