Fréttablaðið - 09.03.2010, Page 8
8 9. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR
1 Hvaða Íslendingur fékk
verðlaun fyrir kvikmyndatöku á
kvikmyndahátíð í Prag?
2 Formaður hvaða stjórnmála-
flokks vill kosningar í vor?
3 Hvaða lið er í efsta sæti
ensku úrvalsdeildarinnar?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38
Hafðu samband
símiVerðbréfaþjónusta Arion banka
er söluaðili sjóða Stefnis.
Stefnir - Ríkisvíxlasjóður.
Traustur kostur fyrir
einstaklinga og fyrirtæki.
90% ríkisvíxlar og ríkisskuldabréf / 10% innlán
Ríkisvíxlasjóður er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Stefnir hf. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum sjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu
leyti. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarávöxtun þeirra. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast
má á www.arionbanki.is/sjodir.Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta tryggir innlán að lágmarki fjárhæð sem samsvarar EUR 20.887 skv. lögum nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrirfjárfesta. Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 3. febrúar
2009 eru „innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi tryggðar að fullu“.Með yfirlýsingu frá 9. desember 2009 lýsti ríkisstjórnin því yfir að yfirlýsingin frá 3. febrúar 2009 væri enn í fullu gildi og að yfirlýsingin yrði ekki afnumin fyrr en hið
nýja íslenska fjármálakerfi, með breyttri umgjörð, hefði sannað sig og þá yrði gefinn aðlögunartími. Tryggingarsjóðurinn tryggir ekki tjón sem verður vegna taps á undirliggjandi fjárfestingum sjóða s.s. skuldabréfum eða víxlum. Sjá nánar lög nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og
tryggingakerfi fyrir fjárfesta, og heimasíðu sjóðsins, www.tryggingarsjodur.is.
STÓRIÐJA „Það myndi hjálpa okkur ef bæjar-yfir-
völd myndu lýsa yfir stuðningi við málið,“ segir
Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi
Alcan á Íslandi, um orð Rannveigar Rist, for-
stjóra fyrirtækisins, í bréfi til bæjaryfirvalda
í Hafnarfirði.
Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær lýsir
Rannveig í bréfi sínu áhyggjum af áhrifum þess
að íbúar í Hafnarfirði synji álverinu aftur um
stækkun í endurtekinni íbúakosningu. „Stuðn-
ingur bæjaryfirvalda myndi draga verulega úr
þeim áhyggjum.“ skrifaði hún í bréfinu sem dag-
sett er 28. janúar síðastliðinn.
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri sagði aðspurður
í Fréttablaðinu í gær að honum væri ekki ljóst
hvort forstjórinn væri í bréfinu að biðja bæjar-
yfirvöld um stuðning í aðdraganda væntanlegr-
ar íbúakosningar sem enn á eftir að tímasetja.
Upplýsingafulltrúi Alcan tekur af tvímæli um
það eins og sjá má af ummælum hans hér að
framan. Þá sagði bæjarstjórinn nauðsynlegt að
fá fram skýra afstöðu Alcan varðandi nýju íbúa-
kosninguna og að svör frá fyrirtækinu hafi ekki
verið nógu afdráttarlaus.
„Við áttum fund með bæjarstjóranum um það
bil hálfum mánuði eftir að bréfið var sent og
það var ekkert óljóst eftir þann fund af okkar
hálfu,“ segir Ólafur Teitur hins vegar. „Rann-
veig Rist var á fundinum og líka Evrópufor-
stjórinn fyrir Rio Tinto Alcan. Þannig að þetta
var gert með fulltingi móðurfélagsins og allt
var klárt.“
Upplýsingafulltrúi Alcan segir það þannig
nú vera bæjarins að ákveða hvort og hvenær
eigi að fara í íbúakosningarnar sem fjórðung-
ur atvæðisbærra manna í Hafnarfirði óskaði
eftir. Fyrir sitt leyti vilji Alcan einfaldlega
að kosið verði um óbreytta þá deiliskipulags-
tillögu sem kosið var um 2007. Fyrirtækið sé
hins vegar í öðrum framkvæmdum um þess-
ar mundir og hafi enga skoðun á því hvenær
kosningin fari fram.
„Við getum ekki lýst því yfir að við förum
í þetta verkefni ef það verður samþykkt í
atkvæðagreiðslunni enda er þetta fjárfesting
fyrir hundruð milljarða króna. En við höfum
áhuga á að auka umsvif okkar á Íslandi og já
í þessari atkvæðagreiðslu yrði af okkar hálfu
mjög vel þegið fyrsta skref í því að það geti
orðið í Hafnarfirði,“ segir Ólafur Teitur.
gar@frettabladid.is
Álversstækkun í Straumsvík
óviss þótt íbúar samþykki
Upplýsingafulltrúi Alcan aftekur að afstaða félagsins til nýrrar íbúakosningar Hafnfirðinga um stækkun
álversins í Straumsvík sé óljós. Alcan muni þó ekki lýsa yfir fyrirfram að farið verði í þessa framkvæmd.
ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK Upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi segir forstjóra fyrirtækisins og forstjóra Rio Tinto Alcan
í Evrópu hafa gengið á fund bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir nokkru og veitt svör við öllum spurningm bæjaryfir-
valda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HEILBRIGÐISMÁL Landlæknisemb-
ættið hefur hafið átak þar sem
fermingarbörnum og forráða-
mönnum þeirra er bent á hættuna
sem fylgir því að ungt fólk fari í
ljósabekki.
Skilaboðin eru frá Félagi
íslenskra húðlækna, Geislavörn-
um ríkisins, Krabbameinsfélag-
inu, Landlæknisembættinu og
Lýðheilsustöð.
Þetta er sjöunda árið sem farið
er í fræðsluherferð undir slag-
orðinu „Hættan er ljós“, að því
er fram kemur á vef Landlækn-
is. „Vakin er athygli á því að börn
og unglingar séu næmari en aðrir
fyrir skaðlegum áhrifum geislun-
ar frá ljósabekkjum og sól,“ segir
þar og bent á að tíðni húðkrabba-
meins hafi aukist mikið á síðustu
áratugum. - óká
Landlæknir gegn ljósanotkun:
Ungt fólk fari
ekki í ljósabekki
Í SÓLBAÐI Dag er tekið að lengja og
styttist í sumarið. Skiptar skoðanir eru um
ágæti sólbaða. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
UPPLÝSINGATÆKNI Ákvörðun Póst-
og fjarskiptastofnunar (PFS) um
að óumbeðnar tölvupóstsendingar
sem Hin hliðin stendur fyrir séu
ekki ólögmætar hefur verið stað-
fest af úrskurðarnefnd fjarskipta-
og póstmála.
Á vef PFS kemur fram að í ágúst
í fyrra hafi ónefndur kærandi sent
PFS erindi um óumbeðin fjar-
skipti. „Kærandi gerir þær kröf-
ur að úrskurðarnefnd staðfesti að
tölvupóstsendingar þær sem henni
hafi borist frá aðila sem kalli sig
www.hinhlidin.com, feli í sér óum-
beðin fjarskipti og að komið verði
í veg fyrir umræddar tölvupóst-
sendingar,“ segir í úrskurðinum.
Fram kemur í kærunni að kær-
andinn þurfi að sitja undir því að
vera á síðunni gerður tortryggileg-
ur á ýmsa vegu vegna þess eins að
hafa afþakkað tölvupóstana.
Vefur Hinnar hliðarinnar er
tileinkaður deilumálum foreldra
um forsjá barna. Þar er haldið úti
svörtum lista yfir hina og þessa
sem sagðir eru hafa unnið gegn
réttindum barna.
Niðurstaða PFS er að sending-
arnar brjóti ekki gegn fjarskipta-
lögum þar sem þau „uppfylli ekki
skilyrði umrædds ákvæðis um
beina markaðssetningu“. - óká
KÆFA Rafrænn ruslpóstur er gjarnan
nefndur „kæfa“ sem er þýðing á enska
orðinu „spam“ yfir sama hlut.
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála staðfestir ákvörðun PFS:
Sendingar Hinnar hliðarinnar í lagi
LÖGREGLUMÁL Utalsvert magn af
fíkniefnum fannst við húsleit í
íbúð í Austurborginni á föstudag.
Um var að ræða um 300 grömm
af amfetamíni og ámóta magn af
marijúana, auk kannabisplantna.
Húsráðandi, karlmaður á fer-
tugsaldri, var handtekinn og ját-
aði hann aðild sína að málinu.
Maðurinn hefur áður komið við
sögu hjá lögreglu.
Sem fyrr minnir lögreglan
á fíkniefnasímann 800-5005. Í
hann má hringja nafnlaust inn
upplýsingar um fíkniefnamál. -jss
Karlmaður handtekinn:
Fíkniefni fund-
ust við húsleit
VEISTU SVARIÐ?