Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 2
2 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR SJÁVARÚTVEGUR „Í sjálfu sér höfum við engu við okkar ráðgjöf að bæta frá því í fyrra,“ segir Jóhann Sig- urjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar. „Menn verða að hafa hugfast að ákveðin nýtingar- stefna í þorski er í gildi og almennt ekki inni í myndinni að auka afla- heimildir á þessu fiskveiðiári, frá okkar bæjardyrum séð. Vitaskuld getur komið til aukningar strax á næsta fiskveiðiári ef nýjar upplýs- ingar og úttekt að vori á fiskistofn- unum gefur tilefni til þess.“ Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra lýsti yfir áhyggjum af atvinnuástandi víða um land vegna yfirvofandi hráefnisskorts í grein í Fréttablaðinu á fimmtu- dag. Lokanir í landvinnslu eru yfirvofandi og þær munu standa vikum saman að óbreyttu. Í ljósi þessa telur forsætisráðherra rétt að það verði skoðað að auka afla- heimildir. Ríkisstjórnin mótaði hins vegar í fyrra nýtingarstefnu í þorskveið- um til fimm ára, eins og Jóhann vísar til, og sendi Alþjóðahaf- rannsóknaráðinu (ICES) bréf þess efnis í lok maí. Samkvæmt nýtingarstefnunni verður veiði- ráðgjöf Hafró fylgt og byggt á því að veiðihlutfall sé aldrei meira en tuttugu prósent af viðmiðun- arstofni. Þessi nýtingarstefna er, frá hendi vísindamanna Hafró, talin grundvöllur þess að tryggja sterkari hrygningarstofn og bætta nýliðun á næstu árum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði aðspurður um orð forsætisráð- herra að grundvallaratriðið sé að standa vörð um sjávarauðlindina til lengri og skemmri tíma; lög og reglur takmarki auk þess aðgerð- ir. Jón segist sem ráðherra ábyrg- ur fyrir málaflokknum þegar allt kemur til alls og það sé á hans ábyrgð að ákveða hvort aflaheim- ildir verði auknar. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir nauðsynlegt að auka afla- heimildir í þorski úr 150 í 200 þús- und tonn nú þegar, eins og sam- bandið hafi mælt með um árabil. „Ég fagna því að stjórnvöld séu tekin að skoða þetta í alvöru og efast ekki um að um þetta náist samstaða í ríkisstjórninni.“ Örn segir ástæðulaust að hafa áhyggjur af þorskstofninum. Sjó- menn um allt land votti að fisk- gengd sé nú áþekk því sem best gerist. Þess vegna sé sárgræti- legt að ræða við útgerðarmenn um uppsagnir vegna hráefnisskorts. svavar@frettabladid.is Hafró leggst gegn því að auka kvóta Ríkisstjórnin mótaði nýtingarstefnu í þorski í fyrra sem gengur út frá því að veiðiráðgjöf sé fylgt næst árin. Forsætisráðherra telur rétt að skoða auknar afla- heimildir. Forstjóri Hafró telur það ekki inni í myndinni á þessu fiskveiðiári. FARSÆLL Á VEIÐUM Sjómenn fullyrða að þorskgengd hafi sjaldan eða aldrei verið meiri. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE ÖRN PÁLSSON JÓHANN SIGURJÓNSSON VIÐSKIPTI Séreignarsjóður Lífís hefur verið sameinaður Frjálsa lífeyrissjóðnum, að því er fram kemur í tilkynningu Arion banka. „Að mati Lífís var ekki hag- kvæmt, eftir breytingar sem urðu á lögum og reglum um starfsemi séreignarsjóða, að reka sjóð af þeirri stærðargráðu sem sjóður Lífís var. Lagabreytingarnar fela í sér aukinn kostnað sem hefur bein neikvæð áhrif á eign sjóðsfélaga. Í ljósi þessa leitaði Lífís til Frjálsa lífeyrissjóðsins um sameiningu sjóðanna“, segir í tilkynningunni. Við sameininguna fluttust yfir eignir 286 sjóðsfélaga Lífís. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er 80 milljarðar að stærð með um 43 þúsund sjóðsfélaga. - óká Séreign í sameinaðan sjóð: Lagabreyting jók kostnaðinn SPURNING DAGSINS Bjóðum heildarlausnir þegar endurnýja á góleppi í stigagöngum í ölbýlis- og sambýlishúsum. Taktu upp símann eða sendu okkur línu og við göngum í málið. Ármú la 32 · 108 Reyk j a v í k · S ím i 533 5060 · Fax 533 5061 · t epp i@stepp · www. s t epp . i s Ó ! · 1 3 1 3 6 teppi@stepp.is Fréttablaðið kemur næst út á þriðjudag. Afgreiðsla blaðsins er lokuð í dag og næstu tvo daga. Afgreiðslan verður aftur opin á þriðjudag. Þjónustuver 365 er opið frá klukkan 10 til 22 alla daga, nema á morgun, páskadag, en þá er opið til klukkan 18. Útgáfa Fréttablaðsins: Kemur næst út á þriðjudag Edda, ertu hátt uppi yfir þessu? „Já, alveg í skýjunum!“ Leikkonan Edda Björgvinsdóttir er orðin flugfreyja og ætlar að starfa í sumar hjá Iceland Express. BANDARÍKIN/AP Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hélst stöðugt í mars, en tæplega tíu prósent vinnuaflsins ganga iðjulaus. Þó telur Barack Obama forseti það jákvætt merki að 162 þúsund ný störf urðu til í mánuðinum. Það er hið mesta í þrjú ár en þó undir væntingum því spár gerðu ráð fyrir um 200 þúsund nýjum störf- um. Obama forseti sagði í ræðu, sem hann hélt í gær í verksmiðju í Norður-Karólínu, að tölur um ný störf væru hughreystandi vegna þess að fleiri störf hafi orðið til en tapast, eins og tilfellið hefur verið á undanförnum mánuðum. Forsetinn hefur sett atvinnu- málin á oddinn og sagt þau mik- ilvægasta innanríkismál Banda- ríkjanna um þessar mundir. Langtímaatvinnuleysi nær nú til tæplega tíu milljóna manna, sem er hið mesta í bandarískri sögu. Obama undirritaði tvenn lög í síðasta mánuði í baráttunni gegn atvinnuleysinu. Annars vegar skattaafslætti fyrir fyrirtæki sem ráða atvinnulausa og mann- aflsfrekar aðgerðir í samgöngu- málum. - shá Barack Obama Bandaríkjaforseti vongóður um viðsnúning í atvinnumálum: Teikn á lofti um batnandi tíð BANDARÍKJAFORSETI Barack Obama viðurkennir að þrátt fyrir jákvæðar fréttir af nýjum störfum sé langt í land. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TRÚMÁL Gagnrýnin sem Benedikt XVI. páfi hefur sætt vegna við- bragða hans við kynferðisofbeldi kirkjunnar manna gegn börnum er áþekk svört- ustu hliðum gyðingaofsókna. Þetta sagði tals- maður Páfa- garðs, Raniero Cantalamessa, í prédikun í gær. Páfinn hefur verið gagnrýnd- ur fyrir linkind í garð þeirra presta sem gerst hafa sekir um barnaníð. Páfagarður hefur jafn- harðan svarað gagnrýninni og sagt hana ósanngjarna. Ummælin vöktu hörð við- brögð og í New York söfnuðust um tuttugu fórnarlömb barna níðs kaþólskra presta saman til að mót- mæla þeim. - sh Prédikun í Páfagarði: Segir gagnrýni á páfa líkjast gyðingahatri FÓLK „Ég gæti trúað að þetta verði sérstakt, að hlusta á gömlu sukkar- ana taka lagið saman,“ segir Rúnar Þór Pétursson, sem kemur í fyrsta sinn fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður í heima- bænum Ísafirði í kvöld. Rúnar Þór vinnur þessa dagana að breiðskífu með sjálfum Megasi og Gylfa Ægis- syni. Að sögn Rún- ars Þórs hefur þríeykið þegar lokið upptökum á því lagi sem fyrst verður sett í útvarpsspilun. Hann segist ekki verða hissa ef lagið verður bann- að strax. „Þetta eru kallarnir sem tóku mig undir sinn verndarvæng þegar ég kom frá Ísafirði. Fyrst þvældist ég með Gylfa Ægis, en þegar hann hætti að drekka fór ég að þvælast með Megasi.“ - kg / sjá Allt Rúnar Þór gerir breiðskífu: Vinnur með Gylfa og Megasi RÚNAR ÞÓR PÉTURSSON Maður varð fyrir bíl Ekið var á mann á Vesturlandsvegi, skammt frá Grafarholti, síðdegis í gær. Maðurinn var á vegum kranabílafyrir- tækisins Króks að sækja bíl sem hafði skemmst í árekstri þegar ekið var á hann. Sjúkralið kom á vettvang en talið var að maðurinn væri ekki mikið slasaður. LÖGREGLUFRÉTTIR SJÁVARÚTVEGUR „Þetta er í þriðja skipti sem við lend- um í þessu sem sýnir að við erum undir eftirliti,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. „Við höfum áður lent í þessu í Finnlandi og Ham- borg í Þýskalandi fyrir nokkrum árum. Ætli maður verði ekki að flytja kjötið út í kafbát til að fá frið.“ Sjö gámum af hvalkjöti var skipað í land í höfn- inni í Rotterdam í Hollandi eftir aðgerðir fimmtán félaga úr umhverfissamtökum grænfriðunga. Þeir hlekkjuðu sig við flutningaskipið, sem heitir NYK Orion, í gærmorgun og hafnaryfirvöld létu undan kröfum þeirra. Um 140 tonn af langreyðarkjöti voru í gámunum sjö. Kristján setur stórt spurningarmerki við gæslu í höfninni í Rotterdam. „Það er ekkert endilega gefið að þessir náungar séu bara með mótmælaskilti á sér. Það hafa dæmin sannað í gegnum tíðina,“ segir Kristján. Í tilkynningu frá samtökunum segir að sjö félag- ar úr hreyfingunni hafi verið handteknir en þeir saka Íslendinga um að hunsa CITES-sáttmálann, sem kveður á um takmarkanir við sölu á afurðum af villtum dýrum. Kristján segir óþarfa að hafa áhyggjur því kjöt- ið sé vel geymt í frystigámunum í höfninni og verði sent til Japans með einum eða öðrum hætti. - shá Grænfriðungar hindruðu útflutning á hvalkjöti í höfninni í Rotterdam: Þriðja atlagan gegn Hval hf. HVALKJÖT Um 140 tonn af hvalkjöti voru í gámunum sjö. BENEDIKT XVI. TRÚMÁL John Forsythe, sem er sjónvarps- áhorfendum að góðu kunnur sem olíujöf- urinn Blake Carrington úr sápuóperunni Dynasty, lést í gær úr lungna- bólgu, 92 ára að aldri. Forsythe hefur undanfarið ár barist við krabbamein í ristli. - sh Olíujöfurinn úr Dynasty: John Forsythe er fallinn frá JOHN FORSYTHE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.