Fréttablaðið - 09.03.2010, Side 29
krabbamein og heilsa ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2010 5
● LÆRÐU AÐ ÞEKKJA BRJÓST ÞÍN Konur ættu að skoða brjóst sín einu sinni
í mánuði og vera meðvitaðar um brjóstakrabbamein. Mörgum konum finnst þó erfitt
að átta sig á hvort eitthvað sé óeðlilegt, en brjóst geta verið þrymlótt og ójöfn án þess
að nokkuð sé að. Sniðugt getur verið að kortleggja brjóstin til að átta sig betur á hvað
er konunni eðlilegt og halda dagbók. Ákveðin svæði brjósta hafa sín einkenni sem gott
er að hafa til hliðsjónar. Til dæmis eru brjóstin oft hnútótt eða þrymlótt nálægt hol-
höndinni. Svæðið undir brjóstunum er oft eins og sandur eða smásteinar séu þar undir
og undir geirvörtunni getur svæðið verið kornótt. Mikilvægast er þó að hver kona læri
að þekkja sín brjóst því engin eru þau eins. Best er að þreifa brjóstin nokkrum dögum
eftir að blæðingum lýkur þegar þau eru ekki aum. Hnútar geta komið fram á vissum
tímum í tíðarhringnum og horfið svo aftur en hafa skal samband við lækni ef einhverj-
ar breytingar í brjóstinu hverfa ekki að heilum tíðarhring liðnum eða virðast ágerast.
Heimild: www.brjostakrabbamein.is
Sniðugt er fyrir konur að halda dagbók um brjóstin til að átta sig
strax á ef eitthvað breytist. NODICPHOTOS/GETTY
Krabbamein er önnur helsta
dánarorsök karla og kemur fast
á hæla hjarta- og æðasjúkdóma.
Á eftir fylgja slys og heilablóð-
fall. Flestir karla deyja úr lungna-
krabbameini en blöðruhálskirt-
ils- og ristilkrabbamein fylgja
þar á eftir, að því er fram kemur
á MayoClinic.com. Til að forðast
krabbamein ætti að hafa eftirfar-
andi atriði í huga:
● Ekki reykja eða nota tóbak.
● Forðastu óbeinar reykingar.
● Hreyfðu þig á hverjum degi.
● Haltu þér í kjörþyngd.
● Borðaðu mikið af ávöxtum og
grænmeti og forðastu fiturík-
an mat.
● Forðastu sólböð og notaðu sólar-
vörn á góðviðrisdögum.
● Drekktu áfengi í hófi.
● Farðu reglulega í krabbameins-
skoðun.
● Forðastu geislun og loftmeng-
un.
- ve
Varnir gegn
krabbameini
Mikilvægt er að halda sér í kjörþyngd,
forðast fituríkan mat og borða mikið af
ávöxtum og grænmeti.
● GENGIÐ TIL STYRKT-
AR GRUNNRANNSÓKN-
UM Styrktarfélagið Göngum
saman leggur áherslu á hreyf-
ingu, bæði til heilsueflingar og
sem tæki til að afla fjár til styrkt-
ar grunnrannsóknum á krabba-
meini í brjóstum. Hugmynda-
fræði Göngum saman byggir
á þremur hugtökum: grasrót,
hreyfingu og grunnrannsókn-
um, sem tengjast innbyrðis.
Öllum er velkomið að ganga í
félagið og er hægt að skrá sig á
heimasíðu þess www.gongum-
saman.is.
Hvað getur NutriLenk
gert fyrir þig?
Með árunum rýrnar brjóskvefurinn sem veldur því að
liðirnir slitna. Þetta er náttúrulegt ferli. Mjög margir
finna fyrir miklum óþægindum þegar beinin byrja að
núast saman, sérstaklega í stóru liðamótum eins og
í mjöðmum, hryggjar-og hnjáliðum. Þess vegna er allt
tilvinnandi að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt.
Náttúrulegt byggingarefni fyrir
liðbrjóskið og beinin
NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir
brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem
þjást af minnkuðu liðbrjóski. Unnið úr sérvöldum
fiskibeinum úr hafinu sem hefur sýnt fram á að vera
fyrsta flokks byggingarefni til að styðja við brjóskvefinn
og viðhalda honum.
Vara ársins!
NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgu fólki.
NutriLenk var valið heilsuvara ársins 2004 í Noregi.
NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög
gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun.
Prófið sjálf-upplifðu breytinguna!
Liður með slitnum
brjóskvef
Heilbrigður liður
NÁTTÚRULEGT
FYRIR LIÐINA
„Ég hef verið nokkuð slæm í hnjánum
síðastliðin ár, en einnig hefur hægri
öxlin verið að fara með mig og var
það orðið þannig að ég gat ekki lyft
hendinni hærra en í axlarhæð og
fylgdi þessu mikill sársauki
Ég hætti að vinna fyrir tæpum
tveimur árum og ákvað því að byrja
að stunda líkamsrækt sem ég hef
stundað samviskusamlega, en hægri
öxlin skánaði lítið. Í ágúst 2009 ákvað
ég að prófa NutriLenk töflurnar, þar
sem ég hef heyrt marga hrósa því.
Fann fljótlega mikinn mun
Innan tveggja vikna var ég farin að
finna mikinn mun, en höndin fór að
virka mun betur og nokkrum vikum
síðar var ég farin að geta lyft hendinni
upp yfir höfuðið. Ég bý á þriðju hæð,
en þar sem að hnén voru orðin illa
farin var ég hætt að geta gengið upp
stigana og tók því lyftuna. Eftir að ég
fór að taka inn NutriLenk finn ég ekki
lengur fyrir í hnjánum og geng
sársaukalaust upp í íbúðina mína
Ótrúlegt en satt
Skemmtilegt er að segja frá því að fyrir
síðustu jól hreingerði ég eldhússkáp-
ana og það með hægri hendinni, sem
ég var hreinlega búin að telja af, ef svo
má segja. NutriLenk er meiriháttar efni
sem ég hvet allt fólk sem þjáist af sliti í
liðum til að prófa. Ég þarf svo sannar-
lega ekki að sjá eftir því“ segir Sigríður
kát í bragði.
Gat illa hreyft
hægri höndina
Sigríður Friðþjófsdóttir, sem unnið hefur við hárgreiðslu
síðastliðin 50 árin, hefur kynnst álaginu sem fylgir
starfsgreininni m.a. í fótleggjum og axlarliðum.
NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum,
Fræinu Fjarðarkaupum, stærri Hagkaupsverslunum,
Þín verslun Seljabraut og Vöruvali Vestmanneyjum
NUTRILENK
NÁTTÚRLEGT BYGGINGAREFNI FYRIR BRJÓSKVEFINN
Nýtt og
endurbætt
NutriLenk
Búið er að bæta út
í formúluna
D-, C vítamíni, kalk
i og mangan
til þess að styrkja b
einin og
vefi líkamans.