Fréttablaðið - 03.04.2010, Page 47

Fréttablaðið - 03.04.2010, Page 47
LAUGARDAGUR 3. apríl 2010 27 aman að sjá hversu vel drengir með athyglisbrest um sumarbúðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gauraflokkurinn hlaut Samfélagsverð- laun Fréttablaðsins fyrir skömmu í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar, en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu 19. mars. Þar var á annað hundrað manns samankomnir til að gleðjast með þeim rúmlega 20 einstakling- um og samtökum sem útnefnd voru í fjórum flokkum Samfélagsverð- launanna. Markmið Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins er að vekja athygli á broti af því kærleiksríka starfi sem unnið er víða í íslensku samfélagi. Hlutu Samfélagsverð- laun Fréttablaðsins SAMFÉLAGSVERÐLAUN Athyglisbrestur og ofvirkni, eða ADHD, er taugaþroskaröskun sem kemur yfirleitt fram fyrir 7 ára aldur og getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf. Nýjar rannsóknir sýna að 5 til 10 prósent barna og unglinga glíma við athyglisbrest og ofvirkni. Í hópi barna með ADHD eru þrír drengir á móti hverri einni stúlku. Nýjar rann- sóknir benda þó til að fleiri stúlkur séu með ADHD en áður var talið, en þær koma síður til greiningar. Nýjar bandarískar rannsóknir sýna að 4,4 prósent fullorðinna eru með ADHD. Rannsóknir benda til að orsakir ADHD sé að leita í truflun í boð- efnakerfi heila á stöðum sem gegna mikilvægu hlutverki í stjórn hegðun- ar. Erfðir gegna mikilvægu hlutverki, en talið er að þær útskýri 75 til 95 prósent ADHD-einkenna. Helstu einkenni ADHD eru athyglisbrestur, hvatvísi og hreyfi- óróleiki. Þá er til í dæminu að börn séu með athyglisbrest án ofvirkni en þá kemur fram athyglisbrestur en óveruleg einkenni hvatvísi og hreyfióróleika. Heimild: Heimasíða ADHD sam- takanna, www.adhd.is. Hvað er ADHD? „Aðalmálið er að taka vel á móti stelpum sem hafa ef til vill ekki mikið verið að fara í sumarbúðir hingað til,“ segir Hrund Þrándardóttir sálfræðingur sem skipuleggur stelpu- flokk í Kaldárseli í sumar, fyrir stelpur með ADHD eða sambærilegar raskanir. „Þetta verður sambærilegt því sem boðið er upp á í Vatnaskógi fyrir Gauraflokkinn. Aðalmark- miðið okkar er að bjóða upp á öruggt og skemmtilegt umhverfi sem stelpurnar geta notið sín í með sínar þarfir, sem eru oft ólíkar þörfum annarra.“ Líkt og í Gauraflokknum verður fleira starfsfólk um hverja stelpu og auk þess fleira fagfólk á staðnum. Hrund segir það oft gerast að stelpur með ADHD týnist, enda séu þær oft á tíðum eingöngu með athyglisbrest en ekki ofvirkni. Það valdi því að þær sé ekki eins fyr- irferðarmiklar og týnist hálfpartinn. Þó séu líka mörg dæmi um stelpur sem séu líka ofvirkar. ADHD er þrisvar sinnum algengara hjá strákum en stelpum. Sjálf starfaði Hrund með Gauraflokknum í fyrra og heillaðist mjög. „Ég varð mjög hrifin af þessu fyrirkomulagi. Ég heyrði það líka frá einum guttanum þarna að honum hafi fundist svo æðislegt að hann ætli að koma aftur og aftur, þangað til hann verður full- orðinn en þá ætlar hann að vinna í Vatnaskógi. Krakkar með ADHD eru svo skemmti- legir. Það er algjör synd ef þeir ná ekki að njóta lífsins eins og önnur börn.“ Áætlað er að sumarbúðirnar fyrir stelpur með ADHD verði frá 1. til 5. júní. Skráning hefst 6. apríl á heimasíðu KFUK, www.kfuk.is. Stelpurnar fá líka sínar sumarbúðir og sveigjanleika í dagskránni til að geta brugðist við óvæntum uppák- omum.“ Það standi upp úr að í upphafi fengu aðstandendur Gauraflokksins að heyra úr ýmsum áttum að þetta væri algjört glapræði. Það ætti aldrei eftir að ganga upp að safna svo mörgum drengjum með ADHD saman á einn stað. Hins vegar hafi berlega komið í ljós að það sér ger- legt og það sem meira er – strákarn- ir njóti lífsins upp til hópa vel í heila viku. Til þess sé leikurinn gerður. Foreldrar drengja í Gauraflokkn- um greiða sama daggjald og greitt er fyrir aðra flokka i sumarbúð- um KFUM. Allur aukakostnaður er greiddur með styrktarfé sem aðstandendur Gauraflokksins afla. Opnað verður fyrir skráningu í Gauraflokk sumarsins 2010 þriðju- daginn 6. apríl á heimasíðu KFUM, kfum.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.