Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 22
2 föstudagur 9. apríl núna ✽ Nýjustu straumarnir þetta HELST KLASSÍSK Fyrirsætan Lara Stone varð fræg vegna þess að hún var þéttvaxnari en gengur og gerist á tískupöllunum. Hún var þó afskap- lega mjóslegin og föl þegar hún var mynduð í London í fyrradag. Íslenska tískufyrirtækið Andersen & Lauth sem hefur vakið verðskuld- aða athygli erlendis, meðal ann- ars á síðustu tískuvikunni í Kaup- mannahöfn, hefur nú snúið sér að gerð heimilislínu. „Við erum búin að gera línu af púðum og sessum sem er komin í búðirnar okkar,“ segir Gunnar Hilmarsson hönnuður sem einn- ig er formaður Fatahönnunarfélags Íslands. „Það er ekkert leyndarmál að okkur finnst ekkert skemmtilegra en að hanna handgera hluti með mikl- um bróderingum. Þessi lína er gerð út frá sömu rómantísku stemningu og kvenfatnaðurinn okkar og okkur langar að færa þessa stemningu inn á heimili viðskiptavina okkar.“ Púðana má nálgast í verslun Andersen og Lauth á Lauga- veginum. - amb Ný heimilislína frá Andersen og Lauth Rómantískur blær Ný heimilislína Fallegir bróderaðir púðar frá Andersen og Lauth. Eitt af því nýjasta nú í vor eru undirföt sem sjást eða fatnaður sem lítur út eins og undirföt. Þessi tíska varð fyrst vinsæl þegar Madonna söng í kor- seletti „Like a Virgin“ og vinsældum þess hefur verið haldið uppi reglulega af fatahönnuðum eins og John Galliano og Dolce & Gabbana. Um þessar mundir er hægt að fá falleg korselett í verslunum bæjarins sem selja notaðan fatn- að og svo býður Top Shop upp á undurfallegt úrval. - amb Undirföt sem sjást Dani leiktar að nöktum konum Danski ljósmyndarinn Søren Røn- holt kemur til Íslands í dag og leitar að konum til að mynda. Tíu konur frá hverju Norðurland- anna verða ljósmynd- aðar nakt- ar á heimili sínu en með verkefninu vill Søren end- urskoða þær hugmyndir sem eru við lýði í nútímasamfélagi um feg- urð sem helst birtist okkur á fótósjoppuðum myndum glanstímarita. Afrakstur verk- efnisins verður kynntur með sýningum í hverju þátttökulandi og í ljósmyndabók sem gefin verður út. Søren er þekktur tískuljósmynd- ari og segist orðinn leiður á tísku- heiminum þar sem hugmyndir um hina svokölluðu fullkomnu fegurð færast sífellt fjær raunveruleikan- um. Áhugasamar og hugrakkar konur mega hafa samband á sr@ roenholt.dk. STEINGERÐUR SONJA ÞÓRISDÓTTIR NEMI „Tilgangur helganna er að gera allt það tilgangslausa sem maður vill gera. Svo ætli ég geri ekki eitthvað tilgangslaust og fari svo kannski á Bakkus. Ég er nefnilega svo ótrúlega flink að dansa.“ „Þetta er eins konar elektrónísk metal-ópera með diskóívafi,“ hlær dansarinn og dans- höfundurinn Erna Ómarsdóttir þegar hún lýsir tónleikum sínum og Valdimars Jó- hannssonar sem fram fara í kvöld á Bos- ton. „Þetta er samstarfsverkefni okkar Valdi- mars og við syngjum bæði og spilum og erum með smá uppákomu.“ Erna og Valdimar, sem er Ísfirðingur og þekktur sem meðlimur hljómsveit- anna Nine Elevens og Reykjavík!, voru með sína fyrstu tónleika undir nafninu Lazyblood í Rotterdam í nóvember en hafa einnig komið fram í Malmö, Svíþjóð og í Norræna hús- inu í Jóladagatalinu nú fyrir síðustu jól. Síðast en ekki síst voru þau með stóra tónleika í sjálfstæðu leikhús- rými sem nefn- ist Raffinerie í Lazyblood spilar á Boston í kvöld: ÞETTA VERÐUR BARA PARTÍ FULLT AF NÝJUM VÖRUM Allir sem versla fyrir 8.000 kr. eða meira fá hálsklút. Við erum á fyrstu hæðinni í Firði. Sími 534 0073 Erum með opið á lau. kl. 11–16 Skokkar frá 7.990 kr. Brussel nýverið. Lazyblood hefur fengið afbragðs dóma erlendis fyrir að blanda saman tónleikaforminu við sviðslist og enginn ætti að láta tónleikana í kvöld framhjá sér fara. „Þetta verð- ur vonandi bara partí og stuð,“ útskýrir Erna sem undirstrik- ar að það sé ókeypis inn og allir velkomnir. Tónleikarnir hefjast á Boston, Laugavegi klukkan tíu og standa til miðnættis. - amb Steingerður Sonja Þórisdóttir helgin MÍN augnablikið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.