Fréttablaðið - 03.04.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 03.04.2010, Síða 10
 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 41 63 2 Costa del Sol 29. apríl – 14 nætur 17. maí – 8 nætur Frá kr. 79.900 Frábær gisting - aðeins örfáar íbúðir! Nú bjóðum við síðustu sætin í vorsólina á Costa del Sol á ótrúlegu tilboði. Í boði er m.a. frábært sértilboð með eða án fæðis á Aparthotel Aguamarina, sem er einn okkar allra vinsælasti gististaður á Costa del Sol til fjölda ára. Góður kostur fyrir bæði pör og barnafjölskyldur. Fleiri sértilboð einnig í boði. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta og íbúða í boði. Verð getur hækkað án fyrirvara! Aparth otel Ag uamar ina Ótrúle gt sért ilboð! Kr. 79.900 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 8 nætur. Sértilboð 17. maí. Verð m.v. 2 í íbúð kr. 99.200. Aukalega fyrir hálft fæði kr. 19.200 fyrir fullorðna og kr. 9.600 fyrir börn. Verð m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 14 nætur kr. 92.900. Sértilboð 29. apríl. Verð m.v. 2 í íbúð kr. 118.600. Aukalega fyrir hálft fæði kr. 33.600 fyrir fullorðna og kr. 16.800 fyrir börn. – með eða án fæðis 24 þúsund kr. inneign fylgir þessum síma. Alvöru GSM símar á frábæru tilboði á ring.is. E N N E M M / S ÍA / N M 4 16 0 8 Nokia 2730 Eftirstöðvum dreift á 12 mánuði.* 2.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreiðsluverð: 24.900 kr. Útborgun 0 kr. Athugið að inneign í símatilboðum virkjar ekki vinaafslátt Ring. *Greiðsludreifingargjald 250 kr. á mánuði. KAUPA UKI 2x bíó 2x Dom ino's 2x Ser rano NÁTTÚRA Hilmar Malmquist, líf- fræðingur við Náttúrufræðistofn- un Kópavogs, segir skýrslu Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands byggja á röngum forsendum. Þar sé notast við mjög einfaldað líkan þegar áhrif hvala á aðra nytja- stofna eru metin. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að hægt sé að veiða fleiri dýr en verið hefur, þar sem afrán lang- reyðar á loðnu og hrefnu á þorski, ýsu og loðnu sé umtalsvert. Hilm- ar segir þessar tölur byggja á mjög einfölduðu líkani Hafrann- sóknastofnunar sem stofnunin not- ist ekki við þegar hún leggur til hámarksafla. „Þetta er ofureinfaldað líkan af íslensku sjávarlífríki, með fimm hvalategundum, tveimur eða þremur fiskistofnum og einhverri rækju. Niðurstöðurnar eru með mjög víðum öryggismörkum sem aldrei er rætt um og eru birt í við- auka. Þau skipta hins vegar miklu máli því óvissan er svo mikil í nið- urstöðunum. Það er engan veginn hægt að styðjast við svona líkön.“ Hilmar segist ekki á móti hval- veiðum, en ekki sé hægt að ákveða að veiða hval af því að hann éti svo mikið af fiski og hafi neikvæð áhrif á fiskistofna. Þorvaldur Gunnlaugsson, sér- fræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir að þar á bæ hafi menn ekki lagt til hvalveiðar vegna áhrifa á aðra fiskistofna. Einhverjir ágisk- unarútreikningar hafi verið gerðir um hvað hvalir ætu. „Við erum ekki að leggja til einhvern hámarksafla á hvölum í sambandi við þorskstofn, eða afrán hvala á öðrum tegundum. Við höfum ekki verið beðnir um það,“ segir Þorvaldur. Hilmar segir forsendu hagfræð- inganna, að hvalir hafi einungis neikvæð áhrif á nytjafiskastofna, ranga og í henni felist bæði van- þekking á undirstöðuatriðum sjáv- arvistfræðinnar og glannaleg túlk- un á fyrirliggjandi gögnum. Þá segir hann oft glitta í þá fyrir- framgefnu afstöðu skýrsluhöfunda að hvalveiðar séu góðar hvað sem tautar og raular. Þeir geri mikið úr tilfinningahita andstæðinga hval- veiða, en minnist ekkert á að slíkt er einnig að finna hjá stuðnings- mönnum þeirra. Eins sé óvarlegt að styðjast við 30 ára gamlar tölur um ferðamannastraum í hvalstöð- ina í Hvalfirði. Slá verði varnagla við slíkum fullyrðingum. kolbeinn@frettabladid.is Hvalveiðiskýrslan á röngum forsendum Líffræðingur segir skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um áhrif hvalveiða byggða á röngum forsendum. Ekki sé að marka niðurstöður hennar hvað varðar áhrif hvala á aðra stofna. Hafró hefur ekki lagt til hvalveiðar vegna þeirra áhrifa. HVALSKURÐUR Hilmar Malmquist segir óvarlegt að áætla að hvalskurður hafi jafn mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn nú og fyrir 30 árum. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands byggi á röngum forsendum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.