Fréttablaðið - 23.03.2010, Page 8

Fréttablaðið - 23.03.2010, Page 8
 23. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 Eldgos á Fimmvörðuhálsi Fermingargjöf sem gefur Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingarbarnsins sem býr við fátækt. Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr. Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr. Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400. Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig. Einfalt og gleðilegt. Óskalistinn minn: Rúm Myndavél Svefnpoki iPod Vefmyndavél Handklæði Teppi Orðabók Hálsmen Svo væri gaman að fá pening og „Gjöf sem gefur“. Mig langar til að einhver sem er ekki eins heppinn og ég fái að njóta með mér. www.gjofsemgefur.is Við systkinin erum munaðarlaus. 1.990 kr. fermingarskeyti á Íslandi dugar fyrir 4 hænum. Þær gefa okkur fullt af eggjum. Eða við gætum fengið sparhlóðir. Þá færi ekki allur dagurinn í að leita að eldsneyti og við hefðum meiri tíma til að læra. 5.000 kr. gjafabréf á Íslandi myndi gefa okkur 2 geitur. Namm! Mjólk og kjöt, ekki lengur bara maísgrautur! Eða kannski reiðhjól. Þá kæmist ég á markað með uppskeruna okkar og við fengjum pening fyrir ýmsu sem okkur vantar. Óskalistinn minn: „Það eru allir í viðbragðsstöðu,“ sagði Agnar Már Agnarsson, bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í Austur- Landeyjum, þegar Fréttablaðið spurði hann um búfjárhald nærri gosstöðvunum. Agnar Már hefur, eins og fleiri bændur í nágrenni gosstöðvanna, hvítan disk úti til að geta fylgst með hvort öskufall sé hafið frá gosinu. Um miðjan dag í gær var þess ekki farið að gæta. Agnar Már er með fjölda hrossa úti og kvaðst ekki geta komið þeim öllum í hús ef öskufall verði eða flóð af völdum goss. „Það þarf að passa upp á vatn og gefa hrossunum minna í einu, þannig að heyið standi ekki lengi úti. Jafnvel gæti þurft að ferja hrossin burt og á öruggara svæði ef út í það færi. Við erum á hættu- svæði og þurftum að rýma þegar gosið hófst en höfum nú fengið að snúa aftur heim,“ sagði Agnar Már. Hann bætti við að myndi Katla gjósa kæmi flóðið að líkindum í farveg árinnar Affalls sem liggur með jörðinni. Hún rennur um Fljótshlíðina og útigangshross Agnars drekka úr henni. Hann kvaðst vera hálfsmeykur við að öskufall kynni að berast með ánni og þar með gætu hrossin veikst af eitrun. Katrín Andrésdóttir, héraðs- dýralæknir á Suðurlandi, segir best að hýsa allar skepnur ef vart verður við öskufall. Sé ekki hús- pláss, þá skuli gefa hey oft og lítið í einu, gæta að því að hafa ómengað vatn handa þeim, svo og saltstein. „Þessar skepnur eru oft salt- hungraðar þegar líður að vori og fara þá kannski að sleikja öskuna.“ jss@frettabladid.is Allir í við- bragðsstöðu Bændur í nágrenni gosstöðvanna á Fimmvörðu- hálsi eru í viðbragðsstöðu vegna öskufalls og jafnvel flóða. Hvítur diskur utan dyra er gamalt og gott ráð til þess að sjá hvort öskufall sé hafið. Það getur reynst útigangandi búfénaði skeinuhætt. Hætta á flúoreitrun er meiri af gosum úr Eyjafjallajökli en Kötlu. Í jöklinum er berg svipað og á Heklusvæðinu, sem er með þrefalt magn af flúor. Svo segir Sigurður Sigurðarson dýra- læknir í samantekt um áhrif eldgosa á dýr. Hér á eftir fara fróðleikspunktar úr samantektinni. ■ Eitrun verður bráð ef mikið flúor berst í líkamann á stuttum tíma, en langvinn ef magn umfram það sem skepnan losar sig við berst stöðugt á löngum tíma. ■ Einkenni langvinnrar eitrunar eru beinaskemmdir, vanþrif og lömun. ■ Flúor í miklu magni veldur kalk- skorti eða doða í ám og kúm og klumsi í hryssum. ■ Einkenni bráðrar eitrunar eru deyfð, slefa og nasarennsli, hósti og frís eða hnerrar, hröð öndun, lystarleysi, niðurgangur, sjóndep- urð og blinda, lömun og meðvit- undarleysi. Nýrun geta skemmst vegna eituráhrifa flúorsins. ■ Flúor sest fyrst og fremst að í tönn- um og beinum. Áhrif langvinnrar eitrunar eru ,,gaddur” og ,,fætlur”. ■ Gaddur myndast við misslit á jöxlum, slitflötur verður ójafn, sem gerir skepnunum erfitt að bíta, tyggja og jórtra. ■ „Fætlur“ eru áhlæði af frauð- kenndu beini á fótleggjum og slíkir beinhnjóskar koma á fleiri bein svo sem kjálka og rifbein. EINKENNI FLÚOREITRUNAR Í DÝRUM HUGAÐ AÐ HROSSUM Í FLJÓTSHLÍÐ Gæta þarf þess að gefa hrossunum minna í einu þannig að hey standi ekki lengi úti. Sömu- leiðis þarf að passa vel upp á að brynna skepnunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þessar skepnur eru oft salthungraðar þegar líður að vori og fara þá kannski að sleikja öskuna. AGNAR MÁR AGNARSSON BÓNDI Í HALLGEIRSEYJARHJÁLEIGU Afar mikilvægt er að fólk hlýði fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa hættusvæði, segir Sveinn K. Rúnarsson, yfirlög- regluþjónn á Hvolsvelli. Komi til þess að bjarga þurfi fólki sem tekur óþarfa áhættu, hefur fólkið ekki bara sett sig og sína í hættu, heldur björgunarmennina líka. Lögreglan á Hvolsvelli handtek- ur fólk sem ekki hlýðir þessum fyrirmælum, enda eru mannslíf í húfi. Gossvæði flokkist vitanlega undir hættusvæði. „Ef við erum með fólk um allar sveitir og símarnir detta úr sam- bandi í flóði er þetta fólk alveg einangrað, ef eitthvað kemur upp á,“ segir Sveinn. Í gær var rýmingu aflétt undir Eyjafjallajökli og íbúar áttu því að fá að sofa í rúmum sínum í nótt. Hins vegar átti að auka löggæslueftir- lit. Eigendur sumarhúsa voru beðnir um að koma ekki á svæðið. Afar mikil umferð var í Fljótshlíðinni í gær og víðar um svæðið. Lög- reglan greip til þess að loka helstu leiðum að Fimmvörðuhálsi. „Við hvetjum fólk til að vera ekki inni á hættusvæðinu. Þótt menn séu á stórum og mikl- um bílum og telji sig færa í allt þá erum við að eiga við náttúru- öfl sem enginn getur sagt með vissu hvernig haga sér,“ segir Sveinn yfirlögregluþjónn. Umdæmi Sveins er um fimmt- án prósent af landinu og því sinna alla jafna þrír lögreglu- þjónar. Í gær voru tíu manns á vaktinni. - kóþ Sveinn yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli við öllu búinn: Handtekur fólk ef það neitar að fara UNG HANDAN ÖRYGGISLÍNU Fjöldi fólks lagði bílum sínum innst í Fljótshlíðinni í gær og hvessti augun á jökulinn. Sumir fóru í stuttan spássitúr í átt að gosinu. Heima- menn benda á að verstu ferðamennirnir séu þeir sem aka í leyfisleysi að jöklinum og setja með því sjálfa sig og aðra í hættu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEINN K. RÚNARSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.