Fréttablaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 37
ÓSKA EFTIR SÖLUMANNI
Ræstingafyrirtæki óskar eftir góðum sölumanni. Starfi ð felst í að afl a verkefna og gera tilboð í þau.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, vera metnaðarfullur, snyrtilegur og skipulagður.
Þarf að hafa bíl til umráða. Mjög góð árangurstengd laun í boði fyrir réttan aðila. Upplýsingar á
fjarfesting@internet.is
Þjónustulundaður rafmagnstæknifræðingur óskast til starfa á þjónustusvið Marel. Starfið
felur í sér uppsetningu, innleiðingu, bilanagreiningu og viðgerðir á lausnum Marel hjá
viðskiptavinum í matvælaiðnaði um allan heim. Í starfinu felst einnig aðstoð við 450
þjónustumenn í dótturfyrirtækjum Marel víðs vegar um heiminn, námskeiðahald og
gerð þjónustuleiðbeininga. Viðkomandi þarf að búa yfir mjög góðri enskukunnáttu og
geta ferðast vegna starfsins.
Hæfniskröfur:
Rafmagnstæknifræðingur
Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl nk. Sækja skal um starfið á heimasíðu Marel,
http://marel.com/jobs
í síma 563 8000.
Marel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki
í fararbroddi í þróun og framleiðslu
tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir
matvælaiðnað. Hjá fyrirtækinu starfa
um 3700 manns í fimm heimsálfum,
þar af um 350 á Íslandi.
Við bjóðum upp á góða vinnu-
aðstöðu, skilvirka starfsþjálfun,
sveigjanlegan vinnutíma,
mötuneyti, barnaherbergi,
framúrskarandi íþróttaaðstöðu
og gott félagslíf.
www.marel.com
TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HR
VIÐ TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK ERU LAUSAR
EFTIRFARANDI FJÓRAR STÖÐUR:
LEKTOR, DÓSENT EÐA PRÓFESSOR Á SVIÐI ORKU
Starfið er á véla- og rafmagnssviði og felst í að byggja upp og
stunda rannsóknir á sviði orku, ásamt því að sinna kennslu í
grunn- og framhaldsnámi. Hæfniskröfur eru doktorsgráða í
verkfræði og rannsóknarreynsla á ofangreindu sviði. Reynsla af
hönnun eða öðrum verkfræðistörfum er kostur og kennslu reynsla
sömuleiðis.
LEKTOR, DÓSENT EÐA PRÓFESSOR
Á BYGGINGARSVIÐI
Starfið felst í að byggja upp og stunda rannsóknir ásamt því að
sinna kennslu í grunn- og framhaldsnámi.
Á byggingarsviði er boðið upp á framhaldsnám með sérhæfingu
í framkvæmdastjórnun, mannvirkjahönnun, steinsteyputækni og
umferð og skipulagi. Hæfniskröfur eru doktorsgráða í verkfræði
og rannsóknarreynsla á einu af ofangreindum sviðum. Reynsla úr
atvinnulífinu er kostur og kennslureynsla sömuleiðis.HÁSKÓLAKENNARI Á BYGGINGARSVIÐI (50% STARF)
Leitað er að sérfræðingi í byggingar verkfræði, byggingar-
tæknifræði eða skyldum fagsviðum. Starfið felst í kennslu í
grunnnámi á byggingarsviði en þar undir falla námsbrautir til BSc
gráðu í byggingartæknifræði og byggingafræði og námsbraut til
diplóma í byggingariðnfræði. Skilyrði er MSc próf eða jafngilt og
fagtengd starfsreynsla. Reynsla af kennslu og rannsóknum er
æskileg.
HÁSKÓLAKENNARI Á RAFMAGNSSVIÐI (50% STARF)
Leitað er að sérfræðingi í rafmagnsverkfræði eða skyldum
greinum. Starfið felst í kennslu í grunnnámi á rafmagnssviði en
þar undir falla námsbrautir til BSc gráðu í rafmagnstæknifræði og
hátækniverkfræði og námsbraut til diplóma í rafiðnfræði. Skilyrði
er MSc próf eða jafngilt og fagtengd starfsreynsla. Reynsla af
kennslu og rannsóknum er æskileg.
Tækni- og verkfræðideild HR er
ein stærsta háskóladeild landsins
með hátt í 1000 nemendur og
um 70 fastráðna starfsmenn.
Öflugt grunn- og framhaldsnám
er við deildina, sem stofnuð
var þegar Háskólinn í Reykjavík
og Tækniháskóli Íslands voru
sameinaðir.
Hlutverk Háskólans í Reykjavík
er að skapa og miðla þekkingu
til að auka samkeppnishæfni og
lífsgæði. Akademískar deildir
skólans eru fimm: kennslufræði-
og lýðheilsudeild, lagadeild,
tölvunarfræðideild, tækni- og
verkfræðideild og viðskiptadeild.
Nemendur eru um 3000 en
starfsmenn skólans eru yfir 500 í
270 stöðugildum.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl og nánari upplýsingar má finna á www.hr.is/laus-storf
WW
W.
HR
.IS
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vestfjörðum leitar eftir
yfirþroskaþjálfa til starfa í þjónustuíbúðum á Ísafirði frá og með
1. maí 2010 eða eftir samkomulagi.
Um er að ræða 80% starf.
Ábyrgðarsvið og verkefni:
# umsjón með faglegu starfi
# staðgengill og aðstoðarmaður forstöðumanns
# ber ábyrgð á innra skipulagi þjónustuíbúða í samráði við
forstöðumann
Menntun og hæfniskröfur:
# þroskaþjálfamenntun
# reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi
# jákvætt viðhorf og góðir samskiptahæfileikar
frumkvæði og metnaður
Í boði er:
# fjölbreytt stjórnunarstarf
# gott starfsumhverfi
# stuðningur og fræðsla
Umsóknarfrestur er til 21. apríl n.k. Nánari upplýsingar veita Sóley Guðmundsdóttir
framkvæmdarstjóri eða Sigfríður Hallgrímsdóttir sviðsstjóri í síma 456 5224
Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum fjármálaráðherra og viðkomandi
stéttarfélags. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Svæðisskrifstofu Vestfjarða,
Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði og á heimasíðu Svæðisskrifstofunnar www.svest.is.
Yfirþroskaþjálfi
Yfi rþroskaþjálfi
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vestfjörðum leitar eftir
yfi rþroskaþjálfa til starfa í þjónustuíbúðum á Ísafi rði frá og með
1. maí 2010 eða eftir samkomulagi.
Um er að ræða 80% starf.
Ábyrgðarsvið og verkefni:
• Umsjón með faglegu starf
• Staðgengill og aðstoðarmaður forstöðumanns
• Ber ábyrgð á innra skipulagi þjónustuíbúða í samráði
við forstöðumann
Menntun og hæfniskröfur:
• Þroskaþjálfamenntun
• Reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi
• Jákvætt viðhorf og góðir samskiptahæfi leikar
frumkvæði og metnaður
Í boði er:
• Fjölbreytt stjórnunarstarf
• Gott starfsu hverfi
• Stuðningur og fræðsla
Umsóknarfrestur er til 21. apríl n.k. Nánari upplýsingar veita
Sóley Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri eða Sigfríður Hall-
grímsdóttir sviðsstjóri í síma 456 5224
Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum
fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknareyðublöð iggja fram i á Svæðisskrifstofu Vestfjarða,
Hafnarstræti 1, 400 Ísafi rði og á heimasíðu Svæðis-
skrifstofunnar www.svest.is.
Ertu rosalega
hress?
Áhugasamir sendið inn umsóknir á
birna@reykjavikbyday.is fyrir 9. apríl.
Reykjavík by Day & Night leitar eftir sölufulltrúum til
starfa. Viðkomandi þarf að geta sýnt frumkvæði, hafa
eldmóð, sífellt með bros á vör og búa yfir góðri
tungumálakunnáttu.
REYKJAVÍK BY DAY & NIGHT
booknow.is
Reykjavík by Day & Night er „One Stop Shop“
fyrir ferðamenn í og utan Reykjavíkur.