Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 11 TÆKNI Tæknitröll hafa unnið að því að bæta úr því sem vantar í iPad- tölvuna sem kom á markað um síðustu helgi. Í netútgáfu tímaritsins PC World er bent á að búið sé að bæta úr skorti á myndavél. Ann- ars vegar er um að ræða hugbún- að sem tengir saman iPad-tölvuna og iPhone-símann. Bæði má nota staðarnet tölvu og síma (Wi-Fi) eða blátannartækni á þann veg að síminn nýtist sem myndavél. Hins vegar má kaupa sérstaka mynda- vél, sem tengist tölvunni með blátannartækni. - jab Viðbót við iPad-tölvuna: Tæknifíklar búa til myndavélar RÁPAÐ UM NETIÐ Margir hafa brugðist við kvörtunum frá þeim sem finnst ýmislegt vanta í nýju tölvuna frá Apple. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP BRUSSEL Nýjar og samræmdar reglur um vegabréfsáritanir hafa tekið gildi á Schengen-svæðinu. Þær eiga að einfalda íbúum utan Schengen-svæðisins að ferðast inn á svæðið, ef fyrirhuguð dvöl er ekki lengri en þrír mánuðir. Meðal annars er biðtími eftir áritun styttur, auk þess sem emb- ættismenn verða að gefa upp ástæðu ef einstaklingi er neitað um áritun. Vilji fólk dvelja leng- ur en 90 daga gilda samræmdu reglurnar ekki heldur sérreglur hvers ríkis eins og hingað til. Schengen-svæðið nær yfir 22 af 27 ríkjum Evrópusambandsins, auk Íslands, Noregs og Sviss. - gb Breytingar á Schengen: Samræma árit- anir vegabréfa KÓPAVOGUR Samfylkingin vill að Kópavogsbær hafi forgöngu um og leggi fram fé til að fullgera hálfbyggðar íbúðir í bænum. Bærinn útvegi lánsfé á hag- stæðum kjörum og bjóði Íbúða- lánasjóði, bönkum og byggingar- aðilum til samstarfs. Að lokinni byggingu verði íbúðirnar boðnar til leigu, kaupleigu eða sölu á almennum markaði. „Það er hlutverk hins opinbera að örva efnahagslífið í niður- sveiflu,“ segir í tilkynningu Sam- fylkingarinnar. Hugmyndin geti staðið undir sér, hún skapi bæjar- búum atvinnu og bjóði raunhæf búsetuúrræði. - pg Kópavogur útvegi lánsfé: Tryggt verði að íbúðarhúsnæði verði fullbyggt REYKJAVÍK Langflestir foreldrar sem fengið hafa greitt svokallaða þjónustutryggingu frá Reykjavíkurborg eru ánægðir með þá þjónustu, samkvæmt niðurstöðum könnun- ar sem gerð var fyrir Reykjavíkurborg. Borgin býður foreldrum barna að tveggja ára aldri styrk sem kallaður er þjónustu- trygging og er ætlað að greiða fyrir umönn- un barnsins frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til leikskólapláss eða niðurgreidd þjónusta dagforeldra býðst. Borgin lét kanna viðhorf til þjónustutryggingar hjá foreldrum sem leituðu eftir þjónustu hjá leikskólasviði borgarinnar. Af 477 sem svöruðu sögðust 159, eða 33,3 prósent, hafa nýtt sér þjónustutryggingu. 61 prósent nýtti styrkinn þar sem leikskólapláss stóð ekki til boða. Álíka margir og nýttu þjónustu- trygginguna, eða 153, sóttu ekki um þar sem þeir vissu ekki að hún stæði til boða. 89,5 prósent allra þátttakenda vilja að þjónustutrygging sé meðal þeirra valkosta sem borgin býður. Styrkurinn var 35 þúsund krónur á mán- uði þegar könnunin var gerð, en 63 prósent svarenda töldu fjárhæðina of lága, 35 pró- sent hæfilega en 2 prósent töldu greiðslurn- ar of háar. Styrkurinn lækkaði í 25 þúsund um síðustu áramót og lækkar aftur í 20 þús- und 1. ágúst í sumar. - pg Flestir foreldrar vilja að Reykjavíkurborg bjóði styrki til að brúa bil eftir fæðingarorlof: Þriðjungur foreldra hefur nýtt þjónustutryggingu ÞJÓNUSTUTRYGGING Reykjavík er eitt tólf sveitarfélaga, sem bjóða greiðslur til að brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FERÐAMÁL Tuttugu og sex þúsund erlendir ferðamenn fóru frá land- inu um Leifsstöð í marsmánuði og hafa aldrei verið fleiri í þeim mánuði. Ferðamönnum fjölgaði um tvö þúsund frá sama mánuði í fyrra, samkvæmt talningu Ferðamála- stofu. Ferðamönnum fjölgaði frá öllum markaðssvæðum nema hinum Norðurlöndunum. Bretum fjölgaði um rúmlega fimmtung, Bandaríkjamönnum og Kanada- mönnum um ellefu prósent. Frá áramótum hafa 65 þúsund erlendir gestir farið frá landinu, fimm prósentum fleiri en fyrstu þrjá mánuði síðasta árs. - pg Ferðaþjónusta blómstrar: Metfjöldi í mars VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 4 99 47 0 4. 20 10 Islantilla Verð frá 159.900 og 15.000 Vildarpunktar m.v. tvíbýli. Ótakmarkað golf og hálft fæði. Marismas íbúðagisting á El Rompido Verð frá 172.900 og 15.000 Vildarpunktar m.v. 2 í íbúð. El Rompido Verð frá 178.600 og 15.000 Vildarpunktar m.v. tvíbýli á 5* glæsilegu hóteli ótakmarkað golf, golfkerra og hálft fæði. Matalascanas Verð frá 146.900 og 15.000 Vildarpunktar m.v. tvíbýli, ótakmarkað golf, golf- kerra og hálft fæði. Golfskóli fyrir byrjendur og lengra komna í boði. Síðustu sætin að seljast! Nokkur sæti laus! Ekki missa af lestinni! 2.–9. maí á frábæru verði golfferð vorsins til Spánar Síðasta Beint leiguflug með Icelandair Golfbíll innifalinn! Allt innifalið! VITA er í eigu Icelandair Group. GROUP Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.