Fréttablaðið - 09.03.2010, Page 47

Fréttablaðið - 09.03.2010, Page 47
ÞRIÐJUDAGUR 9. mars 2010 31 Auður Ava Ólafs-dóttir hefur sent frá sér ljóðabók, Sálm- urinn um glimmer, hjá forlagi Sölku. Er þetta fyrsta ljóðabók Auðar en hún hefur áður samið og gefið út þrjár skáldsögur. Síðasta skáldsaga hennar, Afleggjarinn, fékk Menningarverðlaun DV 2008 og Fjöruverðlaunin 2008 og var tilnefnd til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs ári seinna. Sálmurinn um glimmer er 57 síður að lengd og hefur að geyma bálk ónafn- greindra ljóða í frjálsu formi. Skáldsagan Gerpla er komin út í kilju í ritröðinni Íslensk klassík á vegum Forlagsins. Er í þess- ari kiljuútgáfu, sem er tíunda útgáfa sögunnar, ráðist í að fylgja hefð- bundinni stafsetningu þótt ekki sé breytt því fornlega málfari sem höf- undurinn tileinkaði sér við ritsmíðina. Gerpla kom fyrst út í kilju 1956 og þá með skýringum og var það ein fyrsta tilraunin til að gefa bók út fyrir fjölda- markað hér á landi. Bókina prýðir forsíðumynd eftir Halldór Pétursson en hún er 333 síður í kiljubroti. NÝJAR BÆKUR Helgi Tómasson komst í fréttir vestanhafs í liðinni viku þegar tilkynnt var að höfuðstöðvar San Francisco-ballettsins sem hann hefur stýrt í aldarfjórðung væru nefndar upp á nýtt. Þær bera héðan í frá nafn Cris Hellman, en hún hefur um langt árabil verið dyggur stuðningsmað- ur dansflokksins, setið þar í stjórn og ber, með þekkingu sinni, fjár- styrk og metnaði fyrir hönd flokksins, stóra ábyrgð á að flokk- urinn er nú um stundir talinn besti listdans- flokkur heims, segir í frétt San Francisco Chronicle í liðinni viku. Helgi segir í viðtali að framlag Cris og eiginmanns hennar, auð- kýfingsins Warren Hellman, hafi í 25 ár, gert sér kleift að gera San Francisco að besta dansflokki heims. Færir hann Cris miklar þakkir fyrir stuðninginn, bæði við flokkinn og sig persónulega. San Francisco-ballettinn er einn elsti starfandi dansflokkur heims og hefur starfað óslitið í 77 ár. - - pbb Frá San Francisco LISTDANS Helgi Tóm- asson, einn virtasti listdansstjóri heims. Írar standa frammi fyrir mikl- um niðurskurði á ríkisfjármálum vegna efnahagsþrenginga. Í til- lögum stjórnvalda er rík áhersla lögð á hlut menningar í því endur- reisnarstarfi sem fram undan er. Gagnrýnendur hafa mætt þeim tillögum með tortryggni og benda á að stjórnvöld verði að endur- skipuleggja styrkjakerfi ríkis og sveitarfélaga. Fjárveitingar deil- ist milli ráðuneyta og stofnana og kjósi menn að treysta á virkan þátt menningarlífs á Írlandi til endur- byggingar verði að taka kerfið upp og skipuleggja það að nýju. Framlög á Írlandi til menningar- mála af öllu tagi nema nú um 200 milljónum evra eða nærri 35 milljörðum. Vísa gagnrýnend- ur til aðgerða Skota og Breta en þar er verið að endurskipuleggja allt styrkjakerfi hins opinbera til menningar. Þar eru opinberir aðilar með það í huga að keppa betur um athygli listunnenda og almennings heima fyrir og erlendra gesta. Gráinne Millar sem starfar við menningarsjóðinn Temple Bar Cultural Trust hefur lagt fram til- lögur um hvernig beri að einfalda styrkjakerfið með það að mark- miði að fjármunir nýtist betur á skýrt afmörkuðum sviðum. Fjár- veitingar til menningarmála hér á landi eru fyrst í höndum þings og sveitarstjórna, síðan minnst fjög- urra ráðuneyta fyrir utan margvís- lega sjóði sem lúta flestir sjálfstæð- um stjórnum. pbb@frettabladid.is Kreppa heimtar nýtt skipulag MENNING Írska rokkið er ein helsta menningarafurð frænda okkar á Írlandi. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 09. mars 2010 ➜ Tónleikar 21.00 Trúbadorarnir og söngvaskáldin Uni og Jón Tryggvi verða með tónleika á Rosenberg við Klapparstíg. ➜ Sýningar Á skörinni hjá Handverki og Hönnun við Aðalstræti 10, hefur verið opnuð sýning á bókbandshandverki Ragnars G. Einarssonar. Opið alla virka daga kl. 9-18 og um helgar kl. 12-17. ➜ Námskeið 20.15 Hjá Endurmenntun HÍ hefst námskeiðið „Dauðasyndirnar sjö“. Námskeiðið er öllum opið og fer fram að Dunhaga 7. Skráning og frekari upp- lýsingar á www.endurmenntun.is. ➜ Kvikmyndir 20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir mynd Aki Karismaki „Ský á reki” (Kauas pilvet karkaavat) frá árinu 1996. Sýningin fer fram í Bæjarbíói við Strand- götu í Hafnarfirði. Enskur texti. Nánari upplýsingar á www.kvikmyndasafn.is. ➜ Leiðsögn 12.05 Guðrún Guðmundsdóttir verð- ur með leiðsögn um sýningu sína „Ævispor“ í Bogasal Þjóðminjasafns- ins við Suðurgötu. Þar sýnir Guðrún útsaumsverk sem hafa sterka skírskot- un í listrænan arf og þjóðlegar hefðir Íslendinga. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Ginta Leimane flytur erindi um ólöglega innflytjendur í Eystrasaltsríkjun- um eftir inngöngu í Evrópusambandið. Fyrirlesturinn fer fram hjá Háskólanum á Akureyri, Sólborg v/ Norðurslóð (L 201). 20.00 Mannfræðifélag Íslands stend- ur fyrir fyrirlestri í húsnæði Reykjavíkur- Akademíunnar í JL-húsinu við Hring- braut 121. Þar mun Hulda Proppé flytja erindi um hvort hræðsla móti þekkingarsköpun. Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. EURO handklæðaofnar 40x70cm Beinn Hvítur 6.900,- 50x80cm Beinn Hvítur 7.900,- 50x120cm Beinn Hvítur 10.900,- 60x140cm Beinn Hvítur 12.900,- 40x70cm Beinn Króm 12.900,- 50x800cm Beinn Króm 13.900,- 50x120cm Beinn Króm 17.900,- 60x140cm Beinn Króm 19.900,- 50x80cm Oval Hvítur 8.900,- 50x120cm Oval Hvítur 11.900,- 60x140cm Oval Hvítur 13.900,- 50x80cm Oval Króm 14.900,- 50x120cm Oval Króm 18.900,- 60x140cm Oval Króm 19.900,- EURO handklæðaofn 50x80 cm 14.900 NAPOLI hitastýrt sturtusett 29.900 Brúsa, barki, stöng og festing 3.900 NAPOLI hitastýrð blöndunartæki fyrir sturtu 12.945 NAPOLI hitastýrð blöndunartæki f. baðkar 13.995 Stálvaskur ø 38 cm 5.990 Stálvaskur 40x50 cm 5.990 Foster Stálvaskur 79x50 cm 22.900 Handlaug100x45 cm 19.900 LAILA handlaug 55 cm 5.490 Handlaug 60x51 cm 9.900 VITRA S50 handlaug 60 cm 10.900 VEMAR blöndunartæki 4.890 VEMAR blöndunartæki há, í borð 11.900 VEMAR eldhús blöndunartæki 6.990 VEMAR eldhúskrani 4.890 FLORENCE stálvaskur 0,8mm 78x47 cm 16.900

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.