Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 54
34 5. mars 2010 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. klink, 6. hróp, 8. sigti, 9. samræði, 11. tveir eins, 12. uppskafningsháttur, 14. ljúka, 16. samtök, 17. sérstaklega, 18. dýrahljóð, 20. tveir eins, 21. tröll. LÓÐRÉTT 1. mats, 3. þys, 4. ófrægðarpappír, 5. saur, 7. ræflarokkari, 10. eldsneyti, 13. hólf, 15. illgresi, 16. eyrir, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. mynt, 6. óp, 8. sía, 9. mök, 11. ðð, 12. snobb, 14. klára, 16. aa, 17. sér, 18. urr, 20. ff, 21. risi. LÓÐRÉTT: 1. dóms, 3. ys, 4. níðbréf, 5. tað, 7. pönkari, 10. kol, 13. bás, 15. arfi, 16. aur, 19. rs. ERLING JÓHANNESSON: VAR VONGÓÐUR UM AÐ FÁ HÁAN TÉKKA Hársbreidd frá því að vera andlit Icesave í Hollandi VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 VBS fjárfestingarbanka. 2 Rúrik Gíslason. 3 Joseph Melillo. „Ég vissi ekki hvort ég var að fara að auglýsa íspinna eða banka- reikninga,“ segir leikarinn Erling Jóhannesson. Erling var valinn úr stórum hópi íslenskra leikara til að leika í auglýsingu fyrir Icesave-reikn- inga Landsbankans í Hollandi. Eins og fram hefur komið í Frétta- blaðinu fóru prufurnar fram í maí árið 2008, aðeins nokkrum mánuð- um fyrir bankahrun. Felix Bergs- son var einn af þeim sem komu til greina í upphafi ásamt Hjálm- ari Hjálmarssyni og fjölmörgum öðrum leikurum. Segja má að Erling hafi slopp- ið fyrir horn því auglýsingin var aldrei framleidd. „Ég var hárs- breidd frá því að vera andlit Icesave í Amsterdam,“ segir hann og dæsir. Icesave-málið hefur hangið yfir Íslendingum frá því að bankarnir hrundu og virðist engan endi ætla að taka. Kosið verður um samning tvö á laugardaginn og samninga- nefnd hefur verið í London síðustu daga í viðræðum við Breta og Hol- lendinga. Handrit auglýsingarinnar fjallaði um listamann sem var að höggva einhvers konar ísskúlptúr. Svo var þeim skilaboðum komið á fram- færi að vextir Icesave-reikning- anna væru betri en gengur og ger- ist vegna þess að Íslendingar væru svo klárir. Loks átti Gunnar Þórð- arson, eða einhver annar íslenskur tónlistarmaður, að vera frosinn inni í ísklumpinum. Erling segir íslensk- an rembing af mjög sérstakri sort hafa verið einkennandi. „Það var verið að segja við værum svo ísköld og skapandi – traust og klár,“ segir hann. „En umfram allt svo hipp og kúl. Þetta var ekki gott, en eins og allir aðrir sá maður háan tékka úti við sjóndeildarhringinn, sem rétt- lætti allt.“ Spurður hvort hann prísi sig sælan í dag segist Erling hrökkva upp um miðjar nætur með svita- perlur á enninu. „Ég sé sjálfan mig frosinn inni í ísklumpi á aðal- torginu í Amsterdam þar sem hol- lenskir innistæðueigendur fá að koma með ísöxi og berja utan af mér smátt og smátt,“ segir hann í laufléttum dúr. Hjálmar Hjálmarsson mætti einnig í prufu fyrir auglýsinguna og er ánægður með að hún fór ekki lengra. „Ég sá alveg fyrir mér risa- stór auglýsingaskilti í Hollandi. Það hefði verið rosalegt að vera Icesave-maðurinn,“ segir hann. „Þetta rifjast upp öðru hverju – ég er bara feginn.“ atlifannar@frettabladid.is HJÚKK! Erling Jóhannesson var fenginn til að leika í auglýsingu fyrir Icesave í Hollandi sem var svo aldrei framleidd. Hann fær stundum mar- traðir um auglýsinguna. Hjálmar Hjálmarsson mætti einnig í prufu og segir að það hefði verið rosalegt að vera Icesave-maðurinn. Bandaríski leikarinn Paul Dano, sem leikur annað aðalhlutverkanna í nýjustu mynd Dags Kára Pét- urssonar, The Good Heart, segist vel geta hugs- að sér að leika aftur fyrir hann. „Mér finnst hann mjög hæfileikaríkur og ég er hrifinn af myndun- um hans. Ég vona að hann geti gert margar í við- bót,“ segir Dano í viðtali við Fréttablaðið. „Það er gaman að fleiri raddir séu farnar að heyrast frá Íslandi sem eru að reyna fyrir sér utan landstein- anna og ég vona að hann geri aðra mynd sem allra fyrst.“ Hinn 25 ára Dano er upprennandi kvikmynda- stjarna sem fyrst vakti heimsathygli í Little Miss Sunshine. Síðan þá hefur hann leikið í myndum á borð við There Will Be Blood, Taking Woodstock og talað inn á Where the Wild Things Are. Tökur á The Good Heart fóru fram bæði í New York og á Íslandi og dvaldi Dano í um tvo mán- uði í Reykjavík. „Ég sakna Íslands. Ég átti góðan tíma þar. Þetta var fallegur staður og allir voru vingjarnlegir. Ég hlakka mikið til að fara þangað aftur,“ segir hann. „Ég eignaðist góða vini þar og ég hef bara góða hluti að segja um land og þjóð.“ Ítarlegt viðtal við Dano verður í Fréttablað- inu á morgun þar sem hann ræðir nánar um The Good Heart, kynni sín af Íslandi og kvikmynda- feril sinn. Þar er af nógu að taka enda hefur hann unnið með mörgum af þekktustu stjörnum heims, þar á meðal Tom Cruise og eiginkonu hans Katie Holmes. - fb Vill vinna aftur með Degi Kára Á TÖKUSTAÐ Paul Dano á tökustað The Good Heart ásamt hinum aðalleikaranum, Brian Cox, og leikstjóranum Degi Kára. „Það er Bætingabátur á Hlölla. Hann er gerður bara fyrir stóra og stæðilega menn. Þarna er allt milli himins og jarðar og vel af kjötinu.“ Jón Benóný Reynisson, Big Ben, Íslands- meistari í bekkpressu. „Ég get staðfest það, ég er búinn að sækja um,“ segir Björn Þórir Sigurðsson, markaðsstjóri Morg- unblaðsins, sem sækist eftir stöðu dagskrárstjóra hjá Ríkissjónvarpinu en auglýst var eftir umsækjendum fyrir skömmu. Umsóknarfrestur- inn rennur út á sunnudagskvöld en samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins liggja nokkrir reynsluboltar úr sjónvarpsgeiranum undir feldi og velta því fyrir sér hvort þeir eigi að sækja eftir einu valdamesta starfi í íslensku sjónvarpi. Björn Þórir vildi að öðru leyti ekk- ert tjá sig um umsóknina en hann hefur áður gegnt sambærilegum störfum hjá bæði Skjá einum og Stöð 2. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst liggja nokkrir reynsluboltar nú undir feldi. Meðal þeirra eru sjón- varpstjórarnir fyrrverandi Heimir Jónasson og Magnús Ragnarsson en Heimir var sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og Magnús hjá Skjá einum. Þá hefur nafn Maríönnu Friðjónsdóttur einn- ig verið nefnt sem og Ernu Kettler en hún var dagskrárstjóri erlends efnis hjá Stöð 2 og er nú hjá RÚV. Þorfinnur Ómarsson, sjónvarpsmað- ur og fyrrverandi upplýsingafulltrúi viðskiptaráðuneytisins, hefur verið orðaður við starfið sem og Páll Bald- vin Baldvinsson. - fgg Reynsluboltar vilja feitt djobb hjá RÚV LIGGJA UNDIR FELDI Björn Þórir Sigurðsson, markaðs- stjóri Morgunblaðs- ins, hefur sótt um stöðu dagskrár- stjóra Sjónvarpsins. Heimir Jónasson, Magnús Ragnars- son og Maríanna Friðjónsdóttir hafa öll verið orðuð við starfið. Jóhanna Sigurðar- dóttir sendir þjóð sína á kjörstað á morgun að kjósa um Icesave-lögin. Á fjórða hundrað manns hefur tekið forskot á sæluna og veðjað á úrslitin á vefsíðu Betsson-veð- bankans. Þar á bæ telja menn litlar líkur á því að þjóðin samþykki lögin og stuð- ullinn er eftir því; 1.10. Þeir sem búast við að þjóðin samþykki lögin fá öllu meira greitt í aðra hönd en stuðullinn á það er 7.0. Fyrirtaka í máli Eiðs Smára Guðjohnsen gegn DV verður í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 16. mars. Málið er höfðað gegn ritstjórafeðg- unum Jóni Trausta Reyn- issyni og Reyni Traustasyni og blaðamanninum Inga Frey Vilhjálms- syni. Eins og Fréttablað- ið greindi frá er það bróðir Inga, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, sem ver bróður sinn. Fyrir nokkrum vikum sigruðu Sveppi og Villi naglbítur þá Auðun Blöndal og Egil Gillz í kappakstri í kringum landið. Nú ætla félagarnir að endurtaka leikinn og hefur stefnan verið sett á Bandaríkin. Fjórmenningarnir fara ásamt tökuliði til lands tækifær- ana og ætla að keppa um hvort liðið verður fljótara að koma sér þvert yfir landið. Á leiðinni þurfa þeir að safna stigum og fá þeir til dæmis fjögur stig fyrir að faðma offitusjúkling. - afb/fgg FRÉTTIR AF FÓLKI BESTI BITINN Í BÆNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.