Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 5. mars 2010 Ellefta Íslandsmót kaffibarþjóna verður í Kringlunni um helgina. Íslandsmót kaffibarþjóna verð- ur haldið nú um helgina í Blóma- garði Kringlunnar. Kaffibar- þjónafélag Íslands stendur fyrir mótinu og eru þrettán keppend- ur skráðir. Mótið hefst klukkan 11 á morg- un en á sunnudag keppa þeir sex sem komast áfram í úrslitakeppn- ina sem hefst klukkan 13. Sigur- vegarinn vinnur sér inn keppnis- rétt á heimsmeistaramótið en í ár verður það haldið í London dag- ana 23. til 25. júní. Keppendur mótsins þurfa að framreiða tólf drykki fyrir fjóra bragðdómara. Tveir tæknidóm- arar fylgjast með vinnubrögðum keppenda. Fjórir drykkjanna eiga að vera staðlaðir espresso, fjórir staðlaðir cappuccino og loks fjórir frjálsir drykkir, hannaðir af kepp- endum með hráefni að eigin vali. Keppendur hafa fimmtán mínút- ur til að framreiða drykkina. Vafa- laust er það fín skemmtun fyrir kaffiáhugamenn að fylgjast með. Kaffibarþjónar halda Íslandsmót Frá Íslandsmóti kaffibarþjóna 2007. Meiri hluti fólks sem notar gjaldskyld bílastæði í miðborg Reykjavíkurborgar borgar með smámynt, eða um 92 prósent. Þetta er niðurstaða könnunar sem Bílastæðasjóður Reykjavíkur lét gera í lok síðasta árs og greint er frá á vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is. Þetta kemur mönnum nokkuð á óvart enda borgar fólk fremur með klinki en með greiðslukorti eða síma, þótt það standi til boða í svörtum miðamælum. Þess má geta að miðar úr tímamælunum svörtu gilda víða. Algengur misskilningur er að það þurfi að greiða í stöðumæli aftur ef viðkomandi er með gildan tímamiða í framrúðunni. Til dæmis ef keyptur er tímamiði við Laugaveg 77 má nota hann við alla gjaldmæla niður Lauga- veginn og í allri Kvosinni meðan hann er í gildi. Í könnuninni var einnig athug- uð afstaða fólks til þess að borga í stöðumæli. Ríflega 70 prósent aðspurðra töldu að gjaldtaka fyrir bílastæði í Reykjavík ætti rétt á sér en aðeins tæplega 30 prósent voru fylgjandi ókeypis stæðum. Því hefur fylgi við gjald- töku aukist nokkuð en árið 2004 taldi helmingur að stæðin ættu að vera ókeypis. Flestir borga enn með smámynt BÍLASTÆÐASJÓÐUR REYKJAVÍK- UR GERÐI KÖNNUN Á NOTKUN GJALDSKYLDRA BÍLSTÆÐA Í BORGINNI. Sjötíu prósent aðspurðra voru hlynnt gjaldtöku fyrir bílastæði. LAUGAVEGI 25 OG SMÁRALIND KATVIG VOR/SUMAR LÍNAN ER KOMIN Í VERSLANIR 3 SMÁRA Bergstaðastræti 4 – 101 Reykjavík – Sími: 562-0335 Gullsmíðaverkstæði Árna Höskuldssonar lokar 6. mars næstkomandi Opnunartími 13:00 til 18:00 virka daga laugardaginn 6 mars 11:00 til 17:00 40% afsláttur af öllum vörum Mikið úrval skartgripa Valdir skokkar 40% afsl. Áður 16.990 Nú 9.990 st 38-48 Takmarkað magn Það er ekki að ástæðulausu að þeytarinn og önnur áhöld frá Rösle eru með fimm ára ábyrgð – þau eru einfaldlega óþreytandi. Þetta gróna þýska fyrirtæki hefur framleitt hágæða eldhúsáhöld úr stáli í nær hundrað ár og er reynslunni ríkara. Rösle leggur mikla áherslu á gæði og stílhreina hönnun. Óþreytandi – engin áhöld um það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.