Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 10
10 9. apríl 2010 FÖSTUDAGUR Auglýsingasími Allt sem þú þarft… TÉKKLAND, AP Barack Obama Banda- ríkjaforseti segir nýja afvopnun- arsamninginn leggja grunn að enn frekari fækkun kjarnorkuvopna á næstu árum. Hann undirritaði samninginn í Tékklandi í gær ásamt Dimitri Medvedev Rússlandsforseta. Nærri ár er síðan samningavið- ræðurnar hófust, og hefur á ýmsu gengið þennan tíma. Upphaflega átti nýi samning- urinn að taka gildi ekki síðar en í desember, þegar hinn tuttugu ára gamli START-samningur rann út. Þann samning höfðu Ronald Reag- an Bandaríkjaforseti og Mikhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi undir- ritað árið 1991, skömmu fyrir fall Sovétríkjanna. Samningurinn felur það í sér að langdrægum kjarnorkuvopnum Rússa og Bandaríkjanna er fækk- að um þriðjung frá því sem nú er. Hann tekur þó ekki gildi fyrr en þing beggja þjóða hafa staðfest hann. Báðir voru þeir Obama og Med- vedev ánægðir með þennan síð- búna árangur og bjartsýnir á fram- haldið. Enn eru þó óleyst deilumál milli ríkjanna, ekki síst varðandi áform Bandaríkjanna um að koma sér upp eldflaugavörnum í Evrópu þrátt fyrir að Rússar líti á það sem ógn við sig. Síðastliðið haust sagði Obama að Bandaríkjamenn væru hættir við áform um að koma sér upp eld- flaugavarnarstöðvum í Póllandi og Tékklandi, en Bandaríkin hafa þó enn áform um að koma sér upp endurbættum eldflaugavörnum í Evrópu, meðal annars með aðstöðu í Rúmeníu. Rússar hafa hótað því að segja upp þessum nýja samningi ef þeir komast að þeirri niðurstöðu að þeim stafi hætta af þessum áform- um. Obama sagði þeim þó engan veginn beint gegn Rússum og Med- vedev sagðist sannfærður um að málamiðlun takist um málið. gudsteinn@frettabladid.is Leggja grunn að fækkun kjarnavopna Nýr samningur um kjarnorkuafvopnun hefur verið nærri ár í smíðum. Obama Bandaríkjaforseti og Medvedev Rússlandsforseti eru bjartsýnir á að ná samningi um flugskeytavarnarkerfi Bandaríkjanna. Samningur um fækkun kjarnorkuvopna Samningur Rússa og Bandaríkjamanna um fækkun kjarnorkuvopna kemur í staðinn fyrir START-samninginn svonefnda frá 1991, en sá samn- ingur rann út í desember. Bandaríkin Kjarnaoddar sem samningurinn nær til Í langdrægum flaugum Skotflaugar: Fækkað úr 1.600 í 500-1.000 skv. samningum. Áfram í notkun skv. samningnum 1.500-1.675 Kjarnaoddar utan samningsins Bandaríkin Rússland 2.200 2,800-3.000 2.500 4.200 3.550 4.6702.050 500 Í skammdrægum flaugum Í geymslu Bíða niðurrifs Frakkland 300 Bretland 185 Pakistan 60-90 Kína 240 Ísrael 80-106 Indland 60-80 Norður-Kórea ekki vitað Kjarnaoddar í eigu annarra ríkja HEIMILD: BULLETIN OF THE ATOMIC SCIENTISTS Rússland Hafðu samband sími Ert þú í Vildarþjónustu Arion banka? ávinning arionbanki.is AÐ LOKINNI UNDIRRITUN Barack Obama og Dmitri Medvedev harla ánægðir með dagsverkið. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Bráðadeild Land- spítalans við Hringbraut var í gær sameinuð slysa- og bráða- deild spítalans í Fossvogi. „Tilgangurinn sameiningar- innar er að tryggja rétta móttöku og meðferð á réttum stað og rétt- um tíma,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Um leið og þjón- usta verði bætt lækki launa- og rekstrarkostnaður. Þá var opnuð hjartamiðstöð á Landspítalanum við Hringbraut með áherslu á dag- og göngu- deildarþjónustu auk bráðaþjón- ustu hjartasjúklinga á virkum dögum. - gar Hagræðing hjá Landspítala: Bráðadeildirnar báðar í Fossvog BANDARÍKIN, AP Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að lág- vaxtastefna bankans hafi ekki hvatt lánastofnanir til að veita áhættusöm lán. Í yfirheyrslum hjá banda- rískri þingnefnd rakti hann fjöl- mörg mistök sem aðrir gerðu og leiddu til fjármálahrunsins, en taldi sjálfan sig og Seðlabankann ekki bera þar neina sök. Meðal annars þurfti hann að svara gagnrýnendum sem sögðu Seðlabankann hafa brugðist með því að setja ekki reglur um áhættusöm lán til fólks sem hafði ekki efni á að greiða afborganir af skuldunum. „Hvers vegna í ósköpunum gerðirðu ekkert til að halda í skefjum ósvífinni og blekkjandi undirmálslánastarfsemi?“ spurði Phil Anglides, formaður rann- sóknarnefndarinnar. „Þú hefðir getað það og þú hefðir átt að gera það, en gerðir það ekki.“ Greenspan benti á ýmsar ráð- stafanir, sem Seðlabankinn greip til, en Anglides fullyrti að þær aðgerðir hefðu aðeins náð til eins prósents af undirmálslánamark- aðnum, sem grófu undan fjár- málaheiminum með þeim afleið- ingum að kreppan fór af stað. - gb Alan Greenspan ver gerðir sínar fyrir bandarískri þingnefnd: Kennir flestum öðrum um ALAN GREENSPAN Segir kreppuna ekki sér að kenna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.