Fréttablaðið - 09.03.2010, Page 32

Fréttablaðið - 09.03.2010, Page 32
 9. MARS 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● krabbamein og heilsa Ljósið hefur að markmiði að styrkja andlegan og líkamlegan þrótt þeirra sem greinst hafa með krabbamein. ● EINKENNI EISTNA- KRABBAMEINS Algengasta einkenni eistnakrabbameins er fyrirferð í eista og helmingur karla með þennan sjúkdóm finnur einnig fyrir verk í eist- anu. Einkennin eru oft lúmsk og margir draga lengi að leita læknis. Eistnakrabbamein er tiltölu- lega sjaldgæft mein og það greinast innan við tíu tilfelli á ári á Íslandi. Aðrir sjúkdómar, og þá sérstaklega vatnshaull (sem er góðkynja vökvasöfnun umhverfis sjálft eistað), eru mun algengari ástæða fyrirferðar í eista og er auðvelt að greina. Þó er um að gera að láta lækni skoða sig ef annað eistað stækkar og fá á hreint hvað það er sem veldur stækkun- inni. Í flestum tilvikum er ekki um krabbamein að ræða en mikilvægt er að fá það staðfest af lækni, til dæmis þvagfæra- skurðlækni. Ljósið er endurhæfingar- og stuðn- ingsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og eða blóð- sjúkdóma og aðstandendur þess. Markmið Ljóssins er að efla lífs- gæðin með því að styrkja andleg- an, félagslegan og líkamlegan þrótt og draga þannig úr hliðarverkun- um sem sjúkdómurinn getur haft í för með sér. Starfsemi Ljóssins er rekin alla virka daga frá klukkan 8.30 til 16, auk þess sem sérskipu- lögð námskeið eru á kvöldin og laugardögum. Meðal nýjunga má nefna heilsurækt og ráðgjöf hjá sjúkraþjálfara. Ljósið er að Lang- holtsvegi 43 (gamla Landsbanka- húsinu). Yfirumsjón með starf- inu hefur Erna Magnúsdóttir iðju- þjálfi. Nánar á www.ljosid.is. Öflugt endur- hæfingarstarf NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll EX PO · w w w .e xp o .is www.flugrutan.is Alltaf laus sæti Bókaðu núna á www.re.is Bókaðu núna í síma 580 5450 BSÍ - Umferðarmiðstöðin / 101 Reykjavík / 580 5400 / main@re.is / www.re.is ● HÁRFRUMUR VERÐA FYRIR ÁRÁS LYFJANNA Krabbameins- lyf ráðast á frumur í skiptingu og drepa þær og þess vegna verka þau á krabba- meinsfrumur. Lyfin greina hins vegar ekki á milli krabbameinsfrumna og eðli- legra frumna og ráðast því einnig á heilbrigðar frumur líkamans. Hárfrumur eru meðal þeirra frumna sem skipta sér hratt og verða því fyrir barðinu á krabba- meinslyfjum. Þess vegna missa margir hárið sem ganga í gegnum lyfjameðferð. Dæmi eru þess að hárið breytist við meðferðina og vaxi krullað þar sem áður var slétt hár og jafnvel í öðrum lit. Einnig skipta frumur í meltingarveginum sér hratt og því fylgir mikil ógleði jafnan lyfjameðferðinni. Þó er hægt að fyrirbyggja hana með ógleðimeðferð. Frumur í beinmerg verða einnig fyrir árás lyfjanna en þar eru framleidd hvít blóðkorn sem verja líkamann fyrir sýkingum. Því þarf að fylgjast sérstaklega með sjúklingum í krabbameinsmeðferð gagnvart sýkingum. Heimild: Grein eftir Sigurð Böðvarsson á www.doktor.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.