Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2010, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 09.03.2010, Qupperneq 30
 9. MARS 2010 ÞRIÐJUDAGUR Stuðningsfélagið Kraftur var stofnað 1. október 1999. Að sögn Huldu Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra Krafts, var ákveðið að halda upp á tíu ára afmæli fé- lagsins með veglegri dagskrá sem hófst á sjálfan af- mælisdaginn á síðasta ári og stendur fram í október á þessu ári. „Við fórum í sólargöngu á sjálfan afmælisdaginn til að vekja athygli á krabbameini og fá fólk til að ganga sólarmegin í lífinu,“ rifjar Hulda upp og bætir við að félagið hafi einnig staðið fyrir málþingi á afmælinu þar sem einstaklingar sem hafa greinst með krabba- mein og starfsmenn innan heilbrigðisstéttarinnar fjölluðu um krabbamein frá ýmsum hliðum. „Eitt um- fjöllunarefnið var til dæmis þetta nýja líf sem skap- ast við greiningu krabbameins, óháð því hvernig hver og einn tekur á því.“ Hulda segir félagið vera með öflugt stuðningsnet. „Við viljum nýta okkur þá breytingu sem verður á lífi okkar og þá reynslu sem við höfum fengið í baráttunni við krabbamein til að aðstoða aðra,“ bendir hún á, en auk uppákoma og stuðnings við krabbameinsgreinda hefur félagið staðið fyrir forvörn og fræðslu með mat- reiðslunámskeiðum. Síðast gaf félagið út Dagbók rokk- stjörnu – þrjú mögnuð ár í lífi fallins flugstjóra sem fjallar um glímu Atla Thoroddsen við krabbamein. Fleira stendur svo til á afmælisárinu. „Við ætlum meðal annars að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, gefa út kynningarbækling fyrir aðstandendur krabba- meinsgreindra, heimsækja framhaldsskóla, standa fyrir ungliðaferð í Bergheima og stofna verkefnasjóð fyrir ungt fólk í meðferð, sem það getur sótt í til að hrinda í framkvæmd hugmyndum meðan á meðferð stendur og þannig látið gott af sér leiða.“ - rve Horfum til reynslunnar Hulda segir mikla breytingu hafa orðið á viðhorfi til krabba- meins síðustu ár. Ekki sé lengur feimnismál að ræða um sjúkdóminn eða litið á hann sem dauðadóm. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ragnar Davíðsson fann fyrir hæsi sumarið 1994 sem kom sér illa þar sem hann var með hlutverk í uppfærslu Þjóð- leikhússins á óperunni Valdi Örlaganna eftir Verdi. Tveimur árum síðar kom í ljós að hæsin stafaði af æxli sem var vaxið í gegnum barkakýlið og batt þar með enda á söngferil hans. „Þetta var svolítið kaldhæðnis- legt því óperuverkið sem ég söng í þegar ég fann fyrir fyrstu ein- kennunum fjallaði um hve lífið virðist oft ósanngjarnt. Á þessum tíma var ég á seinni hluta náms míns í óperusöng og ég hafði notið þeirrar gæfu að fá ýmis tækifæri, bæði hjá Íslensku óperunni og sem einsöngvari við ýmsar athafnir og framtíðin lofaði góðu þannig að þetta var mikið högg,“ segir Ragnar. Næstu tvö árin ágerðist hæsin án þess að nokkur gerði sér grein fyrir af hverju hún stafaði. Þegar það loks uppgötvaðist var æxlið orðið fimm sentímetrar á lengd og rúmlega tveggja sentímetra þykkt. Skyldi engan undra að Ragnar hafi verið aumur í hálsin- um allan þennan tíma. „Mér var tjáð að geislameðferð myndi að öllum líkindum lækna mig en slík væri raunin í áttatíu prósent til- fella. Í kjölfarið gekkst ég undir geislameðferð á hálsi og svæðinu í kringum barkakýlið. Í fyrstu fann ég ekkert fyrir meðferðinni en smám saman brenndu geislarnir slímhúðina þannig að ég gat varla kyngt neinu fyrir sársauka. Auk þess höfðu geislarnir slæm áhrif á skjaldkirtilinn og taugakerfið, enda léttist ég á þessu tímabili um sautján kíló,“ segir Ragnar og bætir við að líkamlegi sársaukinn hafi þó ekki verið neitt á við sjokk- ið að vera tilkynnt að fjarlægja þyrfti raddböndin og barkakýlið. „Í ljós kom að mistök höfðu verið gerð í upphafi sjúkdóms- greiningar, eitthvað sem hefði skipt sköpum að vita í upphafi, með þessum afleiðingum. Þar sem langt var liðið á meðferðina voru aðrir kostir ekki í boði úr því sem komið var. Þetta var einn erfiðasti hlutinn við það að greinast með krabbamein enda rothögg á allar mínar fyrirætlanir og framtíðar- sýn. Í kjölfarið tók svo við löng að- lögun að breyttu lífsmynstri og ég gekk í gegnum litróf tilfinninga, vonleysis og vantrúar, auk þess sem ég þurfti að læra að tala upp á nýtt.“ Ragnar ákvað að halda áfram í námi en þurfti að söðla um vegna breyttra aðstæðna og fór í háskóla- nám í viðskiptum og rekstri. Í dag er Ragnar ráðgjafi hjá útboðsdeild Ríkiskaupa. Í mótlætinu segist Ragnar hafa lært það að þegar dyr lokast opn- ast gluggi og einnig hve mikil- vægt það er að eiga góða að sem og vonina. „Í mínu tilfelli voru það konan mín og börnin sem stóðu með mér í gegnum allt saman og einnig var hjálplegt að ræða við þá sem gengið höfðu í gegnum svip- aða reynslu. Eftir að ég greindist með krabbamein tók ég þá ákvörð- un að lifa með því, sætta mig við orðinn hlut og halda áfram. Þessi reynsla kenndi mér að við sjálf verðum að taka ábyrgð á lífi okkar, þekkja einkennin og hlusta á líkamann. Krabbameinsfélag Ís- lands á hrós skilið fyrir áratuga starf að forvörnum, sem við verð- um að nýta okkur og það er sér- staklega ánægjulegt að nú skuli áherslan loksins vera á karlmenn og krabbamein. Einhverra hluta vegna eru krabbamein hjá körlum oft lengra gengin við greiningu og hvet ég alla og karlmenn sérstak- lega til að kynna sér þessi mál,“ segir Ragnar. - jma Þurfti að hætta að syngja Ragnar Davíðsson þurfti að söðla um í starfi þegar hann greindist með krabbamein í raddböndum. Áður hafði hann verið óperusöngvari en hann lærði viðskiptafræði í kjölfar veikindanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ıwww.itr.is sími 411 5000 Góð hreyfing er lykillinn að góðri heilsu Kynntu þér forvarnir gegn krabbam eini á karlmennogkrabbamein.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.