Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2010, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 09.03.2010, Qupperneq 26
 9. MARS 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● krabbamein og heilsa Ragnheiður Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur tekur við embætti forstjóra Krabba- meinsfélags Íslands 16. mars. Áður skrapp hún í stutt frí og var í skíðabrekkum Austurríkis þegar í hana náðist. „Svo lengi sem krabbamein er vá- gestur hjá okkur hefur Krabba- meinsfélagið verk að vinna og ég hlakka til að leggja mitt af mörk- um,“ segir Ragnheiður. „Guðrún Agnarsdóttir, sem nú lætur af störfum, sagði mér að best væri að láta verkefnið ráða för. Í því er fólgin mikil viska. Góðu frétt- irnar eru að það svarar sannar- lega kostnaði að beita varnarráð- um gegn krabbameini. Því meira sem við vitum, getum og gerum, því meiri árangri náum við.“ Ragnheiður segist ung hafa hrif- ist af heilbrigðismálum og hafa unnið að þeim alla tíð, meðal ann- ars við sjúkrahjúkrun, kennslu, stjórnun og stjórnsýslu. Kveðst alltaf hafa verið ríkisstarfsmað- ur en lengi haft áhuga á framlagi frjálsra félagasamtaka til samfé- lagsins, sérstaklega til heilbrigð- ismála. Hún kemur til starfa hjá Krabbameinsfélaginu í miðjum átaksmánuði um karla og krabba- mein og er full áhuga á því verk- efni, sem og öðrum verðugum sem fram undan eru. „Í mínum huga eru forréttindi að sinna jafn mikil- vægum störfum á sviði heilbrigðis- þjónustu og Krabbameinsfélagið gerir. Það sem heillar mig mest er að félagið er fjöldahreyfing í þágu góðs málstaðar og að öflugir ein- staklingar um allt land eru reiðu- búnir að leggja verkefnunum lið, auk starfsmanna í höfuðstöðvun- um í Skógarhlíðinni.“ Mikilvægast núna telur Ragn- heiður að efla enn fræðslu um for- varnir og leit á vegum Krabba- meinsfélagsins og að benda á möguleikana sem felast í einfaldri sjálfsskoðun. „Árangur af með- ferð við ýmsum krabbameinum er góður á Íslandi en þó má alltaf gera betur,“ segir hún. „Eitt af því sem ég mun skoða sérstaklega er samfella í meðferð, frá greiningu til endurhæfingar og stuðnings að lokinni meðferð.“ Krabbameinsfélagið nýtur mik- ils trausts og Ragnheiður telur það vel í stakk búið að takast á við ný verkefni eins og að efla baráttu gegn ristilkrabbameini og húð- krabbameini. Fjármálin eru að sönnu erfið og því er þörf að velta við hverri krónu. „Í raun er stór- kostlegt hve margir eru tilbúnir að leggja félaginu lið,“ segir hún og telur almenning öflugasta vopnið í baráttunni gegn krabbameinum. Spurð að lokum hvort hún hafi reynslu af krabbameini, annað- hvort á eigin skinni eða einhverra nákominna, svarar Ragnheiður: „Eins og nær allir Íslendingar á ég bæði vini og vandamenn, fólk sem mér þykir afar vænt um, sem hefur fengið þennan sjúkdóm. Sú reynsla styrkir viljann til þess að vinna fyrir Krabbameinsfélag Íslands og gefur starfinu aukið gildi.“ - gun Hlakkar til að leggja sitt af mörkum í baráttunni „Ég er eindregið þeirrar skoðunar að samstarf þeirra sem vinna að baráttunni gegn krabbameini og tengdum málum eigi að vera öflugt,“ segir Ragnheiður sem sendi okkur þessa mynd af sér í skíðabrekkum austurrísku Alpanna. MYND/ÚR EINKASAFNI Gunnar Eyjólfsson hefur stundað Qi gong leikfimi áratugum saman og kennir nú á námskeiði tvisvar í viku hjá Krabbameinsfélagi Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hjá Krabbameinsfélagi Íslands er boðið upp á Qi-gong leikfimi tvisv- ar í viku. Leiðbeinandi á námskeið- inu er leikarinn Gunnar Eyjólfsson en hann kynntist Qi-gong þegar hann meiddist í baki árið 1942 og hefur stundað það síðan. Gunnar segir Qi-gong þríþætt, skipta megi því upp í hugleiðslu, heilsu og bar- daga. Megininntakið sé að losa sjálfan sig við spennu bæði and- lega og líkamlega og leyfa orkunni að flæða um líkamann. „Hugleiðslan snýst um að gera sig aðgengilegan í algerri kyrrð og ró og hleypa orkunni að,“ útskýr- ir Gunnar. „Bardaginn snýst ekki um að sigra aðra heldur að segja hingað og ekki lengra þegar sótt er að þér. Það þarf ekki að segja orkunni hvar þér líður illa, orkan veit það. Ef fólk er á lyfjum styrk- ist það jákvæða sem í lyfjunum er við Qi-gong. Þá vinna efni og vit- und saman svo flæðið verði jafnt um líkamann og engin fruma verð- ur útundan. Mér finnst virðingar- vert af Krabbameinsfélaginu að bjóða upp á þessa tíma og þeir hafa verið mjög vel sóttir. “ Námskeiðið hófst nú eftir ára- mótin og er leikfimin kennd tvisv- ar í viku, á mánudögum og mið- vikudögum klukkan hálf tólf í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8. - rat Qi-gong losar um spennu „Það skiptir mig öllu máli að geta stundað fjallaklifur. Ég held að ég sé hundleiðinlegur án þess,“ segir Ágúst Kristján Steinarsson, sem hyggst klífa sjö tinda svissnesku og ítölsku alpanna, þar á meðal Matterhorn og Eiger, í tíu daga ferð í sumar ásamt þremur fjallafélög- um sínum. Ágúst hefur verið með stóma í tvö ár og lítur á ferðina sem persónulega áskorun, sem einnig getur reynst öðrum hvatning. Ágúst greindist með krabba- mein í ristli fyrir tveimur árum, en þar áður hafði hann glímt við sáraristilbólgur í fimm ár. „Ég hef alltaf verið með fjallaþrá og byrj- aði að klífa fjöll um það leyti sem ég veiktist fyrst. Um árabil stund- aði ég klifur eins og ég gat með hliðsjón af veikindunum, en komst ekki hvert sem ég vildi og gat til að mynda alls ekki farið í svona ferð eins og ég stefni á í sumar. Þetta er auðvitað áskorun fyrir stómaþega, en ég er til í tuskið,“ segir Ágúst, sem leitar þessa dagana að fjár- hagslegum stuðningi við ferðina sem er nokkuð kostnaðarsöm. Ágúst hvetur einnig alla til að heita á sig í Mottumars-einstakl- ingskeppni Krabbameinsfélags- ins sem nú stendur yfir. „Ég er búinn að safna í flotta „maverick“- mottu,“ segir hann og hlær. „Ég ákvað að gera þetta almennilega, sérstaklega þar sem ég naut góðrar aðstoðar frá Krabbameinsfélaginu þegar ég var veikur,“ segir hann. - kg Fjallaklifrið skiptir öllu Ágúst lítur á fjallgönguferðina í sumar sem persónulega áskorun sem einnig gæti orðið öðrum hvatning. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● HVAÐ ER KRABBAMEIN? Einkenni krabbameins er að frumur í tilteknum vef eða líffæri hætta að skynja sig sem hluta af heildinni, en fara þess í stað að skipta sér óháð þörfum líkamans. Annað einkenni á krabbameinsfrumum er að þær geta rutt sér leið yfir í vefi sem liggja nálægt upprunastaðnum. Þannig geta þær komist inn í sogæðar og blóðæðar og borist til fjarlægra vefja og líffæra ein- staklingsins og einnig farið að valda skaða þar. Orsökina fyrir hinni afbrigðilegu hegðun krabbameinsfruma má rekja til truflana eða stökkbreytinga í erfðaefninu (DNA) sem er í stjórnstöð frumunnar, kjarnanum. Þekktir eru ýmsir þættir úr umhverfinu sem geta valdið þessum truflunum, þar á meðal eru tóbaksreykur, útfjólublá geislun og tilteknar örverur. ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.