Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 28
6 föstudagur 5. mars Margir hafa beðið spenntir eftir nýjustu kvikmynd Dags Kára Péturssonar, The Good Heart. Nú er hún komin í bíó og með því verða kaflaskil í lífi leikstjórans, sem hefur hrærst í heimi hennar í nokkur ár. Í viðtali við Föstudag segir Dagur frá vinnunni með Holly- wood-stjörnum, hlátri og gráti og framtíð sem sveipuð er óvissu. Viðtal: Hólmfríður H. Sigurðardóttir Ljósmyndir: Anton Brink Þ egar Dagur Kári Pét- ursson gerir bíó- myndir lætur hann sér ekki nægja að leikstýra þeim. Hann skrifar nefnilega handritin líka sjálfur og býr til tónlistina með dúóinu sínu, Slowblow. Það er góð ástæða fyrir því að hann hagar hlutunum á þennan veg. „Ástæð- an fyrir því að ég fór út í kvik- myndagerð var einmitt sú að ég hafði áhuga á þessu öllu saman. Mig langaði að verða tónlistar- maður, ljósmyndari og rithöfund- ur, en ég gat ekki gert upp á milli. Þannig að ég sá að kvikmynda- gerð væri fullkomin fyrir mig, því þá gæti ég verið að vasast í þessu öllu saman. Þar af leiðandi hefur mér þótt mjög mikilvægt að fylgja þessu öllu eftir, alveg frá a til ö, í bíómyndunum mínum. Frá því að fyrsta orðið er skrifað á blað þar til síðasti tónninn er sleginn.“ FJÖLDINN AÐ TJALDABAKI Aðalleikarar nýjustu bíómynd- ar Dags Kára, The Good Heart, eru Bandaríkjamennirnir og stór- stjörnurnar Brian Cox og Paul Dano. Myndin er tekin upp í þremur löndum – hérna á Ís- landi, í Bandaríkjunum og á hvít- um ströndum Dóminíska lýðveld- isins. Þrátt fyrir hinn alþjóðlega blæ er framleiðsla myndarinn- ar að langstærstum hluta til ís- lensk. „Við vorum í fjörutíu daga í tökum og þar af voru þrjátíu dagar á Íslandi með alíslensku tökuliði. Svo tókum við stóran hluta af því með okkur til Ameríku og öll eftirvinnsla var hér á Íslandi.“ Mikill fjöldi fólks kemur að framleiðslu einnar kvikmyndar. Dagur hefur ekki tekið það saman hversu margir unnu að myndinni í heild en segir láta nærri að á bil- inu 100 til 200 manns hafi unnið að myndinni, ýmist frá upphafi til enda eða í nokkra daga. HOLLYWOOD-STJÖRNUR Dagur skrifaði handritið ekki sér- staklega með þá Cox og Dano í huga, en var sérstaklega ánægður að fá þá til liðs við sig, enda mjög hrifinn af þeim báðum. „Brian Cox sést oftast í smærri hlutverkum í stórum Hollywood-myndum. En alltaf þegar hann birtist langar mann að sjá meira af honum. Ég er alltaf jafn svekktur þegar hann er drepinn eftir tíu mínútur. Ég er mjög stoltur og ánægður með að geta boðið upp á mynd þar sem fólk fær alveg nóg af honum.“ Hann var ekki síður ánægður með aðkomu Pauls Dano. „Paul Dano finnst mér líka frábær leik- ari. Hann hefur einhverja mjög sérstaka útgeislun á tjaldinu. Og hann er ekki þessi súkkulaðisæta týpa eins og margir ungir amer- ískir leikarar. Það hefði ekki hent- að fyrir þessa mynd.“ Reynslan af því að vinna með stjörnunum var lærdómsrík. „Paul Dano er ótrúlega þroskuð sál, þetta var svolítið eins og að vinna með gömlum manni. Brian Cox hefur unnið í mörg hundruð mynd- um og hefur ótrúlega reynslu og yfirsýn. Hann sá senuna fyrir sér fullklippta á meðan hann var að leika hana. Ég hef aldrei upplif- að það fyrr hjá leikara. Það kom fyrir að hann segði: „Dagur, af hverju ertu að skjóta þetta, þú átt eftir að klippa þetta út.“ Þetta fór svona pínulítið í taugarnar af mér en því miður hafði hann nú oftast rétt fyrir sér!“ segir Dagur og bros- ir út í annað. BORG BORGANNA Bandaríkin voru líka nokkuð aug- ljós kostur fyrir bíómyndina. En það mátti ekki vera hvaða borg í Bandaríkjunum sem er. Það varð að vera New York. „Það eru ákveðnar tilviljanir í sögunni sem meika ekki sens nema í stór- borg. Það er líka ákveðinn æv- intýrablær yfir myndinni líka og mér fannst þetta þurfa að ger- ast í „stórborginni“, sem er auð- vitað New York. Ég er rosalega hrifinn af henni, meðal annars vegna þess að þegar maður lend- ir þar verður maður strax eins og einn af íbúunum,“ útskýrir Dagur Kári, sem reynir að heim- sækja New York eins oft og hann getur. „Það er einstök orka þarna og maður fær það á tilfinninguna að allt geti gerst. Það skipti mig líka miklu máli að taka myndina upp í borg sem ég hefði persónu- legt samband við.“ Það er þó án vafa auðvelt að detta í klisjurnar í borg sem þús- undir bíómynda gerast í. Dagur forðaðist þær. „Það er ekki Times Square eða frelsisstyttu að sjá. Ég reyndi að skapa þá tilfinningu að myndin ætti sér stað á Manhatt- an en samt á einhverjum týndum stöðum úr alfaraleið.“ HLÁTUR OG GRÁTUR Líkt og í fyrri myndum Dags Kára geta áhorfendur bæði átt von á því að hlæja og gráta yfir The Good Heart. Þetta þykir Degi Kára mikil- vægt. „Í kvikmyndum eru hlutirn- ir oft rosalega hreinræktaðir. Það eru grínmyndir, hryllingsmynd- ir, spennumyndir eða harmleik- ir. Mér hefur fundist spennandi að blanda húmor og trega aðeins meira saman. Grunnkrafturinn er húmor og ég vil að fólk hlæi á mínum myndum. En hreinrækt- aðar grínmyndir skilja eftir sig einhvern tómleika hjá mér. Það er ekkert falskara en sykursætur happy ending.“ Hann vill að bíógestir finni harminn sem kraumar undir niðri, þó að bíómyndin sé fyndin. „Í öllum þessum þremur myndum hef ég reynt að búa til nýja tegund af endi. Endi sem er hvorki ham- ingjusamur né sorglegur. Sumir upplifa von á meðan aðrir upplifa algjört vonleysi og þannig vil ég hafa það. Ég reyni að hafa mynd- irnar nógu opnar til þess að eitt- hvað sé skilið eftir fyrir áhorfand- ann til að túlka sjálfur.“ EKKI RÍKISSTYRKT EGÓFLIPP Dagur Kári hefur tekið þátt í bar- áttu kvikmyndagerðarmanna gegn niðurskurðinum sem boð- aður hefur verið í þeirri grein og margir óttast að gangi af honum dauðum. Sjálfur gengur Dagur með lopahúfu og býr í 101. En hvernig finnst honum umræðan um lopatreflana í 101 sem liggja á spena ríkisins. Fer hún í taugarn- ar á honum? „Þetta fer ekki bara í taugarnar á mér heldur tek ég þessa umræðu nærri mér. Maður er að vinna heiðarlega vinnu við erfið skilyrði og skila þjóðarbúinu auði, bæði í beinhörðum pening- um og menningarlegum verðmæt- um. Þá er leiðinlegt hvað það er al- gengt að maður mæti því viðhorfi að maður sé á einhverju ríkis- styrktu egóflippi. Það er eins fjarri sannleikanum og hugsast getur. Ég lýsi eftir meiri víðsýni og innsýn í hvernig málunum er háttað.“ ÓVISSAN TEKUR VIÐ Það eru heil tíu ár frá því að hug- myndin að The Good Heart spratt upp í kolli Dags Kára. Og síð- ustu árin hefur allt hans líf snú- ist í kringum hana. Hvað tekur nú við? „Það er eiginlega algjört óvissu ástand hjá mér núna, ég veit eiginlega ekkert hvað ég ætla að gera. Ég gaf allt sem ég átti í þessa mynd og nú liggur við að mér þyki ég kominn á einhvers konar endapunkt,“ svarar Dagur í einlægni. „Ég er búinn að gera þrjár myndir og þótt þær séu ólík- ar eru þær líka líkar, að því leyti að ég var að vinna með sömu elem- entin í þeim öllum. Þegar maður er búinn að gera eitthvað þrisvar getur verið kominn tími til að gera eitthvað nýtt. En ég veit ekki alveg hvað það verður. Ég er hins vegar með hin og þessi járn í eldinum. Það hefur til dæmis lengi blundað í mér að snúa mér alfarið að tón- list. Hvort ég geri það á hins vegar alveg eftir að koma í ljós.“ EKKI RÍKISSTYRKT EGÓFLIPP Kallar eftir innsýn og víðsýni Degi Kára þykir bæði pirrandi og leiðinlegt hvað það er algengt að kvikmyndagerðarmenn mæti því viðhorfi að þeir séu á ríkisstyrktu egóflippi. Ekkert sé eins fjarri sannleikanum, enda skili þeir þjóðfélaginu auði, bæði í menningarleg- um verðmætum og beinhörðum peningum. Brian Cox sést oftast í smærri hlutverkum í stórum Hollywood- myndum. En alltaf þegar hann birtist langar mann að sjá meira af honum. Ég er alltaf jafn svekktur þegar hann er drepinn eftir tíu mínútur. Ég er mjög stoltur og ánægður með að geta boðið upp á mynd þar sem fólk fær alveg nóg af honum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.