Fréttablaðið - 23.03.2010, Page 12

Fréttablaðið - 23.03.2010, Page 12
12 23. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR Laugavegi 172-174 · 590 5000 · hekla.is · hekla@hekla.isÞjónustuver og þjónustumóttökur: Opið frá 8-17 alla virka daga · Pantanasími 590 5030 · thjonusta@hekla.is. Netspjall á www.hekla.is. Þú getur treyst því að við gerum betur við MitsubishiSverrir er sérfræðingur í bílum sem bila eiginlega aldrei Mitsubishi eigendur njóta góðs af áratugareynslu Sverris og félaga á Mitsubishi þjónustuverkstæðinu. Þar sinna þeir þjónustu, viðgerðum og fyrirbyggjandi eftirliti, bæði fyrir jeppa og fólksbíla. Láttu okkur gera betur við bílinn þinn. 100% þjónustulán án vaxta Val um upprunalega eða ódýrari varahluti Sérstök hraðþjónusta í boði Ókeypis forgreining 60+ eru samtök eldri borgara innan Samfylkingarinnar Stofnfundur 60+ í Reykjavík Fundurinn verður haldinn í húsnæði Sam- fylkingarinnar á Hallveigarstíg 1, 101 Reykja- vík og hefst kl. 10.00 árdegis. Við vonumst til að sjá sem fl esta til skrafs og ráðagerða um félagsstarfi ð og vorið framund- an. Sköpum blómlegt og skapandi félagsstarf, á léttum nótum og okkur til upplyftingar. Mætum öll og tökum með gesti. Undirbúningsnefndin Stofnfundur 60+ deildar í Reykjavík verður haldinn fi mmtudaginn 25. mars Allir velkomnir Hringdu í síma ef blaðið berst ekki SKIPULAGSMÁL Borgarráð hefur sam- þykkt að gefa eiganda Baldursgötu 32 þrjátíu daga lokafrest til að fjar- lægja húsið sem skemmdist í eldi á fyrri hluta árs 2008. Fyrir brunann höfðu þáverandi eigendur hússins sóst eftir því að fá að rífa það og byggja nýtt hús. Eftir brunann var húsið sjálft síðan metið óhæft til endurbyggingar. Borgin hefur síðan tekið jákvætt í að veita nýjum eigendum byggingarleyfi fyrir nýju fjölbýlishúsi án þess þó að leyfið hafi verið gefið út því full- nægjandi uppdrætti skortir. Í bréfi byggingarfulltrúa sem tekið var fyrir í borgarráði á fimmtudag kemur enn fremur fram að niðurrif hússins hafi verið sam- þykkt í desember 2008. „Íbúar í nágrenni hússins hafa með réttu kvartað mjög yfir ástandi hússins og talið stafa frá því fokhættu auk annarra óþæg- inda,“ segir byggingarfulltrúinn. Í ljósi þess hversu uppbyggingar- áform hafi dregist á langinn sé rétt að gefa húseigendunum nú þrjátíu daga frest til að fjarlægja húsið og undirstöður þess og tyrfa síðan lóð- ina. Ella verði eigendurnir sektað- ir um tuttugu þúsund krónur á dag þar til verkið er unnið. - gar Borgin gefur eiganda húss sem skemmdist í eldsvoða 30 daga frest til niðurrifs: Dagsektir vegna hættu af brunahúsi BRUNAHÚS Á BALDURSGÖTU Nágrannar hafa með réttu kvartað undan ástandi hússins á Baldursgötu 32, segir bygging- arfulltrúinn í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæplega 332 milljónir króna í styrki frá lögaðilum á fimm árum, frá 2002 til 2006. Flokkur- inn mun ekki birt nöfn gefenda í óþökk þeirra. Þegar hafa ýmsir aðilar neitað. Landsbankinn styrkti flokkinn mest, en á árunum fjórum runnu 44 milljónir króna þaðan til flokksins í fjórum greiðslum, sú hæsta árið 2006 upp á 30 millj- ónir. Sama ár styrkti FL Group flokkinn um 30 milljónir. Af öðrum háum greiðslum má nefna styrk Ístaks um 10 milljónir árið 2004. Þá styrkti Glitnir flokkinn um 12,5 milljónir á árunum fjór- um, KB banki um 9,5 og Samherji um 11,2 milljónir króna. Ekki er upplýst um nöfn 150 lögaðila sem gáfu til flokksins. Jónmundur Guðmarsson, fram- kvæmdastjóri flokksins, segir þrennt skýra það; hluti hafi hafn- að því að nöfn þeirra yrðu birt, einhverjir ekki svarað og svara sé von frá öðrum. Því gætu fleiri nöfn átt eftir að bætast við. - kóp Sjálfstæðisflokkurinn birtir nöfn allra sem gáfu yfir 300 þúsund krónur: Landsbankinn styrkti mest STYRKIR TIL SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Tölur eru í þúsundum króna Nafn 2002 2003 2004 2005 2006 Byggingarfélag Gylfa og Gunnars 0 0 2.000 2.980 0 NN 4.050 4.500 2.350 1.100 0 FL Group 0 0 0 0 30.000 Glitnir Banki 3.000 3.500 500 500 5.000 HB Grandi 2.000 2.200 0 1.000 0 NN 4.500 4.500 4.500 0 0 NN 4.000 5.000 0 0 0 Ísl. aðalverkt. 0 0 5.000 0 0 Ístak 0 1.000 10.000 0 0 KB-Banki 500 1.000 2.000 2.000 4.000 Landsbankinn 0 4.000 5.000 5.000 30.000 NN 1.000 1.000 1.000 1.000 1.000 NN 2.000 2.000 2.000 2.400 0 Saga Film 2.500 3.500 0 0 0 Samherji 1.200 3.000 3.000 3.000 1.000 Sjóvá – Alm. 2.080 1.447 1.333 1.575 0 Skeljungur 4.000 2.000 0 0 0 NN 1.200 2.000 1.500 2.000 2.000

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.