Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2010, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 09.03.2010, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 9. mars 2010 11 Fjármálafræðsla fyrir þig. Hafðu samband Næstu námskeið Reykjavík — 10. mars Fjármál heimilanna. Reykjavík — 11. mars Lífeyrismál á mannamáli. Reykjavík — 17. mars Greiðslur úr lífeyrissjóðum. Hvað ber að hafa í huga? Akureyri — 18. mars Lífeyrismál á mannamáli. Kynntu þér röð námskeiða á arionbanki.is FJÁRmál Arion banka FJÁRmálum Komdu og njóttu góðra veitinga í bland við fróðleik sem kemur sér vel. Allir velkomnir - Skráðu þig á arionbanki.is. Ókeypis aðgangur. arionbanki.is Arion banka 444 7000 NÍGERÍA, AP Svo virðist sem árás á kristna menn í þremur þorpum í Jos-héraði í Nígeríu hafi verið hefndaraðgerðir vegna árásar á múslima í sama héraði fyrir nokkrum vikum. Árásarmenn vopnaðir sveðjum myrtu yfir tvö hundruð manns, þar af fjölmörg börn. Eitt fjög- urra daga gamalt barn var í hópi hinna látnu. Árásirnar á múslima fyrir tæpum tveimur mánuðum kost- uðu meira en 300 manns lífið. Héraðið Jos er miðsvæðis í Nígeríu þar sem fjöldi ólíkra þjóðernishópa býr. Átök milli kristinna og múslima þar hafa oft verið harðvítug. - gb Óeirðir í Nígeríu: Blóðug átök þjóðernishópa HEFNDARAÐGERÐ Fjöldi manns safnað- ist saman við lík hinna föllnu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest úrskurð héraðsdóms þess efnis að ekki skuli leggja réttar- farssekt á tvo fréttamenn Stöðv- ar 2 fyrir að flytja fréttir af því sem fram fór í lokuðum réttar- höldum. Fréttamennirnir, Andri Ólafs- son og Breki Logason, sögðu fréttir af mansalsmálinu svo- kallaða, en þau réttarhöld eru lokuð öðrum en málsaðilum og er lögum samkvæmt bannað að greina frá því sem þar fer fram. Dómurinn kemst að því að bannið nái aðeins til þeirra sem réttarhöldin sitja. Auk þess sé það ekki ríkissaksóknara að fara fram á réttarfarssektir. - sh Dómur Hæstaréttar: Fréttamenn ekki sektaðir VIÐSKIPTI Kaupsamningum á höfuðborgarsvæð- inu fjölgaði um nærri fimmtung, 18,5 prósent, milli janúar og febrúar, samkvæmt nýbirtum upplýsingum Fasteignaskrár Íslands. „Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fast- eignir við sýslumannsembættin á höfuðborgar- svæðinu í febrúar 2010 var 186. Heildarvelta nam 5,8 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 31,1 milljón króna,“ segir á vef Fasteignaskrár. Velta jókst um 27,5 prósent milli mánaða í febrúar á höfuðborgar- svæðinu. „Þegar febrúar 2010 er borinn saman við febrúar 2009 fjölgar kaupsamningum um 28,3 prósent og velta eykst um 33,9 prósent.“ Þá kemur fram að svonefndir makaskipta- samningar hafi verið 41 í febrúar 2010 eða tæpur fjórðungur af öllum samningum, heldur færri en í fyrri mánuði. Makaskiptasamningur er þegar hluti kaupverðs er greiddur með ann- arri fasteign. Á Akureyri var þinglýst 24 kaupsamningum í febrúar, samanborið við 12 í janúar. Í febrúar í fyrra var þar þinglýst 14 samningum, þannig að vísbending virðist um nokkra aukningu, þótt ekki séu margir samningar á bak við sveifluna. Í Árborg fækkar hins vegar samningum um helming, voru átta í febrúar, en sextán mánuði fyrr. Í febrúar í fyrra voru þeir ellefu. - óká Í REYKJAVÍK Svona hefur verið umhorfs í borginni síðustu daga þótt þíða hafi nú tekið við. Annað mál er hvort þíða sé á fasteignamarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nýjar tölur Fasteignaskrár ríkisins sýna aukna hreyfingu á fasteignamarkaði: Sala fasteigna eykst um nær fimmtung Ferðabann á skáldkonu Simin Bhbahani, 82 ára gamalli íranskri skáldkonu, hefur verið bann- að að fara til Frakklands þar sem átti að heiðra hana á kvennadeginum í gær fyrir að berjast fyrir jafnrétti kynjanna í Íran. ÍRAN DÓMSMÁL Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmark- vörður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir húsbrot og rán. Hann ruddist ásamt öðrum manni, Ólafi Darra Sturlusyni, inn á heimili manns í Reykjanes- bæ og beitti hann ofbeldi. Ólafur Darri fékk tólf mánaða dóm enda taldist hann hafa rofið skilorð. Mönnunum var gert að greiða fórnarlambinu 375 þúsund krón- ur í miskabætur auk málskostn- aðar. Húsbrot í Reykjanesbæ: Dæmdir fyrir húsbrot og rán Kosningalög sett Herforingjastjórnin í Búrma tilkynnti í gær að kosningalög hafi tekið gildi og verða þau birt í dag. Stjórnin hefur árum saman lofað að boða til kosn- inga, en jafnan dregið það. BÚRMA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.