Fréttablaðið - 03.04.2010, Síða 26
26 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR
Það er
gerlegt,
skemmtilegt
og gefandi
að vinna
með börn-
um með
ADHD.
Í
sumar mætir Gauraflokkurinn
í fjórða sinn í Vatnaskóg til að
skemmta sér og njóta lífsins í
heila viku, fjarri öllu hversdag-
samstri. Gauraflokkurinn er
sumarbúðaflokkur í Vatnaskógi
fyrir drengi með ADHD og skyldar
raskanir. Bóas Valdórsson sálfræðing-
ur er einn upphafsmanna Gauraflokks-
ins. Hann er strax farinn að hlakka
til ferðar sumarsins. „Við erum ekki
að bjóða þessum strákum upp á með-
ferð og markmiðið er ekki að „laga“
þá eða breyta þeim. Við mætum þeim
bara þar sem þeir eru og leyfum þeim
að njóta sín,“ segir Bóas til að útskýra
hugmyndafræðina að baki Gauraflokkn-
um.
Nóg pláss fyrir alla
Strákar með ofvirkni og athyglisbrest
njóta sín oft á tíðum ekki vel í venjuleg-
um sumarbúðum. „Við áttum oft erfitt
með að mæta þörfum stráka með ADHD
í venjulegu skipulagi,“ segir Bóas. „Þess
vegna varð þessi hugmynd til, að búa
til flokk sem strákar með ADHD gætu
komið í og notið sín. Og foreldrar þeirra
gætu verið rólegir á meðan, fullvissir
um að þörfum drengjanna yrði mætt
og upplifunin ánægjuleg fyrir þá. Það
sé raunverulega gert ráð fyrir þeim, og
nóg pláss fyrir þá, með öllu því sem þeir
búa yfir.“
Til þess að mögulegt sé að veita
drengjunum þessa þjónustu er starfs-
mannafjöldi í Gauraflokknum mun
meiri en í venjulegum búðum og dreng-
irnir færri. Hlutfallslega eru um þrisvar
sinnum fleiri starfsmenn á hvern dreng
í Gauraflokki en í hefðbundnum búðum.
Í hópi aðstandenda er allt það hressa og
glaða starfsfólk, sem jafnan heldur utan
um starfið í sumarbúðum, auk hóps af
fagfólki sem hefur sérfræðiþekkingu í
þessum erfiðleikum barna, til að mynda
sérkennarar, listmeðferðarfræðing-
ur og sálfræðingar. „Við gætum þess
að starfsfólkið hafi nóg svigrúm fyrir
strákana. Ef eitthvað kemur upp er því
bara reddað, það er ekkert stress og
truflar hvorki strákana sjálfa né dag-
skrá hinna. Þetta getur verið erfitt að
endurtaka í hefðbundnum flokki, eða í
skólastarfi, þar sem hver starfsmaður
hefur mjög ákveðin verk sem þarf að
sinna og lítið má út af bregða.“
Sérúrræði sem virkar
Bóas og félagar fá oft þá spurningu
hvort það sé rétt að draga stráka með
ADHD út úr félagsskap annarra stráka
og smala þeim saman á einn stað. „Í upp-
hafi stóðum við frammi fyrir því að fara
þessa blönduðu leið, eins og skólakerfið
gerir jafnan, eða bjóða upp á sérúrræði.
Við völdum að prófa sérúrræðið og mér
finnst það hafa komið mjög vel út.“
Ákveðinn styrkleiki og stuðningur
felist í því að allir drengirnir sitji við
sama borð. Stór hluti þeirra taki lyf og í
Gauraflokknum sé það til að mynda ekk-
ert feimnismál. „Ég hef enn ekki séð nei-
kvæðar hliðar á að hafa fyrirkomulag-
ið svona. Auðvitað er krefjandi að vera
með svona marga stráka með ADHD
og það krefst mikils skipulags. En það
er mjög skýrt hvað við ætlum okkur
og mér finnst foreldrakönnun sem við
létum gera staðfesta að okkur hefur tek-
ist að láta strákunum líða vel. Það var
okkur líka mikils virði að fá Samfélags-
verðlaun Fréttablaðsins. Í því fólst bæði
stuðningur við starfið og aðstoð við að
miðla því til annarra að það sé gerlegt,
skemmtilegt og gefandi að vinna með
börnum með ADHD.”
Hefðbundin sumarbúðadagskrá
Gauraflokkurinn er í boði einu sinni á
Aðalmálið að
strákarnir
skemmti sér
Í Gauraflokknum í Vatnaskógi safnast saman strákar
alls staðar að af landinu sem eiga það sameiginlegt að
vera með athyglisbrest og ofvirkni. Bóas Valdórsson,
einn aðstandenda flokksins, lýsti því fyrir Hólmfríði
Helgu Sigurðardóttur hvernig strákar með ADHD, sem
oft á tíðum njóta sín illa í hefðbundnum sumarbúðum,
blómstra þegar þeir finna að það er nóg pláss fyrir þá
eins og þeir eru.
AÐSTANDENDUR GAURAFLOKKSINS Ársæll Aðalbergsson, framkvæmdastjóri hjá KFUM, og Bóas Valdórsson sálfræðingur segja ga
og ofvirkni njóti sín í Gauraflokknum í Vatnaskógi. Reynslan sýni nefnilega að börn með ADHD njóti sín oft ekki vel í hefðbundnu
8.30 Vaknað
9.00 Morgunmatur
9.30 Biblíulestur
10.15 Frjáls tími eða val
12.00 Hádegisverður
12.30 Frjáls tími eða val
15.00 Kaffi
15.30 Frjáls tími eða val
18.00 Kvöldmatur
18.30 Frjáls tími
20.30 Kvöldhressing
21.00 Kvöldvaka, kapellustund
fyrir þá sem vilja
23.00 Ró
Dæmigerður dagur í Gauraflokknum
sumri, dvölin stendur yfir í eina viku
og drengirnir eru alls 55 talsins, flest-
ir á aldrinum tíu til tólf ára. Dagskráin
er ekki mjög frábrugðin dagskrá venju-
legra flokka, en hefur samt sem áður
verið aðlöguð þörfum drengjanna. Til
að mynda er þess gætt að þeir hafi allt-
af val; ef þeir njóta sín til að mynda ekki
á kvöldvöku eða á öðrum föstum dag-
skrárliðum standi þeim eitthvað annað
til boða. Þá er allt skipulag einfaldað
og í grunninn boðið upp á færri dag-
skrártilboð í einu, en um leið er alltaf
þessi möguleiki að flakka á milli. Dag-
arnir snúast um leiki, siglingar, lista-
smiðjur og þar fram eftir götunum. Það
kom Bóasi að mörgu leyti á óvart að sjá
hversu duglegir margir drengjanna með
ADHD eru að dunda sér. Til að mynda
hafi eitt vinsælasta sportið eitt sumarið
verið að perla.
Í fyrra voru á staðnum tveir nemar frá
Kennaraháskólanum á Laugarvatni, sem
voru í því að laga íþróttiðkun að þörfum
drengjanna. „Strákar með ADHD eiga
oft erfitt með að njóta sín í hefðbundnum
íþróttum, eins og fótbolta eða frjálsum
íþróttum. Nemarnir fóru í það að laga
íþróttaþáttinn að þeirra þörfum, taka
upp styttri fótboltaleiki og stöðvaleiki
og láta strákana vera með í að byggja
brautirnar. Þetta gekk rosalega vel.“
Enginn aukakostnaður
Bóas hefur sjálfur kynnst mörgum
drengjanna í starfi sínu sem sálfræðing-
ur hjá barna- og unglingageðdeild Land-
spítalans. Hann segir gott að sjá þá njóta
sín í sumarbúðunum. „Það var ákveð-
inn toppur hjá okkur í fyrra þegar einn
strákurinn kom til okkar og sagði, mjög
hissa: „Það er bara enginn skammaður
hérna!“ Þetta var frábært, því við erum
ekki að styðjast við neinar töfralausnir.
Við erum einfaldlega að styðjast við við-
urkenndar aðferðir við að mæta börnum
með ADHD, sem mælt er með í kennslu-
fræðum og sálfræði. Við höfum vandað
okkur við að halda í þessa lykilþætti – að
vera með rétt starfsfólk og hafa svigrúm
* Í frjálsum tíma er boðið upp á þrjá til fjóra dagskrárliði á hverjum
tíma þar sem drengirnir geta flakkað á milli verkefna eftir áhuga
hverju sinni. Má þar nefna báta, smíðaverkstæði, listasmiðju,
íþróttahús, borðtennis, heita potta, útivist og ýmislegt fleira.