Fréttablaðið - 03.04.2010, Side 33

Fréttablaðið - 03.04.2010, Side 33
LAUGARDAGUR 3. apríl 2010 3 fyrir þá þarf að greiða minnsta gjald í göng og ferjur.“ Sendibílunum hafa bræðurn- ir sjálfir breytt og smíðað inn í þá en í hverjum bíl er lítill kælir, vaskur með rennandi vatni og gas- hella. Aftur í er sæti sem hægt er að breyta í rúm og fylgja sængur og koddar fyrir tvo. Einnig fylgja eldunaráhöld og borðbúnaður. „Bílarnir okkar eru í fjórum flokkum, Happy 1, 2, 3 og 4. Happy 1 er einungis fyrir tvo en í Happy 2 er pláss fyrir fjóra á ferð en aðeins svefnpláss fyrir tvo inni í bílnum. Þá er hægt að leigja tjald á topp- inn fyrir hina tvo. Happy 3 bíllinn er hærri svo hávaxnir geta staðið uppréttir í honum og Happy 4 er síðan fjórhjóladrifinn og kemst inn á hálendið,“ segir Sverrir. Hann segir bílana henta breiðum hópi ferðafólks og bendir á að meiri- hluti erlendra ferðamanna þurfi að leigja sér bíl við komuna til lands- ins. Þá sé frelsi að geta ferðast með hótelherbergið með sér og stopp- að hvar sem er. Eins er hægt að leigja aukahluti svo sem barnabíl- stóla, reiðhjól og kerrur og jafnvel kaffikönnu í bílinn á staðnum. Fjölskyldurnar eru ekki ókunnar ferðabransanum en þau eiga einnig ferðaskrifstofuna Blue Mountain og hafa sérhæft sig í mótorhjóla- ferðum í nokkur ár. „Blue Mountain hefur gengið mjög vel. Við vildum hins vegar bæta við okkur og fundum fyrir því að svona mögu- leika vantaði hér á Íslandi,“ segir Sverrir og er bjart- sýnn á sumarið. „Við erum þegar búin að fá töluvert af pöntunum og sjáum fram á að hafa varla undan, við gætum jafnvel þurft að bæta við bílum.“ Sjá nánar á happycamp- ers.is heida@frettabladid.is Kynning Hvergi á Íslandi eru fjöllin brattari og torgengari en á utanverðum Trölla- skaga. Andstæðurnar eru ríkar því á vetrum hverfur þetta land undir snjó, dýpri en víðast hvar þekkist í mannabyggðum. En um sumur er óhindruð útsýn norður til Íshafsins og sólin gengur ekki undir allan sólarhringinn. Þetta er krefjandi og erfið gönguferð um há fjallaskörð, um brattar skriður og tæpar götur. Hér er beðið um að þátttakendur séu vanir slíkum leiðöngr- um og í nógu góðu formi til þess að njóta ferðarinnar. Í staðinn fá þeir að ganga um slóðir sem eiga sér enga hliðstæðu, um ríki þúsundblaðarósarinn- ar í Héðinsfirði, koma á Ódáinsakur í Hvanndölum og ganga um Sýrdal og Selskál. Leiðirnar virðast við fyrstu sýn aðeins vera færar fuglinum fljúgandi en undir traustri leiðsögn finnast fornar götur. Á leiðinni yfir Víkurbyrðu sér vel yfir til Hestfjalls handan Héðinsfjarðar þar sem eitt mannskæðasta flugslys á Íslandi varð um miðja tuttugustu öld. Niðri í Hvanndölum má rifja upp söguna af Ódáinsakrinum sem veitti ábúanda eilíft líf og dæmi um fólk sem flutti úr Hvanndölum frekar en að búa undir þeim dómi. Á leið úr Hvanndölum til Ólafsfjarðar er farið eftir brúnum Hvanndala- bjargs sem er meðal hæstu standbjarga í sjó á Íslandi, gengið eftir brúnum Skötugjár og rifjuð upp sagan af tröllunum sem hér búa og áttu til að tæla til sín mennskar konur og sér enn rauða hurð á klettaveggnum þar sem gengt var til stofu tröllanna. Ívar Arndal og Daði Garðarsson leiða göngu- menn um þetta stórbrotna svæði seinnipart júlí. Um eyðibyggðir á Tröllaskaga Gönguferðin er krefjandi og erfið. Happy 1 er minnsti bíllinn með plássi fyrir tvo á ferð. Bílarnir eru einfaldir í akstri og þægilegt að leggja þeim hvar sem er. Sverrir segir frelsi fólgið í því að ferðast með hótelherbergið með sér og geta hitað kaffi og lagt sig hvenær sem er. Ferðafélag Íslands FJÖLBREYTT STARFSEMI Í YFIR 80 ÁR Líf og fjör í starfseminni Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur það markmið að hvetja landsmenn til að ferðast og fræðast um landið. Áhugi á gönguferðum, fjallgöngum og útiveru hefur aldrei verið meiri og er mikið líf og fjör í starfseminni. Allir finna eitthvað við sitt hæfi Ferðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferðaflóru félagsins er að finna allt frá söguferðum um grösugar sveitir til erfiðra jöklaferða. Í ferða áætlun félagsins geta flestir fundið eitt hvað við sitt hæfi. Á 82 árum hefur Ferðafélagið efnt til meira en 8.500 ferða með yfir 200.000 þátt- takendum. Öflug útgáfustarfsemi Það eru allir velkomnir í Ferðafélagið og njóta félagsmenn sér- kjara, bæði í ferðum, skálum og í fjölda verslana. Auk þess fá allir félagsmenn árbókina senda heim á hverju ári og er það hluti af árgjaldinu. Árbókin er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Auk árbókanna hefur Ferðafélag Íslands staðið að útgáfu hand- hægra fræðslu- og upplýsingarita um ferðamál, þjóðfræði og sögu landshluta. Sjálfboðastarf í góðum félagsskap Félagsstarfið hefur í gegnum tíðina einkennst af miklu sjálfboða- starfi. Félagar hafa unnið að byggingaframkvæmdum, farið vinnu- ferðir í skála eða í frágangsferðir, stikað og unnið að uppbyggingu göngu leiða, unnið við brúargerð og margt fleira. Í staðinn hafa þeir fengið fríar ferðir, fæði og félagsskap. Samgöngubætur og uppbygging svæða Félagið hefur unnið markvisst að samgöngubótum, lagt akvegi og brúað ár. Það hefur haft samstarf við sveitarfélög um landgræðslu, náttúru vernd og uppbyggingu svæða eins og t.d. í Landmanna- laugum, á Þórsmörk og Emstrum. Sæluhúsin standa öllum opin Sæluhús Ferðafélags Íslands og deilda félagsins úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 37 stöðum víðs vegar um landið og getur allur almenningur nýtt þau óháð aðild að félaginu. www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 568 2533 | Fax: 568 2535 | Netfang: fi@fi.is | Veffang: www.fi.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.