Fréttablaðið - 22.03.2010, Side 20

Fréttablaðið - 22.03.2010, Side 20
 22. MARS 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Sjálfboðaliðar á vegum Ver- aldarvina gerðu upp nokkur niðurnídd hús við Hverfisgötu á síðasta ári og endurtaka nú leikinn. „Við tókum á leigu hús 59 og 61 og ætlum að reka þar litla menn- ingarmiðstöð helgaða fjölmenn- ingu og náttúruvernd,“ segir Þór- arinn Ívarsson, formaður Ver- aldarvina, félagasamtaka sem hafa umhverfismál meðal ann- ars í öndvegi. „Í húsi 61 var mót- orhjólaklúbburinn Fáfnir áður til húsa þannig að óhætt er að segja að starfsemin verði með töluvert breyttu sniði.“ Framkvæmdir eru þegar hafn- ar þar sem fyrsti hópur sjálf- boðaliða tók til starfa í marsbyrj- un. „Samtals verða þetta átján hópar og samanstendur hver af tólf manns,“ segir Þórarinn. Hann bætir við að útlending- ar séu í meiri- hluta sjálfboða- liða en nokkrir þeirra íslensku séu þátttak- endur í átaks- verkefninu Ungt fólk til athafna sem Vinnumálastofnun stend- ur fyrir. „Við erum að fá hingað um 1.400 manns frá öllum heims- hornum, flesta frá Evrópu. Þetta er fjölgun frá því í fyrra þegar 1.000 manns komu, en ástæðan fyrir henni eru góðir dómar sem við fáum hjá samstarfsaðilum úti í heimi,“ segir Þórarinn. „Æv- intýramennskan dregur marga hingað en hagstætt gengi og falleg náttúra heilla líka.“ Þórarinn segir vel tekið á móti sjálfboðaliðunum. „Þeim er séð fyrir gistingu, bæði í bænum og úti á landi þar sem við erum með önnur verkefni í gangi og sveitar- félögin greiða niður fæðiskostn- að fyrir fólkið. Reykjavíkurborg hefur hins vegar ekki viljað borga mat fyrir það,“ bendir hann á en segist þakklátur fyrir málningu sem borgin styrkti verkefnið um síðast. Sjálfboðaliðarnir verða að störfum fram í október á þessu ári, hver hópur í tvær vikur í senn. Auk þess að standsetja húsin tvö ætla þeir að að bæta frekar ímynd svæðisins með því að taka fyrir alla Hverfisgötuna, þvergöt- ur sem liggja upp að Laugavegi og sinna léttum viðhaldsverkefnum fyrir nágrannana. „Við buðum þá þjónustu í fyrra og var vel tekið og ætlum því að gera þetta aftur í ár.“ - rve Fjölmenning í Fáfnishúsi Antonio Perez, 29 ára, er fæddur og uppalinn í Madríd á Spáni. Hann kom hingað fyrir fjórum árum til að starfa með Veraldarvinum og líkaði svo vel að hann settist að á Íslandi. „Ég er mjög stoltur af því að starfa með Veraldarvinum og sér í lagi að taka þátt í því að standsetja þessi gömlu hús og bæta ímynd götunnar. Ég vona að þetta verði fleirum hvatning til góðra verka.“ Matthew Hilton, 23 ára, er kominn hingað til lands frá Mississippi í Bandaríkjunum til að starfa með Veraldarvinum. „Ég er alveg heillaður af náttúrunni. Ég var búinn að heyra vel látið af henni en hún er engu lík og veðráttan skemmtilega síbreytileg,“ segir Matthew, sem býr með 25 sjálf- boðaliðum og nýtur samvistanna. „Það er gaman að kynnast fólki frá þessum ólíku löndum.“ Kana Habino, 21, frá Tókýó í Japan ætlar sér að starfa við vistvæna ferðaþjónustu í framtíðinni og telur starfið með Verald- arvinum ágætan undirbúning fyrir það. „Ég ætla að vinna á alþjóðlegum mark- aði þannig að þetta á eftir að nýtast mér vel,“ segir Kana, sem fann verkefnið á vefsíðu samstarfsfélags Veraldarvina í Japan. Kana hefur áður unnið sjálfboða- störf í Indónesíu, þar sem hún kenndi hrísgrjónarækt. Sjálfboðaliðar á vegum Veraldarvina vinna nú hörðum höndum að því að bæta ímynd Hverfisgötu með endurbótum á niðurnídd- um húsum. „Í húsi 59 verður rekin verslun þar sem selt verður grjót úr fjörum Íslands og hlutir sem erlendir sjálfboðaliðar koma með sér til landsins. Allur ágóði rennur óskiptur til verkefna sem Veraldarvinir skipuleggja á eyjunni Tierra Bomba í Karíbahafinu fyrir utan Cartagena De Indias í Kólumbíu. Þar er ekkert ferskt vatn og mikil fátækt,“ segir Þórarinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þórarinn Ívarsson ● YNDISLEGA RÓSIN MÍN Rósaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands er hópur áhugafólks um ræktun rósa, en markmið klúbbsins er að auka ræktun og þekkingu á rósum. Starf Rósaklúbbsins felst meðal annars í því að afla reynslu á áður óreynd- um rósayrkjum, safna saman þekkingu í rækt- un rósategunda, mynda samband við rósafé- lög í nágrannalöndunum, standa fyrir rósa- skoðunarferðum og efla alla menningu sem vegsamar rósir. Ekki síst er stuðlað að því að Rósaklúbburinn verði vettvangur til fræðslu og gleði fyrir félagsmenn sem hafa áhuga á rósum. Heimild: Garðyrkjufélag Íslands ● ALHLIÐA GLUGGAÞVOTTUR Fyrirtækið Gluggaþvottur ehf. hefur verið starfsrækt síðan 1998 og sérhæfir sig í alhliða gluggaþvotti, bæði fyrir fyrirtæki og heimili. Þór Beck, rekstrarstjóri fyrir- tækisins, segir nóg að gera, aðeins hafi dregið úr viðskiptun- um í kringum hrun en nú sé allt komið á fullt skrið. Margir séu að panta þvott fram í tímann og sumir, einkum og sér í lagi fyrirtæki, fái reglulega þvott, allt að nokkr- um sinnum í mánuði. Íbúðareigendur láti sér yfirleitt nægja að fá einn og upp í þrjá þvotta yfir árið. Fyrirkomulagið segir hann einfalt. Hægt er að óska eftir tilboði og mæta þá starfsmenn Gluggaþvottar til að taka verk- ið út endurgjaldslaust. Náist samkomulag er hafist handa og er allt inni- falið. Þá er hægt að þurrka af gluggakörmum sé þess óskað. Allar nánari upplýsingar á www.gluggaþvottur.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.