Fréttablaðið - 03.04.2010, Page 60

Fréttablaðið - 03.04.2010, Page 60
40 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Julia Demirer, miðherjinn öflugi hjá Hamar, gat aðeins spilað í 8 mínútur í þriðja leik KR og Hamars í lokaúr- slitum Icleand Express-deildar kvenna og munaði um minna því hún var fyrir leikinn með 23,6 stig og 12,7 fráköst að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. „Það var vissulega mjög erfitt að horfa á síðasta leik en ég vissi að þetta væri ekki síðasti leikurinn í seríunni. Við ákváðum að það væri betra að taka þá áhættu með að hvíla mig og það myndi svo aftur hjálpa mér í leiknum á laugardaginn (í dag) og svo í fimmta leiknum á þriðjudaginn ef við komumst svo langt,“ segir Julia en hún glímir við álagsmeiðsli á hné. „Ég veit ekki hvernig ég verð á morgun (í dag). Ég er bara að reyna að hvíla mig. Ég fór á sjúkrahús og lét athuga hnéð á mér. Þeir töppuðu af hnénu og spraut- uðu mig,“ segir Julia og bætir við: „Fimm leikja serían á móti Keflavík var mjög erfið og ég fann til í hnénu í fyrstu tveimur leikjunum á móti KR,“ segir Julia. „Ég fékk litla sem enga hvíld milli seríanna og þetta versnaði alltaf og versnaði. Það eina sem var hægt að gera var að hvíla hnéð,“ segir Julia sem ætlar að reyna að spila fjórða leikinn í dag. „Ég er þegar búin að fórna heilsunni hvort sem er og því ekki að láta allt vaða í einn eða tvo leiki til við- bótar. Það verða ekki fleiri leikir þannig að ég veit að ég get fengið nokkrar vikur í hvíld eftir úrslitin,“ segir Julia. Hamar var í sömu stöðu í undanúrslitunum á móti Keflavík. „Við vorum góðar í sömu stöðu á móti Keflavík og ég hef trú á því að við verðum góðar í leiknum á morgun (í dag) því þetta er mikilvægasti leikur tímabilsins til þessa. Það hjálpar stundum okkar liði að undirbúa sig þegar stelpurnar vita að þær fá engin önnur tækifæri,“ segir Julia. „Mér líst betur á liðið en stöðuna á mér og mínum meiðslum. Ég er sannfærð um að við spilum betur í þessum leik en við höfum gert í und- anförnum tveimur leikjum,“ sagði Julia að lokum. JULIA DEMIRER: STIGA- OG FRÁKASTAHÆSTI LEIKMAÐUR HAMARS GAT LÍTIÐ VERIÐ MEÐ Í LEIK ÞRJÚ Á MÓTI KR Það eina sem var hægt að gera var að hvíla hnéð > Geta stigið skref í átt að EM í dag Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Bretum klukkan 14.00 í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni EM en Ísland vann 27-16 sigur í leik þjóðanna í London á miðvikudaginn. Frakkar eru efstir í riðlinum með 6 stig, Ísland er með fjögur og Austurríki er með tvö stig. Tvær efstu þjóðir hvers riðils komast áfram á EM en það ræðst allt í lok maí þegar liðið mætir Frökkum hér heima og Austurríki ytra. Íslensku stelpurnar eiga mjög góða möguleika á því að komast áfram í lokakeppni EM í fyrsta sinn en keppnin fram fer í Danmörku og í Noregi í desember. KÖRFUBOLTI Unnur Tara Jónsdótt- ir hefur farið á kostum með KR í úrslitakeppninni og það er ekki síst hennar framlagi að þakka að liðið er búið að vinna fimm af sex leikjum sínum í úrslitakeppninni og getur orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í átta ár með sigri í fjórða leiknum á móti Hamri sem fer fram í Hveragerði í dag. Unnur Tara hefur skilað miklu meiru til KR-liðsins í úrslita- keppninni en hún gerði fyrir KR- liðið í deildinni og er sem stendur efst hjá liðinu í framlagi, stigum, stolnum boltum, fengnum vítum og varnarfráköstum í úrslitakeppn- inni. Unnur Tara var með 33 stig og 68 prósent skotnýtingu í síðasta leik og var þá aðeins einu stigi frá því að jafna stigamet íslensks leik- manns í lokaúrslitum kvenna. Það er magnað að bera saman tölur Unnar í úrslitakeppninni við tölur hennar í deildinni því flestir leikmenn lækka sig aðeins þegar kemur í spennuþrungna leiki í úrslitakeppninni. Unnur Tara hefur hins vegar tekið risastökk, hún hefur meira en tvöfaldað bæði framlagið og fráköstin, hefur hækkað skotnýtingu sína um 10,1 prósent og þá er hún að skora 9,2 fleiri stig að meðaltali í leik. Fjórði leikur KR og Hamars hefst klukkan 16,00 í dag í Hvera- gerði. KR-liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína í húsinu í vetur og vinni þær í dag verða þær Íslands- meistarar í fyrsta sinn síðan 2002. Vinni Hamar ná þær að jafna ein- vígið í 2-2 og tryggja sér odda- leik sem fer fram í DHL-höllinni á þriðjudaginn. - óój Unnur Tara Jónsdóttir hefur verið frábær með KR í úrslitakeppninni en KR-konur geta orðið meistarar í dag: Eins og nýr leikmaður í úrslitakeppninni TVÖFALDAR TÖLURNAR KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir hefur verið allt í öllu í sóknarleik KR-liðsins í úrslita- keppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TÖLFRÆÐI UNNAR TÖRU (Deildarkeppni - úrslitakeppni) Framlag í leik 10,8 - 23,0 Breyting: +12,2 Stig í leik 9,8 - 19,0 Breyting: +9,2 Fráköst í leik 4,3 - 8,8 Breyting: +4,5 Skotnýting 44,7% - 54,8% Breyting: 10,1% KÖRFUBOLTI Jakob Örn Sigurðar- son og félagar í Sundsvall Dra- gons eru úr leik í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir 1-3 tap á móti Uppsala í átta liða úrslitunum. Sundsvall vann fyrsta leikinn en síðan ekki söguna meir og nið- urstaðan er mikil vonbrigði en liðið varð meistari í fyrra og end- aði í 3. sæti í deildarkeppninni í vetur. Helgi Már Magnússon og félagar í Solna Vikings eru komn- ir í undanúrslit þar sem þeir mæta Norrköping. - óój Jakob og félagar í Sundsvall: Óvænt í sumarfrí TÓLF STIG Jakob Örn Sigurðarson var næststigahæstur hjá Sundsvall í lokaleik tímabilsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.