Fréttablaðið - 03.04.2010, Síða 24
24 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR
T
homas Brorsen Smidt er dansk-
ur MA-nemi í kynjafræði sem
hefur búið á Íslandi undanfarin
tvö ár. Spurður um hvers vegna
ungur maður hafi hellt sér út í
stúdíu á áhrifum kláms á karl-
menn segir hann viðfangsefnið stanslaust
vera fyrir framan okkur. „Þegar maður byrj-
ar í kynjafræði setur maður upp ný gleraugu
og fer að sjá hluti sem maður tók ekki eftir
áður. Ég hef búið í Danmörku meirihluta
ævi minnar og almenna viðhorfið þar líkt
og á mörgum öðrum stöðum er: „Karlmenn
horfa á klám, það er bara staðreynd. Konur
verða annaðhvort að spila með eða þegja.“
Þegar ég flutti til Íslands fann ég fyrir breið-
ari femíniskri umræðu hér en í Danmörku,
mér fannst eins og það væru minni fordómar
gagnvart þessum hlutum hér. En þrátt fyrir
það er hugsunarhátturinn hjá mörgum á
Íslandi eins og annars staðar, þannig að ef
maður fer að ræða femínisma eða klám fær
maður á sig stimpil sem púritani, móralisti
eða femínasisti.“
Klám verður stöðugt grófara
Fyrsta spurningin til Thomasar er hin aug-
ljósa spurning: „Hvað er klám?“ Thomas
segir slíka spurningu slæma aðferð til að
hefja umræður á málefninu. „Ég vil að fólk
skilji að femínistar eru hvorki á móti nekt né
kynlífi. Mér finnst fátt dásamlegra en kynlíf.
En klám er ekki, eins og margir vilja meina,
einungis kynlíf fest á filmu. Ef merking-
unni á enska orðinu „Pornography“ er flett
upp má sjá að það kemur úr forn-grísku þar
sem orðið „porn“ merkti lægstu mögulegu
gerð af vændiskonu. Eins er með klám, það
er lægsta form kynlífs sem er fest á filmu,
þegar líkami konu er gersamlega hlutgerður.
Maðurinn ræður öllu og konan er algerlega
undirgefin. Ég hvet karlmenn til að horfa á
klám án þess að nota það til sjálfsfróunar
og athuga hvað þeim finnst um það sem ber
fyrir augu. Þeir sjá þá oftast að klám er ekk-
ert nema ofbeldi sem er búið að matreiða á
kynferðislegan hátt. Karlmenn tala oft um
að viðbrögð þeirra við klámi séu þeim eðl-
islæg, eins og þau séu afleiðing milljóna ára
þróunar.“ Thomas segir þess konar staðhæf-
ingar á síðustu árum hafa verið hraktar. „Ef
þetta væri satt yrði klám ekki í sífellu gróf-
ara. Það hefur verið sýnt með rannsóknum
að mannsheilinn hefur gífurlega aðlögunar-
hæfni. Í fjölda ára trúðum við því að heil-
inn væri stöðugur og óbreytanlegur. Nýjar
rannsóknir í taugavísindum sýna að heilinn
hefur miklu meiri aðlögunarhæfni en við
héldum áður. Umhverfi okkar fær heilann til
að aðlagast nýjum kringumstæðum. Þegar
fólk byrjar að horfa á klám þá lagast heilinn
mjög fljótlega að ákveðnu stigi örvunar. Því
meira klám sem manneskja horfir á þeim
mun meiri grófleika þarf hún á að halda til
þess að ná sömu örvun. Það sem gerist svo í
einkalífinu er að manneskjur eiga erfiðara
og erfiðara með að láta örvast af sínum raun-
verulega maka og raunverulegu kynlífi.“
Klám minnkar löngun í raunverulegt kynlíf
Thomas vill þó forðast að nota orðið „fíkn“
um klám þar sem klám sé ekki efni líkt og
áfengi eða kókaín. „Við verðum að hafa í
huga að fólk verður að hafa einhvers konar
ástandsmyndun sem veldur fíkninni. Sem
dæmi, ef við eigum einhverjar minning-
ar tengdar klámi í æsku þegar Freud segir
kynhvöt okkar meðtækilega fyrir breyting-
um er líklegra að þú getir orðið klámfíkninni
að bráð. Það eru alls ekki allir karlmenn sem
nota klám sem verða klámfíklar. Það sem ég
er hins vegar að segja er að því meira klám
sem karlmaður horfir á, því grófara klám
vill hann og þarf að sjá.
Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að vegna
þess hve breytilegur og aðlögunarhæfur
heili okkar er þá er mjög auðvelt að losna
úr þessum vítahring. Ef þú hættir að horfa
á klám þá verður heilinn á þér eins og hann
var áður en þú byrjaðir, þó það gæti vissu-
lega tekið langan tíma að jafna sig. Líkt og á
við um lungu stórreykingafólks.“
En hvað með konur og klám? „Ég hef litla
trú á könnunum um aukna klámneyslu
kvenna sem oftar en ekki eru gerðar af
einhverjum aðilum tengdum klámiðnaðin-
um. Ef konur eru virkilega að neyta meira
kláms þá eru það oftast konur sem eru í
sambandi við karlmenn sem horfa á klám.
Þegar karlmaðurinn hækkar þröskuld
sinn fyrir klámi þá minnkar löngun hans
til eigin maka og þá reynir hann oft að fá
hana til að horfa á klám til þess að hún fari
að framkvæma það sem er sýnt þar. Flestir
karlmenn viðurkenna að þeir reyni hægt
og rólega að fá kærustur sínar til þess að
horfa á klám en þeir viðurkenna þó líka
að þeir myndu aldrei leyfa þeim að horfa á
grófasta klámið sem þeir neyta í laumi.“
Thomas segir að klám sé orðið svo algengt
í nútímasamfélagi að við séum næstum hætt
að taka eftir því. „Í fyrirlestri mínum í HÍ
varð ég að nota mjög sterk dæmi úr auglýs-
ingum til þess að koma skilaboðum mínum
á framfæri. En ef þú flettir hvaða tískutíma-
riti sem er þá gæti ég fundið fjölmörg dæmi
um augljósar klámtilvísanir og eins er með
flesta sjónvarpsþætti.“
Forræðishyggjan er ekki lausnin
„Að banna klám á alls ekki að vera hluti af
þessari umræðu,“ útskýrir Thomas. „Við
erum með lög hér á landi sem banna klám
og augljóslega eru þau lög ekki að virka.
Lögin geta hugsanlega komið í veg fyrir
að alsvæsnasta klámið komi fyrir sjón-
ir almennings, en ritskoðun þeirra kemur
hins vegar ekki í veg fyrir að karlmenn
skoði efnið á netinu eða að tilteknar búðir
í Reykjavík selji klámefni þar sem líkt er
eftir barnaklámi. Ég held að margir fem-
ínistar skilji að slík bönn gangi aldrei upp.
Það sem við þurfum að greina er hvers
vegna klám er samþykkt sem eðlilegur hluti
samfélagsins. Þeir sem eru fylgjandi klámi
byrja oftast á því að tala um forræðishyggju
og hversu slæm hún er. Þeir vilja hins vegar
ekki tala um innihald kláms vegna þess að
ef þeir geta einblínt á forræðishyggjuna þá
þurfa þeir ekki að svara þeim spurningum
sem ég varpa fram. Sjálfur er ég á móti for-
ræðishyggju og banni á klámi vegna þess að
ég veit að það er aðferð sem virkar ekki. En
þegar karlmenn byrja að tala um forræðis-
hyggju þá spyr ég á móti: „Af hverju getur
þú ekki svarað spurningu minni um hvernig
þér finnst klám sýna konur? Ég er að segja
þér að klám sýni konur sem ógeðfelld og
ómennsk kynlífsleikföng. Ég spyr þig, sem
horfir á þetta með reglulegu millibili, hvers
vegna finnst þér það allt í lagi?“
Aðspurður hvað sé þá til ráða ef bann á
klámi er ekki svarið segir Thomas að það
eitt að vera meðvituð um vandamálið sé
ekki nóg heldur. „Það eina sem virkar er
að segja fólki hreint út að þetta sé skaðlegt.
Margir karlmenn eru meðvitaðir um að
klám sé lítilsvirðandi fyrir konur og hafi
áhrif á hvernig þeir hugsi um konur. Þeim
er bara alveg sama. Mér finnst það ógnvæn-
legt.“
Hvað gerist í heilanum þegar við neytum
kláms?
„Karlmenn svara gjarnan: „Klám er bara
iðnaður eða klám hefur engin áhrif á mig,“
útskýrir Thomas. „Vísindalegar rannsóknir
sýna hins vegar að það er ekki satt. Þegar
við horfum á klám gerast þrír hlutir. Í fyrsta
lagi verður dópamínflæði í heilann en það
er mjög öflugt efni sem leysist úr læðingi
til dæmis þegar við erum ástfangin eða
vinnum í keppni. Klám veitir karlmönnum
þessa tilfinningu án þess að þeir þurfi að
hafa fyrir því að reyna við stúlku eða vera
með kærustunni. Í öðru lagi hreyfir það við
taugaendum í heilanum sem láta þig venjast
ákveðnu magni af opinskáu kynferðislegu
efni þannig að í næsta skipti sem þú sækir
í klám þá þarf það að vera jafn gróft eða
grófara. Í þriðja lagi þá færðu kynferðis-
lega útrás, fullnægingu í gegnum sjálfsfró-
un. Dópamínflæðið í kjölfar fullnægingar
er leið náttúrunnar til þess að tengja okkur
við maka okkar. Þegar karlmaður frjóvg-
ar konu hjálpar þessi tilfinning honum að
tengjast konunni á dýpri hátt, hann teng-
ir jákvæðar tilfinningar við konuna. Þegar
þú gerir slíkt hið sama með klámi þá fer
athygli karlmannsins frá makanum og yfir
í eitthvað allt annað.
Kynjafræði ætti að kenna í grunnskólum
En hvað er hægt að gera til þess að fræða
yngri kynslóðir um hætturnar sem fylgja
klámi? „ Ég vildi að ég hefði svar við þess-
ari spurningu. Ég held að fyrsta skrefið sé
að hætta að hugsa um forræðishyggjuna og
reyna frekar að huga að því hvers vegna
þetta er samþykkt af samfélaginu. Svo er
hægt að gera yngri kynslóðir meðvitaðar
um þessi mál og þá myndi ég mæla með
því að kenna kynjafræði í grunnskólum.
Við verðum líka að vera duglegri að fræða
ungar stúlkur um þessi mál, vegna þess að
sumar konur ýta í reynd undir vandamál-
ið. Margar konur vinna gegn jafnrétti með
hegðun sinni þegar þær ættu að vera fyr-
irmyndir ungra stúlkna. Þær spila með í
klámvæðingunni sem afleiðing af því sem
við köllum „póstfemínisma“, hugmyndina
um að femínismi hafi eitt sinn verið til og
verið frábær til síns brúks þegar við þurft-
um á honum að halda en sé óþarfi í dag.
Ungar stúlkur sem gangast upp í klámvæð-
ingunni og bera sig í tónlistarmyndböndum
eða tímaritum halda yfirleitt að þær öðlist
einhver völd með því að taka sjálfviljugar
þátt í kynferðislega niðurlægjandi athöfn-
um að kröfu karlmanna. En það er mikill
misskilningur.“ Thomas viðurkennir að það
sé ekkert alltaf auðvelt að vera ungur karl-
maður með slíkar skoðanir. „Margir karl-
menn vilja ekki ræða um þessi mál. Ég hef
verið kallaður alls kyns nöfnum: púritani,
forræðishyggjusinni og hommi,“ segir hann
og brosir við. „Ég var frekar sérstakur sem
krakki og var oft strítt fyrir vikið og þegar
ég komst á unglingsárin ákvað ég að það
væri einfaldast að sigla með straumnum og
vera eins og allir aðrir. Ég hef síðar séð að
það er allt í lagi að hugsa ekki eins og flest-
ir. Mér finnst að við ættum að hvetja unga
krakka til þess að hugsa sem einstaklingar
og segja þeim að það sé bara heilbrigt.“
Klám er einfaldlega óhollt
Thomas Brorsen Smidt er MA-nemi í kynjafræði í HÍ og hélt nýverið fyrirlestur á málþingi í Háskóla Íslands sem fjallaði um
menningu og gagnkynhneigt klám. Anna Margrét Björnsson ræddi við hann um hvernig áhrif klám hefur á karlmenn og hug-
mynd þeirra um konur og hvers vegna klám er afgreitt sem eðlilegur hluti af okkar nútímasamfélagi.
THOMAS SMIDT „Ég hvet karlmenn til að horfa á klám án þess að nota það til sjálfsfróunar og athuga hvað
þeim finnst þá um það sem ber fyrir augu.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Friends „Friends er holdgerving „mainstream“ sjónvarps-
þáttar,“ segir Thomas. „Í þáttaröðinni eru tveir þættir sem
fjalla alfarið um klámnotkun karlmanna. Einn þátturinn
fjallar til dæmis um þegar Joey og Chandler uppgötva að
þeir eru óvart með ókeypis klámstöð í fjölvarpinu heima
og að þeir verði að hafa kveikt á stöðinni allan tímann
svo að hún hverfi ekki. Þátturinn snýst í meginatriðum
um það að allir karlmenn neyti kláms. Seinna dæmið er
þáttur þar sem Monica stendur Chandler að því að fróa
sér yfir klámi en á síðustu mínútu tekst honum að skipta
yfir á rásina Animal Planet. Í kjölfarið heldur hún að þetta
sé það sem komi honum til og ætlar að vera „svala“
kærastan og leika með.
Sex and The City „Þáttur þar sem konur nota líkama sinn til að ná í það
sem þær vilja. Sniðugir og vel skrifaðir þættir, en horfið aðeins betur á
þetta. Hvað eru þessir þættir að segja um konur og þarfir þeirra? Að
konur vilji eiga þúsund skópör? Eiga konur að vera flottar og valdamiklar
í vinnuvikunni, og um helgar snýst líf þeirra um að ná sér í karlmenn í
bólið? Er þetta ekki nákvæmlega svona sem karlmenn vilja hafa konur?“
SJÓNVARPSÞÆTTIR SEGJA OKKUR MARGT
Ég er að
segja þér að
klám sýni
konur sem
ógeðfelld
og ómennsk
kynlífsleik-
föng. Ég
spyr þig
sem horfir
á þetta með
reglulegu
millibili,
hvers vegna
finnst þér
það allt í
lagi?