Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2010, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 09.03.2010, Qupperneq 18
Eru sólgleraugun klár? Sólarvörnin og froska- lappirnar líka? Gott, því þín bíða fjórir suð- rænir og seiðandi áfangastaðir. Sól, strendur, menning, saga, tíska, sundlaugar, tapas, pasta, vatnsrennibrautir, meiri sól og enn fleiri strendur. Það er eiginlega sama hvort þú vilt afslöppun á sólarströnd með fjölskyldunni eða hámenningu fyrir lengra komna, þú finnur allt sem hugurinn girnist á suðurslóðum – og veðurspáin er fín. Ein með öllu. Fjölbreytt menning, einstakur arkitektúr, litríkt mannlíf og urmull af spennandi og framandi veitingahúsum þar sem matgæðingar hreinlega tapa sér í tapas. Það elska allir Barcelona – hún er bara þannig borg. Pastasósa er kannski það sem kemur fyrst upp í hugann þegar Bologna er nefnd á nafn, en borgin hefur nú upp á talsvert meira að bjóða. Fátt er ljúfara en að sitja á kaffi- húsi á fögru torgi í miðborginni og virða fyrir sér mann- lífið og fallegan arkitektúrinn. Þeir sem vilja vera meira á ferðinni eru ekki á flæðiskeri staddir, því stutt er til Toscana-héraðsins, Flórens er í u.þ.b. 1 klst. fjarlægð og sóldýrkendur geta skroppið austur til Rimini. Bergamo er yndisleg lítil borg við fjallsrætur Alpanna. Þar ríkir skemmtileg miðaldastemning og skartar borgin fjölda fagurra og fornra listmuna. Bergamo er aðeins steinsnar frá hátískuborginni Mílanó sem er auðvitað ein af mest spennandi borgum heims. Það er gaman á Alicante. Þar er eiginlega alltaf gott veður og afslappað strandlífið er svo sannarlega ljúft. Fjörugar fjölskyldur eru líka vel geymdar á Alicante, því afþreyingin er þar sérlega fjölbreytt. Strendur, sund, golf, skemmti- garðar, fjölskylduvæn veitingahús og hvaðeina. Fáðu hlýju í kroppinn Barcelona Bologna Bergamo Alicante Sól s Vindsængur og sólarvörn, sundboltar og sólbakaðir, rammvilltir túristar. Búðarráp, letilíf, lautarferðir, límonaði og huggulegheit alls staðar. Glás af píum í bleikum bikiníum og blautir drykkir með regnhlífum. Í sól og sumaryl, hjá mér situr hún elsku Diljá! Frí fyrir alla fjölskylduna www.icelandexpress.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.