Fréttablaðið - 22.03.2010, Síða 18
Inga Elín hefur unnið sér ýmis-
legt til frægðar. Hún hefur
unnið sem keramiker og gler-
listamaður í tuttugu ár og
hannaði meðal annars Ístón-
inn, verðlaunagrip íslensku tón-
listarverðlaunanna. Svo muna
eflaust margir eftir því þegar
Elton John keypti af henni
skúlptúr og skál.
Nú hefur hún hannað
bráðskemmtilega ljósa-
krónu úr postulíni í sam-
starfi við Lumex. „Mér
finnst postulín svo skemmti-
legt því það er næstum gegn-
sætt ef maður hefur það
þunnt,“ segir Inga Elín en
ljósið Ljóri er nokkurs konar
sjálfstætt framhald af kerta-
stjökum hennar sem hún
kallar skeljar. „Ég fékk fag-
menn í Lúmex til liðs við mig við
þetta verkefni því ég hef ekkert
vit á rafmagni,“ segir hún og hlær.
Henni fannst samstarfið ganga vel
og skemmtilegt að blanda saman
hönnun og vísindum.
Inga Elín sækir oft hugmyndir
sínar í gamla íslenska muni.
Þannig er nafnið Ljóri einnig
fengið úr fortíðinni en það var
notað yfir glugga á baðstofum
til forna. Ljóri merkir einnig
fyrstu skímu komandi dags.
Ljósið var frumsýnt á Hönn-
unarMars um helgina en verður
áfram til sýnis bæði í Fógetastof-
unni í Aðalstræti 10 og í Lumex í
Skipholti. solveig@frettabladid.is
Fyrsta skíma
komandi dags
Inga Elín Kristinsdóttir hefur hannað falleg keramikljós í samstarfi
við Lumex en þau voru frumsýnd á HönnunarMars. Ljóri kallast
ljósin sem öll eru handgerð úr þunnu postulíni.
Skeljar kallast þessir kertastjakar en þaðan fékk Inga Elín hugmyndina að Ljóra.
Ljós Ingu Elínar er bæði hægt að fá stök og mörg saman. Þau verða til sýnis í Lumex
og í Kraum í Aðalstræti. FRÉTTABLAIÐ/GVA
Inga vinnur mikið með postulín.
REGNFÖT sem farið hafa í sundur í límingunni má laga á auð-
veldan hátt. Leggja skal sárið saman og setja álpappír beggja
megin við það og strauja rólega yfir með straujárni.
Hjá Leiðbeiningastöð heimilanna er veitt
ráðgjöf um flest það sem lýtur að
heimilishaldi, allt frá matreiðslu og
bakstri til þrifa og meðferðar matvæla.
www.leidbeiningastod.is
Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17
Ókeypis námskeið og ráðgjöf
Mánudagur 22. mars
Miðvikudagur 24. mars
Fimmtudagur 25. mars
Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson kennir fólki að afla, varð-
veita og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00.
Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 13.00 -14.00.
Íslenskuhópur - Hefur þú lært íslensku en þarft að æfa
þig í að tala? Tími: 13.00 -14.00.
Hvernig stöndumst við álag - Hvað fær okkur til að
pirrast og reiðast yfir smámunum? Tími: 14.00 -15.30.
Vinnum saman - Ný viðhorf (Býflugurnar) - Vertu
með í skapandi hópi atvinnuleitenda. Tími: 14.00-16.00
Skiptifatamarkaður - Barnaföt - Tími: 16.00 -18.00.
Fluguhnýtingahópur - Komdu með fluguhnýtinga-
stand ef þú getur. Tími: 12:00 -13.30.
Föndur, skrapp myndaalbúm og kort - Gott er að
hafa skæri meðferðis. Tími: 12:00 -14.00.
Saumasmiðjan - Breytt og bætt. Tími: 13.00-15.00.
Þýskuhópur - Í þessarri viku ræðum við á þýsku um
hefðir. Tími: 14.00-14.45.
Spænskuhópur - Við æfum okkur í að tala saman á
spænsku um fjölskyldur. Tími: 15:00 -15.45.
Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00.
Skip án skipstjóra - Einstaklingur án markmiða er
eins og skip án skipstjóra. Tími: 12.30-13.30.
Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 12.30 -13.30.
Bingó - Veglegir vinningar, vöfflur með rjóma og heitt
á könnunni. Tími: 14.00 -15.00.
Hláturjóga - Viltu losa um spennu? Tími: 15.30-16.30.
Föstudagur 26. mars
Allir velkomnir!
Tölvuaðstoð - Persónuleg aðstoð. Komdu með fartölvu
ef þú getur. Tími: 13.30-15.30.
Áhugasviðsgreining - Könnun og fagleg ráðgjöf.
Skráning nauðsynleg. Tími: 14.00 -16.00.
Ráðgjöf fyrir innflytjendur - Sérsniðin lögfræðiráð-
gjöf og stuðningur við innflytjendur. Tími: 14.00 -16.00.
Briddsklúbbur - Hefur þú gaman af bridds? Langar
þig að læra bridds? Tími: 14.00-16.00.
Næringarlæsi og fæðuval - Fyrirlestur sniðinn að
því að hjálpa fólki að velja hollt fæði, allt frá uppskrifta-
bókinni að búðarkassanum. Tími: 14.30 -15.30.
Þriðjudagur 23. mars
Rauðakrosshúsið
Líðan atvinnuleitenda - Umræður og vinnuhópar
Félagsvinir atvinnuleitenda stjórna. Tími: 12.30-14.00.
Fáðu félagsskap og stuðning
Samskipti við börn á erfiðum tímum - Dr. Sigrún
Júlíusdóttir félagsráðgjafi fjallar um hvað skiptir mestu
máli fyrir börn í kreppu. Tími: 12.30-13.30.
Prjónahópur - Komdu og prjónaðu. Tími: 13.00 -15.00.
Enskuhópur - Æfðu þig í að tala ensku. Tími: 14.00 -15.00.
EFT og djúpslökun - Viðar Aðalsteinsson EFT sérfræð-
ingur kennir okkur að innleiða EFT tæknina (Emotional
Freedom Techniques) í daglegt líf okkar og umbreyta
heftandi viðhorfum. Tími: 15.00 -17.00.
Skákklúbbur - Komdu og tefldu. Tími: 15.30 -17.00.