Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 16
16 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR Þ að er komið að vatna- skilum í lífi þeirra Ingu Maríu Friðriks- dóttur og mannsins hennar, fótboltakemp- unnar Sigurðar Hall- varðssonar. Sigurður hefur verið útskrifaður af Grensási, þar sem hann hefur verið í endurhæfingu frá því í haust, þegar hann var í þriðja sinn skorinn upp á höfði vegna krabbameins í heila. Við það lamaðist hann öðrum megin í lík- amanum en hefur verið að vinna upp kraftinn á ný. Strax eftir páska eiga þau líka von á símtali sem á eftir að ráða miklu um hvernig næstu mánuðir lífs þeirra verða. Þá fá þau niðurstöður úr rönt- genmyndatöku af höfði Sigurðar. Úrskurðinn um hvort erfið lyfja- meðferð hans í kjölfar uppskurð- arins hafi borið árangur. Sex ár með krabbameini Það eru sex ár frá því Sigurður greindist fyrst með krabbamein í höfði. „Á þessum tíma var pabbi minn að deyja úr krabbameini,“ rifjar Inga María upp. „Ég hafði pínt Sigurð upp á spítala í skoð- un, eftir að hann hafði fengið flog. Hann var farinn að heyra raddir og fá skrýtið bragð í munninn, sem eru dæmigerð einkenni um æxli í heila. En hann hélt fyrst að hann væri að breytast í sjáanda, frekar en að það væri eitthvað að honum. En svo fékk ég þetta símtal. Að hann hefði greinst með æxli í heil- anum. Það fyrsta var á við litla rús- ínu. Næsta æxli var minna, en það sem tekið var síðast var á við litla mandarínu.“ Æxlið og geislameðferðin skildu eftir sig holrými þar sem æxlið hafði verið. Vitað er að ef fleiri æxli myndast innan þessa holrýmis verður það ekki fjarlægt aftur með skurðaðgerð. Inga María er stoð- in og styttan í veikindum manns- ins síns. Fleiri hafa þó létt honum lífið, eins og vinur hans Willum Þór Þórsson, Keflavíkurliðið og synirn- ir, sem sjálfir eru á kafi í fótbolta. Þeir hjálpa honum að halda sér í tengslum við raunveruleikann. Og hann missir ekki af leik hjá Þrótti. Engin rólegheit Sigurður á ekki von á að koma heim af Grensási í rólegheit og það er ekki að ástæðulausu að Inga María kallar heimili þeirra Egils- höll. Til samans hafa þau alið upp tíu börn. Sjálf eiga þau átta þeirra en hafa auk þess tekið tvo unga ömmudrengi í fóstur. Öll barna Ingu Maríu hafa glímt við erfið- leika, nema yngsti sonurinn sem er ellefu ára og eina barnið sem þau Sigurður eiga saman. Áður en hann kom til hafði Inga María verið ófrísk, en hún eignaðist and- vana son eftir 28 vikna meðgöngu. „Ég á 29 ára stelpu sem er mikið hreyfihömluð. Hún er algjör hetja og bjargar sér vel sjálf, með hjálp frá móður minni og systur. Svo á ég stelpu sem er 27 ára og er fík- ill. Það eru synir hennar tveir, 6 og 4 ára, sem við erum búin að taka að okkur, en sá eldri hefur verið greindur með ADHD. Svo á ég 22 ára tvíbura, stelpu og strák. Hann er með tourette á háu stigi og hún er spastísk öðrum megin í líkam- anum. Hann hefur lent í miklum vandræðum í lífinu en er að rétta sig við aftur. Hún er hörkudugleg og er að læra sálfræði. Svo á Sig- urður stelpu sem er 20 ára og tvo stráka, 16 og 18 ára.“ Lífið er skemmtilegt Algengt er að fólk súpi hveljur þegar það heyrir af því hvaða þráð örlögin hafa spunnið Ingu Maríu og fjölskyldu hennar. Það segir Inga María algjöran óþarfa, enda sé þeim ekki nokkur vorkunn. „Þetta er ekkert vandamál, þetta er bara svona og ég er langt frá því að vera buguð kona. Vandamál er eitthvað sem kemur og hægt er að leysa. En það er ekki svoleiðis með okkar aðstæður. Flest af þessu getum við ekki lagað og við verðum þá bara að lifa með því. Og lífið er bara skemmtilegt.“ Þó hefur hún auðvitað leit- að svara við því af hverju henn- ar fjölskylda fái svo rækilega að finna fyrir heilsuleysinu. „Mér hefur oft fundist eins og við séum skítugu börnin hennar Evu. En svo hugsa ég skýrt og minni sjálfa mig á að ekkert af vandamálum barn- anna minna er tengt. Elsta dótt- ir mín fékk heilahimnubólgu sem barn, sem skýrir hennar veikindi. Næsta barn sem ég fæði er heil- brigt að líkama, en reynist svo mikill fíkill. Tvíburana fæddi ég fyrir tímann því það var sýking í legvatninu hjá stráknum. Það er Þetta er engin vandamálasaga Inga María Friðriksdóttir er kona sem fengið hefur að kynnast mörgum og misjöfnum hliðum á lífinu. Fyrir páska var maður- inn hennar, fótboltakempan Sigurður Hallvarðsson, útskrifaður af Grensásdeild, þar sem hann hefur verið í endurhæfingu eftir uppskurð vegna heilaæxlis. Inga María sagði Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur ótrúlega baráttusögu sína og barna hennar, sem mörg hver hafa glímt við erfið veikindi. ENGIN VORKUNN Þrátt fyrir að Inga María og fjölskylda hafi þurft að takast á við mikil áföll í lífinu segir hún algjöran óþarfa að finna til með þeim. Lífið sé eftir sem áður skemmtilegt og hún sé langt frá því að vera buguð kona. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STÓRFJÖLSKYLDA Inga María Friðriksdóttir og Sigurður Helgi Hallvarðsson hafa til samans alið upp tíu börn. Inga María stendur hér fyrir aftan dóttur sína, Rakel. Við hlið hennar er Íris með yngri son sinn, Sölva Pál, í fanginu og þann eldri, Breka Stein, sér á vinstri hlið. Katrín er næst, þá Hallvarður Óskar, Viktor, Aron, Snorri, Ágústa Marsibil og loks pabbinn, Sigurður Helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.