Fréttablaðið - 03.04.2010, Page 70

Fréttablaðið - 03.04.2010, Page 70
50 3. apríl 2010 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 SJÓNVARPSÞÁTTURINN LÁRÉTT 2. hland, 6. persónufornafn, 8. skammst., 9. gogg, 11. tveir eins, 12. miklu, 14. digurmæli, 16. leita að, 17. sönghópur, 18. munda, 20. bókstafur, 21. lap. LÓÐRÉTT 1. stjórnarumdæmis, 3. ryk, 4. skáld- saga, 5. dæling, 7. tilgátu, 10. yfirgaf, 13. stormur, 15. fituskán, 16. sódi, 19. bor. LAUSN LÁRÉTT: 2. piss, 6. ég, 8. möo, 9. nef, 11. gg, 12. stóru, 14. grobb, 16. gá, 17. kór, 18. ota, 20. ká, 21. sull. LÓÐRÉTT: 1. léns, 3. im, 4. sögubók, 5. sog, 7. getgátu, 10. fór, 13. rok, 15. brák, 16. gos, 19. al. Dúóið Heima sem er búsett í Xiamen í Kína hefur sent frá sér myndband við lagið I Know You. Þar er þjóðerniskenndin í fyrirrúmi og yfirgangur Breta gagnvart Íslendingum vegna Icesave-málsins gagn- rýndur. „Við sátum við tölvuna og vorum að horfa á BBC- viðtalið við Ólaf Ragnar og sáum þá einnig sjón- armið breskra fjölmiðla. Inngangurinn að við- talinu var svo ósanngjarn gagnvart fallega landinu okkar og öllu fólkinu sem hafði ekkert að gera með þetta Icesave-mál,“ segir Elín Jónína Ólafsdóttir úr Heima. Hún hefur búið í fjögur ár í Kína ásamt manni sínum Rúnari Sigurbjörnssyni, hinum helm- ingi dúósins. „Þetta vakti hjá okkur þvílíka þjóðern- iskennd að við vorum næstum því eins og Amer- íkanar allan þann dag. Eina leiðin til að tjá þær tilfinningar var að semja þetta lag sem við frum- fluttum svo á tónleikum daginn eftir. Það var góð tilfinning.“ Aðspurð segir Elín að Kínverjar hafi góðan skiln- ing á vanda Íslendinga. „Fréttir héðan af Íslandi bera allar þann keim að Kínverjum finnst að það sé verið að ráðast ansi hart að okkur varðandi Icesave og að það ætti að gefa okkur tíma til að átta okkur á stöðunni og leyfa okkur að finna sanngjarna leið til að borga þessar skuldir. Svo það má segja að það séu engir fordómar gagnvart Íslandi í Kína, einung- is stuðningur,“ segir hún. Lagið I Know You er tekið af plötunni The Long Road Home sem kom út í Kína síðasta haust. Platan hefur enn ekki verið gefin út á Íslandi. Hægt er að hlusta á plötuna og skoða nýja myndbandið á síðunni Heimaworld.com. -fb Íslensk þjóðerniskennd í Kína „Þeir keyptu bara handritið. Eru þetta einhverjir peningar? Maður fær náttúrulega höfundarlaun en þetta veltur allt á því hvað verkið er sýnt lengi,“ segir Gísli Örn Garðarsson en Aurora-leikhúsið í San Fransisco hefur keypt leikgerð hans og Davids Farr að verki Kafka, Hamskiptunum, sem leikhópurinn Vesturport hefur sýnt úti um allan heim. Gísli segist lítið vita um leikhúsið en skilst að það sé hluti af hinum óháða geira í banda- ríska leikhúsheiminum. Og leikstjórinn og leikarinn segist ekki hafa hugmynd um hvernig leik- húsið komst yfir þessa leikgerð. „Þeir voru búnir að liggja yfir einhverj- um útgáfum af þessu verki og völdu okkur,“ segir Gísli en hann kemur ekkert nálægt þessari uppsetningu heldur mun leikhúsið bara notast við sína eigin leikstjóra og leikara. Gísli er nýkominn heim frá kólumb- ísku borginni Bogota þar sem Vest- urport sýndi einmitt Hamskiptin á einni stærstu leikhússýningu heims. „Þetta var mjög sérstök lífsreynsla, þarna gengu miðar kaupum og sölum á svörtum markaði, lögreglumenn með vélbyssur á hverju götuhorni og sprengjuleit fyrir hverja sýningu. En það gekk allt rosalega vel hjá okkur og það var fullt á öllum sýningunum sex,“ segir Gísli og hrósaði þeim Vík- ingi Kristjánssyni og Selmu Björns- dóttur alveg sérstaklega en þau léku í þessari sýningu í fyrsta skipti. „Það mæddi mikið á þeim en þau stóðu sig alveg eins og hetjur.“ - fgg Hamskiptin til San Francisco KEYPT TIL AMERÍKU Hamskiptin eftir David Farr og Gísla Örn Garðarsson verður sett upp í Aurora-leikhúsinu í San Fransisco. ÚR MYNDBANDINU Í myndbandinu við lagið I Know You er þjóðerniskennd þeirra Elínar og Rúnars í fyrirrúmi. „Ég er farinn að viða að mér efni og draga saman staðreyndir sem gott er að hafa á hreinu áður en maður byrjar að taka viðtöl,“ segir Jónatan Garðarsson, sem skrifar ævisögu tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar. Karl spilaði meðal annars með Trúbroti og Þursa- flokknum, en lést sviplega í bíl- slysi á Hellisheiði fjörutíu ára gamall árið 1991. „Það hefur eiginlega ekkert verið skrifað um Karl,“ segir Jón- atan. „Hann var mjög ungur þegar hann byrjaði í tónlistinni. Var ekki nema 10 ára þegar hann stofnaði fyrstu hljómsveitina upp á Skaga. Svo var hann í hljómsveit í Reyk- holti en fljótlega eftir að hann kom til Reykjavíkur var hann byrjað- ur í böndum. Fyrst smá tíma í Tónum, þá í Dátum og svo stofn- aði hann Flowers. Svo er sú saga þekkt hvernig hann fór yfir í Trú- brot og svo úr og í bandið. Skóla- gangan hjá honum var gloppótt. Hann fór í nám til Austurríkis og var þar í tæp tvö ár og svo löngu seinna í skóla í Berkeley í Kali- forníu. Hann var svo starfandi sem organisti fyrir austan fjall þegar hann lést.“ Þeir Jónatan og Karl þekktust ágætlega. „Við áttum samskipti á ýmsum sviðum í gegnum tíðina. Þegar ég stofnaði Jazzvakningu með öðrum kom hann oft á djass- kvöld og djammaði. Eftir að ég fór í plötuútgáfubransann tengdist ég honum og eins þegar ég starfaði sem blaðamaður. Ég myndi lýsa honum þannig að hann var snöggur að öllu. Hann var kvikur og ör og vinmargur, fór víða um og stopp- aði yfirleitt stutt. Á föstudeginum áður en hann dó kom hann til mín á skrifstofuna. Ég var á fundi svo hann sagðist ætla að koma aftur á mánudaginn og ræða málin. Hann ætlaði að koma með einhverja hug- mynd. Svo frétti ég bara af því á sunnudagskvöldinu að hann væri dáinn.“ Bókin um Karl Sighvatsson er fyrsta „rokkbókin“ sem heyrist af í ár. Í fyrra var mikil spreng- ing í þessari tegund bókmennta þegar ævisögur um menn eins og Magnús Eiríksson og Vilhjálm Vilhjálmsson komu á markaðinn, auk bókarinnar 100 bestu plöt- ur Íslandssögunnar, sem Jónatan skrifaði með Arnari Eggerti Thor- oddsen. Það var fyrsta bókin sem Jónatan skrifaði, en hann hefur skrifað mikið um tónlist á plötu- kápur og í dagblöð. Æskan gefur bókina um Karl út í haust. drgunni@frettablaðið.is JÓNATAN GARÐARSON: SKRIFAR ÆVISÖGU KARLS SIGHVATSSONAR Hann var snöggur að öllu KVIKUR OG ÖR OG VINMARGUR Jónatan Garðarsson skrifar ævisögu Karls Sighvatssonar, sem á að koma út í haust. Opið í IÐU um helgina. Laugardag 9-22, mánudag 2. í páskum 10-22, lokað páskadag. Sígild fermingar gjöf Viku- tilboð 7.950 5.990,- VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Edda verður flugfreyja í sumar. 2 Plata Jónsa heitir Go. 3 Aron Bergmann. „Ég elska að fá hroll yfir Klovn. Svo jafna ég mig með þáttunum hans David Attenboroughs.“ Atli Þór Albertsson leikari. Tom Selleck-mottukeppnin var haldin á Boston í byrjun vikunnar eins og lesendur Fréttablaðsins ættu að vita. Aron Bergmann var sigurvegari kvöldsins eftir harða keppni við nokkra vel hærða karlmenn. Það var þétt setinn bekkurinn á Boston og í áhorf- endahópnum voru meðal annars nokkrir útlendingar sem virtust hálf hissa á þessari undarlegu samkomu. Meðal þeirra var Chris Harrison sem er kynnir í Bachel- orette-þáttunum en eins og Fréttablaðið hefur sagt frá standa nú yfir tökur á þeim hér á landi. Harrison lét lítið fyrir sér fara en þeir sem gáfu sig á tal við hann sögðu að hann hefði virst vera hálf hissa á því hvað fáir könnuðust við sig. Það rekur hver gleðifréttin aðra hjá Halldóru Rut Bjarnadóttur þessa dagana. Hún gengur nú með fyrsta barn sitt og Víkings Kristjánssonar leikara og í vikunni fékk hún þær fréttir að hún hafi fengið inngöngu í leiklistardeild Listaháskólans. Daníel Bjarnason, sem nýverið hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem höfundur ársins, fær góða dóma fyrir plötu sína Processions á tónlistarsíðunni Drowned In Sound. Platan fær 8 af 10 mögu- legum í einkunn þar sem Daníel er hrósað fyrir að vera blátt áfram í tónlistarsköpun sinni og eiga auðvelt með að koma hlustandanum á óvart. Sannarlega góðar fréttir fyrir þennan efnilega tónlistar- mann. - hdm, fb FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.