Fréttablaðið - 09.03.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 09.03.2010, Síða 10
10 9. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR Óskast í 101 Reykjavík Einbýlishús Staðgreiðsla fyrir vandað hús á góðum stað Svar sendist á hus101reykjavik@gmail.com EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins er að hefja viðræður við evruríkin sextán um stofnun gjaldeyrissjóðs Evrópu, sem myndi hafa svipað hlutverk og Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn. Þeim viðræðum á að ljúka í byrjun júlí. Tilgangurinn er að tryggja að efnahagsáföll verði ekki til þess að grafa undan sameiginlegum gjald- miðli ríkjanna, evrunni, með því að samhæfa betur efnahagsstjórn ríkjanna og hafa betra eftirlit með þróun efnahagsmála þeirra. Ætlunin er ekki sú að gera ríkj- unum kleift að útvega Grikklandi neyðaraðstoð til að komast út úr kreppunni þar í landi, heldur er markmiðið að draga lærdóm af því sem gerðist þar. „Hugmyndin er sú að ástand eins og í Grikklandi skapist ekki aftur og við verðum að styrkja efna- hagslega samvinnu. Það er for- gangsmál,“ segir Amadeu Altafaj Tardio, talsmaður framkvæmda- stjórnarinnar. Embættismenn Evrópusam- bandsins neituðu því ekki að þessi nýi gjaldeyrissjóður yrði sambæri- legur Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. Sá sjóður hefur það hlutverk að fylgjast með efnahags- ástandi þeirra 186 ríkja, sem eiga aðild að honum. Hann varar þau við ef ástand efnahagsmála er að komast á hættustig, veitir ráðgjöf og lán ef á þarf að halda. Engar upplýsingar fengust hjá framkvæmdastjórninni um það hvenær reiknað sé með að sjóður- inn verði stofnaður, né heldur um það hve langt viðræður ríkjanna um þetta mál eru komnar. Ekki eru heldur komnar fram neinar upplýsingar um það hve miklu fé þessi sjóður ætti að hafa yfir að ráða, né hvernig framlögum í hann verði háttað. Þótt kreppan í Grikklandi sé erfið viðureignar, þá hafa fleiri Evrópusambandsríki átt í miklum efnahagslegum erfiðleikum, þar á meðal bæði Portúgal og Spánn. Leiðtogar margra Evrópusam- bandsríkja, ekki síst Angela Merkel Þýskalandskanslari, hafa lagt ríka áherslu á að Grikkland eigi ekki að þurfa að leita til Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Það væri bæði álitshnekk- ir fyrir Evrópusambandið og gæti grafið undan trúverðugleika evr- unnar. gudsteinn@frettabladid.is Evrópusambandið stofnar evrópskan gjaldeyrissjóð Evrópusambandið hyggst stofna gjaldeyrissjóð fyrir evruríkin sem fengi það hlutverk að styðja við evruna og samhæfa betur efnahagsstjórn landanna. Er ekki stofnaður til að útvega Grikkjum neyðaraðstoð. ÓFREMDARÁSTAND Á GRIKKLANDI Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir nauðsynlegt að draga lærdóm af ástandinu á Grikklandi. Það sé forgangsmál að styrkja efnahagslega samvinnu innan sambandsins. NORDICPHOTOS/AFP NOREGUR Tvær níu ára stúlkur drukknuðu á sunnudag skammt frá Kristjánssundi í Noregi þegar stór alda hrifsaði þær burt. Tví- burasystir annarrar þeirra var með þeim og sá atburðinn. Önnur þeirra fannst látin í fjör- unni um kvöldmatarleytið en hin fannst rúmum klukkutíma síðar. Þær höfðu verið að leika sér á sjávarklettum þegar óhappið dundi yfir. Stúlkurnar bjuggu í nágrenninu og gengu í skóla í Kristjánssundi. Minningarathöfn var haldin í skól- anum í gær. - gb Sviplegt slys í Noregi: Tvær stúlkur drukknuðu DÝRAHALD Hundar í dreifbýli Borg- arbyggðar verða ekki skráningar- skyldir eins og lagt hafði verið til. Hins vegar þurfa eigendur þeirra að fara með þá í ormahreinsun einu sinni á ári og láta tryggja þá. Skessuhorn greinir frá þessu. Þetta kemur fram í drögum að reglum um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu sem bæði byggða- ráð og umhverfis- og landbúnaðar- nefnd hafa samþykkt. Sveitar- stjórnin á eftir að samþykkja reglurnar. Samkvæmt reglunum verður eigendum hunda í dreifbýli skylt að framvísa tryggingavott- orði verði farið fram á það. - th Dýrahald í Borgarbyggð: Sveitahundar í ormaskoðun MAÐURINN Í STAURNUM Í Mont- martre-hverfi í París mátti um helgina sjá þennan fima mann leika sér að bolta hangandi í ljósastaur. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Þeir gróðurhúsalampar sem lögregla hefur lagt hald á þegar kannabisræktanir eru stöðvaðar fara til Ríkiskaupa, eftir að hafa verið gerðir upptækir með dómi. Þar eru þeir seldir eins og aðrir óskilamunir. Andvirðið rennur í ríkissjóð. Þetta segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldinn allur af gróðurhúsalömpum er í geymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Þeir hafa ásamt öðrum viðamiklum búnaði verið gerið upptækir þegar kannabisræktanir hafa verið teknar. Búnað- inn þarf að geyma þar til dómur er genginn í við- komandi máli. Stórum hluta þeirra lampa sem teknir hafa verið hjá kannabisræktendum hefur verið stolið úr gróðurhúsum. Nýverið sagði Fréttablaðið frá gróðurhúsaeiganda í Hveragerði sem fimmtíu gróðurhúsalömpum hafði verið stolið frá. „Ef lamparnir eru auðkenndir með einhverjum hætti er þeim skilað til eigenda,“ segir Stefán. „Séu þeir nothæfir en ómerktir og ekki hægt að finna eigendur þeirra er þeim ráðstafað af Ríkiskaupum, eins og öðrum óskilamunum.“ - jss FJÖLDI LAMPA Benedikt H. Benediktsson lögreglufulltrúi með einn þeirra fjölmörgu lampa sem eru í geymslu hjá lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gróðurhúsalömpunum er ráðstafað eftir dóm í viðkomandi kannabismáli: Óskilalampar til Ríkiskaupa SVISS, AP Öreindahraðall kjarn- eindarannsóknarstöðvarinn- ar CERN í Sviss verður kominn á fullt skrið síðar í þess- um mánuði og búist er við mikilvægum vísindalegum nýjungum á árinu. „Við munum opna dyrnar að nýrri eðlisfræði í lok þessa árs,“ sagði Rolf Dieter-Heuer, fram- kvæmdastjóri CERN, þegar hann ræddi við fréttamenn í gær. Hraðallinn var fyrst settur af stað haustið 2008, en bilaði þá fljótlega. Vonast er til að hann gefi vís- indamönnum innsýn í fyrstu augnablik heimsins eftir Stóra hvell. - gb Öreindahraðallinn í Sviss: Kemst á skrið í þessum mánuði ROLF DIETER- HEUER JAFNRÉTTI Fimmtán hundruð konur deyja dag hvern vegna meðgöngu eða fæðingar, langflestar í Afríku sunnan Sahara. Á kvennaþingi Sameinuðu þjóðanna kom fram rík krafa um að þetta þyrfti að breytast. Eitt af átta þúsaldarmarkmið- um Sameinuðu þjóðanna snýr að því að draga úr mæðradauða og að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu voru flestir á því að nú þyrfti virkilega að gefa í ef ná ætti sett- um markmiðum fyrir árið 2015. „Stemningin hér er mjög mis- munandi eftir því hver talar, það er deilt um raunverulegan árangur í mál- efnum kvenna. Sumir v i lja meina að búið sé að ná heil- miklum árangri en aðrir ekki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guð- jónsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi, sem sat þing- ið. „Vinnu að friði, öryggi og sjálf- bærri þróun í heiminum er stefnt í voða ef ekki er sérstaklega unnið að því að frelsa konur og stúlkur undan misrétti og fátækt,“ sagði Ban Ki-Moon, aðalritari Samein- uðu þjóðanna, á þinginu. Á þessu ári eru fyrirhugaðar breytingar á skipulagi jafnréttis- mála innan SÞ. Nokkrar stofnanir sem nú sinna jafnréttismálum verða sameinað- ar til þess að styrkja framvindu og árangur í málaflokknum. - sbt Kvennaþing SÞ segir friði og öryggi stefnt í voða nema hagur kvenna batni: Draga verður úr mæðradauða STEINUNN GYÐU- OG GUÐJÓNSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.