Fréttablaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 32
 9. MARS 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● krabbamein og heilsa Ljósið hefur að markmiði að styrkja andlegan og líkamlegan þrótt þeirra sem greinst hafa með krabbamein. ● EINKENNI EISTNA- KRABBAMEINS Algengasta einkenni eistnakrabbameins er fyrirferð í eista og helmingur karla með þennan sjúkdóm finnur einnig fyrir verk í eist- anu. Einkennin eru oft lúmsk og margir draga lengi að leita læknis. Eistnakrabbamein er tiltölu- lega sjaldgæft mein og það greinast innan við tíu tilfelli á ári á Íslandi. Aðrir sjúkdómar, og þá sérstaklega vatnshaull (sem er góðkynja vökvasöfnun umhverfis sjálft eistað), eru mun algengari ástæða fyrirferðar í eista og er auðvelt að greina. Þó er um að gera að láta lækni skoða sig ef annað eistað stækkar og fá á hreint hvað það er sem veldur stækkun- inni. Í flestum tilvikum er ekki um krabbamein að ræða en mikilvægt er að fá það staðfest af lækni, til dæmis þvagfæra- skurðlækni. Ljósið er endurhæfingar- og stuðn- ingsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og eða blóð- sjúkdóma og aðstandendur þess. Markmið Ljóssins er að efla lífs- gæðin með því að styrkja andleg- an, félagslegan og líkamlegan þrótt og draga þannig úr hliðarverkun- um sem sjúkdómurinn getur haft í för með sér. Starfsemi Ljóssins er rekin alla virka daga frá klukkan 8.30 til 16, auk þess sem sérskipu- lögð námskeið eru á kvöldin og laugardögum. Meðal nýjunga má nefna heilsurækt og ráðgjöf hjá sjúkraþjálfara. Ljósið er að Lang- holtsvegi 43 (gamla Landsbanka- húsinu). Yfirumsjón með starf- inu hefur Erna Magnúsdóttir iðju- þjálfi. Nánar á www.ljosid.is. Öflugt endur- hæfingarstarf NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll EX PO · w w w .e xp o .is www.flugrutan.is Alltaf laus sæti Bókaðu núna á www.re.is Bókaðu núna í síma 580 5450 BSÍ - Umferðarmiðstöðin / 101 Reykjavík / 580 5400 / main@re.is / www.re.is ● HÁRFRUMUR VERÐA FYRIR ÁRÁS LYFJANNA Krabbameins- lyf ráðast á frumur í skiptingu og drepa þær og þess vegna verka þau á krabba- meinsfrumur. Lyfin greina hins vegar ekki á milli krabbameinsfrumna og eðli- legra frumna og ráðast því einnig á heilbrigðar frumur líkamans. Hárfrumur eru meðal þeirra frumna sem skipta sér hratt og verða því fyrir barðinu á krabba- meinslyfjum. Þess vegna missa margir hárið sem ganga í gegnum lyfjameðferð. Dæmi eru þess að hárið breytist við meðferðina og vaxi krullað þar sem áður var slétt hár og jafnvel í öðrum lit. Einnig skipta frumur í meltingarveginum sér hratt og því fylgir mikil ógleði jafnan lyfjameðferðinni. Þó er hægt að fyrirbyggja hana með ógleðimeðferð. Frumur í beinmerg verða einnig fyrir árás lyfjanna en þar eru framleidd hvít blóðkorn sem verja líkamann fyrir sýkingum. Því þarf að fylgjast sérstaklega með sjúklingum í krabbameinsmeðferð gagnvart sýkingum. Heimild: Grein eftir Sigurð Böðvarsson á www.doktor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.