Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 41
FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 29 pantanir@austursteikhus.is | Austurstræti 7 | 101 Reykjavík | sími 568 1907 | austursteikhus.is Í tilefni af opnun okkar ætlum við að bjóða 3ja rétta málsverð í apríl á aðeins 4.900 krónur. Kynnið ykkur okkar glæsilega matseðil á austursteikhus.is. Borðapantanir í síma 568 1907 eða á pantanir@austursteikhus.is. Opnum klukkan 11:30 alla daga. Opnum á morgun hágæða fusion steikhús þar sem franskir og japanskir straumar renna saman. Forréttur Nautatartar (létt reyktur) Einiber, þurrkað capers, söl, pikklaður engifer, wasabi krem, sinneps karsi, mjólkurmalt ís Aðalréttur Nautalund 200gr. "piparsteik" Kartöflugratin, confit perlulaukur, brúnað grasker, graskersmauk, graskersfræ, flambé piparsósa Desert Súkkulaði himnasæla að hætti Örvars Birgissonar með öllu tilheyrandi Leikkonan Jennifer Love Hewitt, sem fer með aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Ghost Whisp- erer, gaf nýverið út bókina How I Shot Cupid, þar sem hún fjallar á einlægan hátt um ástina. Leik- konan segist hafa verið svikin fimm sinnum af kærustum sínum og að það sé eitt það sárasta sem hún hafi upplifað. „Einu sinni komst ég að því í sjónvarpinu. Í annað skipti gekk ég inn á kær- asta minn með annari konu. Í þriðja sinn fékk ég nagandi til- finningu og skoðaði síma kærasta míns og komst þá að því að hann var einnig í sambandi við aðra. Þetta var allt hræðilegt.“ Love óhepp- in í ástum SVIKIN Jennifer Love Hewitt segist hafa átt fimm kærasta sem héldu framhjá henni. NORDICPHOTOS/GETTY Söngkonan Black Eyed Peas, Fergie, viðurkenndi í viðtali við tímaritið Elle að hún plati sjálfa sig til að borða ekki óholla fæðu og ímyndar sér til að mynda að franskar kartöflur séu eitraðar. „Ég ímynda mér stundum að franskar kartöflur séu eitraðar. Þegar ég borða eftirrétti þá fæ ég mér aðeins einn munnbita, en ég nýt hvers augnabliks á meðan ég borða hann.“ Hún sagði jafnframt að slúður- höfundar uppnefni hana gjarnan og segi hana ljóta og að það þyki henni mjög sárt. „Það særir mig þegar fólk segir að ég sé ljót eða skrif- ar um það hversu illa ég lít út þenn- an eða hinn dag- inn. Ég hef þurft að læra að leiða slík ummæli hjá mér því auðvit- að koma dagar þar sem útlitið er ekki fullkom- ið. Ég hef ekki tíma til að fara í förðun og snyrtingu alla daga.“ Slúður særir PLATAR SJÁLFA SIG Fergie segist stundum plata sjálfa sig til að borða ekki óholl- an mat. NORDICPHOTOS/GETTY Hljómsveitirnar Sign, Cliff Clavin, For a Minor Reflection, Ourlives, Noise, Ten Steps Away og Nevolu- tion, koma fram á Localice-tón- leikum á Nasa í kvöld. Tónleik- arnir, sem eru þeir fyrstu hjá Sign í langan tíma, eru haldn- ir í samstarfi við rokktímaritið Kerrang! og verða þeir sýndir í beinni útsendingu á heimasíðunni Kerrang.com. „Við erum búsettir í Bretlandi líka og höfum verið að vinna fyrir iTunes. Við töluðum við Kerr- ang! því okkur fannst góð hug- mynd að sýna íslensk bönd úti án þess að þau þurfi að fljúga út. Þetta er eitthvað sem hefur ekki verið gert mikið áður,“ segir Arnar Helgi Hlynsson hjá Local- ice. „Þetta er mjög gott tækifæri fyrir þessi bönd. Þau hafa verið að spila mörg á Kerrang!-kvöld- um á Airwaves. Þeir virðast hafa einhvern áhuga á íslensku rokki og metal.“ Localice hefur unnið mikið við framleiðslu á myndefni og upp- tökum fyrir tónlist bæði í Bret- landi og á Íslandi. Sex myndavél- ar á vegum fyrirtækisins verða á Nasa í kvöld og geta einungis þeir sem eru búsettir í Bretlandi séð tónleikana á Kerrang!-síðunni. Stefnt er að því að svipaðir tónleikar verði haldnir á nokk- urra mánaða fresti í framtíðinni. Húsið opnar klukkan 20.30 og tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21. - fb Íslenskt í beinni hjá Kerrang! RAGNAR SÓLBERG Sign skartar nýjum trommuleikara á sínum fyrstu tónleikum í langan tíma í kvöld. Gossip Girl-leikarinn Ed Westwick á að hafa hætt með kærustu sinni og mótleikkonu, Jessicu Szohr, í byrjun síðustu viku. Szohr á að hafa daðrað við vin þeirra á skemmti- stað á meðan Westwick var staddur í London við tökur á nýrri kvikmynd. Þegar leikarinn frétti af þessu á hann að hafa hringt í Szohr og slitið sambandinu. „Jessica hélt upp á afmæli sitt fyrir stuttu og var mjög vinaleg við vin þeirra Eds. Hegðun hennar vakti mikla athygli á meðal þeirra sem staddir voru í afmælinu og því frétti Ed fljótt af þessu. Hann hringdi strax í hana og sleit sambandinu en Jessica, sem neitaði öllu, varð svo miður sín að hún flaug strax næsta dag til London til að reyna að ná sáttum,“ var haft eftir heimildarmanni. Westwick og Szhor hafa verið saman frá árinu 2008. Laus og liðugur HÆTT SAMAN Ed Westwick á að hafa slitið sambandi sínu við Jessicu Szhor. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.