Fréttablaðið - 03.04.2010, Page 12
12 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Við hrunið spruttu eðlilega upp umræður um stjórn-skipunarmálefni. Í fram-haldinu fékk ríkisstjórn-
in hugmynd um stjórnlagaþing án
þess að hafa nokkra skoðun á því
hvert markmiðið væri.
Eftir kosningarnar var hugmynd-
inni breytt í ráðgefandi stjórnlaga-
þing. Ástæðan er sú að formlegt
framsal á stjórnarskrárvaldinu
hefði kallað á nýjar þingkosningar.
Þingmenn voru hins vegar ekki til-
búnir að leggja þingsætin að veði
fyrir hugsjónina.
Eftir sem áður þarf að svara
spurningunni hvort þetta er skyn-
samlegt ráð.
A lþi ng i er
stjórnarskrár-
gjafinn sam-
kvæmt ákvörð-
un þjóðarinnar
í sérstakri alls-
herjaratkvæða-
greiðslu. Þar
af leiðir að ein
af stjórnskipu-
legum skyld-
um þingmanna er að hafa forystu
og fjalla um þau efni hvenær sem
nauðsyn krefur. Þegar þingmenn
vísa þessu hlutverki frá sér eru
þeir að bregðast stjórnskipulegri
ábyrgð sem þeir fá greitt fyrir að
bera.
Verði þetta eigi að síður að ráði
þarf annað tveggja að gerast: Að
þingmönnum fækki í réttu hlut-
falli við þau stjórnskipulegu verk
sem flytjast frá þeim eða laun
þeirra lækki sem nemur kostnaði
við stjórnlagaþingið.
Fari svo að hvorugt þetta verði
afleiðing af framsali Alþingis á
þessu mikilvægasta hlutverki sínu
ber það vott um siðferðisbrest.
Hann hefði ef til vill fallið í skugga
árið 2007. Nú verður hann í flóðljósi
þeirrar siðbótarkröfu sem þjóðfé-
lagið lýsir eftir.
SPOTTIÐ
ÞORSTEINN
PÁLSSON
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Stjórnlagaþing
Þingmenn færa þau rök helst fyrir því að stofna nýtt þjóðþing um þetta verkefni að reynslan sýni að þeir séu
ófærir um að takast á við það. Flest-
ir þeirra eru nýgræðingar á þingi. Í
því ljósi eru þessi rök léttvæg.
Á lýðveldistímanum hafa sex
sinnum verið gerðar breytingar á
stjórnarskránni. Í fimm skipti hafa
þær lotið að veigamiklum og flókn-
um atriðum. Sú staðreynd rímar
ekki við þá fullyrðingu að í eðli
Alþingis liggi að verkefnið sé því
ofviða.
Efnahagsbati fyrstu sjö ára
þessarar aldar var að stórum hluta
froða. Engum dettur í hug að það
séu rök fyrir því að stofna sérstakt
þjóðþing til að fjalla um efnahags-
mál. Rökin fyrir stjórnlagaþingi
eru jafn fráleit.
Einfaldur meirihluti stjórnar-
flokka hefur aldrei verið notaður til
að knýja fram stjórnarskrárbreyt-
ingar þótt einu sinni hafi verið
ágreiningur. Ugglaust skýrir þessi
samstöðuviðleitni í einhverju að
heildarendurskoðun er ekki lokið.
Að sönnu er sú staðreynd Alþingi
ekki til vegsauka.
Hitt, að gefast upp og vísa verk-
efninu annað, verður ljóslega til að
smækka Alþingi. Það veikir stöðu
þess þegar flestir eru á því máli að
hana þurfi að styrkja.
Einhverjir virðast halda að ein-
faldara verði að ná samstöðu á öðru
þjóðþingi en Alþingi. Enginn hefur
þó fært fyrir því rök eða leitt að því
líkur. Fulltrúar á þessu nýja þingi
verða einfaldlega fulltrúar sömu
þjóðar. Ef þetta sjónarmið býr að
baki er hætt við að margir verði
fyrir vonbrigðum þegar á reynir.
Rökin
Líklegast er að þjóðin kjósi fulltrúa á stjórnlagaþing með jafn fjölbreytt við-horf eins og hún hefur sent
til setu á Alþingi. Á því þingi þurfa
menn að ræða ólík viðhorf, hittast í
hliðarherbergjum, gera málamiðl-
anir, fórna minni hagsmunum fyrir
meiri og mynda breiðan meirihluta
um þá niðurstöðu sem líklegust er
að nái fram.
Það er engin hjáleið um þetta eðli
fulltrúalýðræðisins. Nýtt þjóðþing
breytir engu þar um.
Á þá að leggja málið í salt? Svar-
ið er: Nei. Það eru mörg áleitin
úrlausnarefni á þessu sviði. Eitt
er spurningin um hvort afnema
eigi þingræðið og taka upp kerfi
sem byggir á valdajafnvægi milli
framkvæmdavalds og löggjafar-
valds. Annað er hvers eðlis stjórn-
arskráin á að vera.
Margir telja að stjórnarskráin
eigi fyrst og fremst að lýsa stjórn-
skipulaginu, valdgreiningunni og
tryggja mannréttindi með því að
takmarka vald ríkisins til að skerða
frelsi þeirra til orða og athafna.
Aðrir vilja að hún sé stefnuyfirlýs-
ing eða réttindaskrá með almenn-
um orðum um öll góð mál sem á
hugann leita.
Síðari leiðin mun óhjákvæmilega
færa vald frá lýðræðislega kjörnum
fulltrúum til dómstóla. Þeir þurfa
þá í vaxandi mæli að úrskurða hver
raunverulegur vilji stjórnarskrár-
gjafans hefur verið. Sú leið gæti
litið vel út við fyrstu sýn. Hætt er
hins vegar við að hún veiki lýðræð-
ið þegar til lengdar lætur.
Af hverju eiga alþingismenn ekki
að hafa skoðun á þessu og verja
hana gagnvart kjósendum?
Þetta eru snúnar og erfiðar
spurningar. En það réttlætir ekki
að vísa ábyrgðinni frá sér. Það er
ekki verjandi að afgreiða málin
með því að segja: Við þurfum að
gera eitthvað. Vitum ekki hvað það
er. Vísum því þar af leiðandi annað.
Þetta lýsir ekki lýðræðisást. Nær
væri að kalla þetta lýðræðislega
ábyrgðarfælni.
Loks má ekki rugla saman
stjórnskipulaginu og þeim siðferð-
isbrestum sem berja þarf í. Þeir
myndast í þjóðfélögum með ólík
stjórnkerfi.
Engin hjáleið
"Af stað".
Hópþjálfun Gigtarfélags Íslands hefst á ný eftir páska miðvikudaginn 7. apríl
Langar þig í góða leikfi mi í rólegu umhverfi eða langar þig að dansa!!
Nú er tækifærið
Fjölbreytt úrval leikfi mtíma
Einkatímar í STOTT-PILATES
Nýtt námskeið: Þjóðdansar frá ýmsum löndum
Kynntu þér málið nánar á heimasíðu okkar: www.gigt.is
Skráning er á skrifstofu GÍ s:5303600
Þjóðdansanámskeið hefst 13. apríl kl. 18:00 og er fjögur skipti. Þjóðdansarnir eru
frá hinum ýmsu löndum, sem dæmi má nefna Tyrklandi, Rúmeníu, Búlgaríu, og
Skotlandi. Dansarnir eru mjög fjölbreytilegir og allir geta dansað þá þó þeir hafi
aldrei stundað dans áður. Langfl estir eru hópdansar eða hringdansar og því er ekki
nauðsynlegt að koma með dansfélaga
J
óhanna Sigurðardóttir vill reyna að friðmælast við atvinnu-
lífið í landinu, ef marka má grein hennar hér í blaðinu í fyrra-
dag. Þar segir Jóhanna stjórnina gera sitt ýtrasta til að standa
við ákvæði stöðugleikasáttmálans og efla atvinnu.
Eitt af því sem forsætisráðherrann nefnir eru áhyggjur
manna af hráefnisskorti í fiskvinnslunni á komandi sumri.
„Skortur á aflaheimildum í sumar er áhyggjuefni og hlýtur að
verða til þess að gerð verði sérstök athugun á því hvort hægt sé að
auka aflaheimildir tímabundið til að kljást við þann vanda innan
forsvaranlegra marka,“ skrifar Jóhanna.
Um ákvarðanir um afla úr nytjastofnum þjóðarinnar á sízt af
öllu að gera pólitískar málamiðlanir við hagsmunaaðila. Hagur
þjóðarinnar er að við nýtingu auðlindanna gildi stefnufesta og
langtímasýn, byggð á beztu fáanlegri vísindaráðgjöf, en ekki
skammtímasjónarmið. Jafnvel þótt hart sé í ári.
Íslendingum hefur tekizt betur upp við stjórn fiskveiða en flest-
um nágrannaþjóðum. Ástæðan er ekki sízt sú að ákvarðanir sjáv-
arútvegsráðherra um heildarafla hafa að langmestu leyti byggzt
á ráðgjöf vísindamanna. Alltof víða í löndunum í kringum okkur
hefur vísindaleg ráðgjöf verið hunzuð vegna þess að stjórnmála-
mennirnir hafa ekki haft þrek til að mæta kröfum hagsmunaaðila
og sannfært sjálfa sig og aðra um að „forsvaranlegt“ sé að „auka
aflaheimildir tímabundið“, til dæmis út kjörtímabilið. Afleiðingin
er sú að fiskistofnar flestra Evrópuþjóða eru í mun verra ásig-
komulagi en nytjastofnar Íslendinga.
Hér á landi hefur sjávarútvegurinn verið undirstöðuatvinnu-
grein, ekki ríkisstyrkt aukabúgrein. Þess vegna hafa líkast til
verið teknar skynsamlegri ákvarðanir hér en víða annars staðar;
við höfum ekki efni á að leika okkur með lífsafkomu okkar til
langs tíma í þágu skammtímasjónarmiða. Á því má ekki verða nein
breyting, jafnvel þótt efnahagsástandið sé erfiðara en oft áður.
Eins og rifjað er upp í Fréttablaðinu í dag mótaði ríkisstjórnin
í fyrra nýtingarstefnu til fimm ára, þar sem gert er ráð fyrir að
ráðgjöf vísindamanna verði fylgt og ekki veitt meira af þorski en
sem nemur 20% af viðmiðunarstofni. Þessa stefnu telur Hafrann-
sóknastofnunin grundvöll þess að hægt sé að byggja þorskstofninn
upp til framtíðar.
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, segir í blaðinu í dag að
ekkert hafi komið fram sem breyti ráðgjöf stofnunarinnar. Það
sé því ekki inni í myndinni frá hennar bæjardyrum séð að auka
þorskkvótann á þessu fiskveiðiári. Það megi gera á næsta fiskveiði-
ári, með öðrum orðum í haust, ef rannsóknir í vor gefi tilefni til.
Ef vísindaleg rök gefa ekki tilefni til að auka kvótann fyrir sum-
arið á ekki að gera það, svo einfalt er það. Okkur hefur reynzt vel
að fara að vísindalegri ráðgjöf, illa að gera það ekki. Pólitískar
æfingar til að gera kvótaaukningu „forsvaranlega“ með einhverj-
um öðrum rökum grafa eingöngu undan framtíðarafkomu sjáv-
arútvegsins.
Spurningunni um kvótaaukningu í sumar eiga
vísindamenn að svara, ekki stjórnmálamenn.
„Innan forsvaran-
legra marka“
ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN SKRIFAR