Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 46
26 5. mars 2010 FÖSTUDAGUR The Good Heart var frum- sýnd í Háskólabíói á mið- vikudagskvöld. Stóri sal- urinn fylltist af spenntum kvikmyndaáhugamönnum sem flestir virtust sáttir við útkomuna. Frumsýn- ingarpartí var svo haldið á Íslenska barnum og þar var gleðin sannarlega við völd. Vel mætt á frum- sýningu Dags Kára Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson og framleiðendurnir Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Malmquist stilltu sér upp áður en frumsýningin hófst. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, og Halldóra Gissurardóttir. Guðjón Bjarnason og Vera Sölvadóttir voru spennt. Sigtryggur Baldursson og Hallur Helga- son voru innilegir. Elsa María Jakobsdóttir, unnusta Þóris Snæs Sigurjónssonar, framleiðanda myndarinnar, og Nanna Kristín Magnús- dóttir voru sætar saman. >BLÓM OG KÖKUR Paula Abdul er eins og flestir vita ekki lengur dómari í American Idol. Hún var rekin áður en nýja þáttaröðin hófst, en ákvað samt að senda dómurunum Simon Cowell, Randy Jackson, Köru DioGuardi og Ellen DeGeneres blóm og muffins-kökur fyrir meira en 1.000 dollara. Þegar Angelina Jolie og Brad Pitt léku saman í kvik- myndinni Mr. and Mrs. Smith stal hún honum frá Jenni- fer Aniston. Núna er Angelina Jolie að fara að leika í The Tourist með Johnny Depp og kærastan hans er ekki sátt. Samkvæmt dagblaðinu New York Post ætlar Vanessa Paradis, kærasta Depps, ekki að missa hann. Þegar hún frétti að Depp og Jolie ættu að leika í kynlífssenu sagði hún hingað og ekki lengra. Hún sagði kær- astanum að finna nýja mynd til að leika í. Samkvæmt heimildum New York Post er Depp að reyna að komast undan því að leika í myndinni. Brad Pitt og Leonardo DiCaprio eru orðaðir við hlutverk hans. Kærastan kúgar Johnny FLENGDUR Johnny Depp leitar að leið út úr mynd með Angelinu Jolie. folk@frettabladid.is Þorrablót Íslendingafélagsins í London verður haldið á laug- ardagskvöld. Ekkert þorrablót var haldið í fyrra en nú hefur ný stjórn verið kosin í Íslend- ingafélaginu og áherslurnar að sama skapi breyst. „Það féll niður í fyrra en árin þar áður hafa þetta verið nokkur hundruð manna viðburðir. Það eru til sögur af því að fólk hafi verið að fljúga frá Íslandi til að koma á þorrablótið,“ segir Friðþjófur Þorsteinsson, for- maður Íslendingafélagsins. Mikið var um að fólk úr fjármálageiranum sótti þorra- blótið fyrir bankahrunið en núna hafa tímarnir breyst. „Við ákváðum í takt við tíðar- andann að fara aftur í grunn- gildin. Mér skilst að þetta hafi verið orðnir síðkjóla- og árshátíðarviðburðir en núna erum við að reyna að breyta þessu í hefðbundið þorrablót með fjöldasöng og sveitaballi,“ segir hann. „Þetta er fyrst og fremst skemmtun fyrir samfé- lagið sem er til staðar hérna. Við viljum þjappa fólki saman sem er í London og okkar von í framtíðinni er að geta stækk- að þetta en einbeitt okkur að því fólki sem er partur af sam- félaginu.“ Um 140 manns hafa boðað komu sína á þorrablótið og er fyrir löngu orðið uppselt í matinn. Eftir að fólk hefur drukkið fordrykk í boði lög- fræðistofunnar Logos og gætt sér á hefðbundnum íslenskum þorramat og bláberjaskyri í eftirrétt tekur hljómsveitin Bermúda við og leikur fyrir dansi. Gunnar Reynir Þor- steinsson, trommari Berm- úda, er afar spenntur fyrir ballinu, enda verður þetta í fyrsta sinn sem sveitin stígur á svið í London. „Þetta verður gríðarlegt partí,“ segir hann. - fb Ekta íslenskt þorrablót í London BERMÚDA Hljómsveitin Bermúda skemmtir á þorrablótinu í London á laugardagskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.