Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 16
16 9. apríl 2010 FÖSTUDAGUR Eftir að hafa búið við eitt og hálft ár af fjármálakreppu og laga- flækjum, niðurskurði og ýmiss konar samningum um afborgun- arskilmála, er kominn tími til að hefja uppbyggingu og leggja sterk- an grunn að framtíðinni. Gott er að hafa í huga að kínverska tákn- ið fyrir „kreppu“ táknar einnig „möguleika“. Ísland er stórkostlegt land tæki- færa, náttúruauðlinda og sjálfstæðr- ar og friðelskandi þjóðar. Með slík- an grunn og í ljósi þeirra möguleika sem fámenn þjóð hefur til að laga sig fremur hratt að nýjum aðstæðum er framtíðin björt sé tækifærið gripið einmitt nú. Nú er lag að hefja uppbyggingu með langtímasjónarmið að leiðar- ljósi, í umhverfi sem er í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að þeim sköpunarkrafti og framkvæmda- gleði sem náttúra Íslands blæs okkur í brjóst á einstakan hátt. Við getum með skjótum hætti orðið fordæmi til að snúa þróuninni við eftir fjár- málakreppu heimsins. Ef við þorum að taka nokkur óhefðbundin hliðar- spor getum við byggt upp kröftugan og hugmyndaríkan hóp sem höfðar bæði til skapandi fólks og skapandi fjármagns. Ísland á möguleika á að verða fyrsta land í heimi þar sem jafnvægi næst í losun og upptöku koltvísýrings. Á tíu árum gætum við endurnýjað allan bílaflota lands- ins þannig að notuð yrði innlend og endurvinnanleg orka. Á Íslandi er gnótt af því sem almennur skortur er á í heiminum; víðernum og auðnum. Við vitum öll að með matvöru sem framleidd er á staðnum og framreidd af hugmynda- ríki og sjálfsögðum gæðum, og með nýstárlegum gistimöguleikum og aukinni þjónustu, á landið mögu- leika á að verða gífurlega vinsæll áningarstaður ferðamanna. Til að koma þessu í framkvæmd er þörf á þekkingu, hugmyndaríki, hugrekki og sköpunarkrafti. Árið 2010 mun Norræna húsið í Reykjavík, sem ég vona að geti lagt sitt af mörkum sem frjósamt og kraftmikið afl á erfiðum tímum, setja börnin í öndvegi. Börnin okkar taka þátt í að byggja upp landið á ný og þau þurfa að fá í hendurnar verk- færi og einnig stuðning sem eykur hugmyndaflug, hugrekki og þann mikla sköpunarkraft sem getur gert Ísland að besta landi í heimi. Í samvinnu við Háskóla Íslands verður nú í apríl opnað Tilraunaland sem er öllum opið þeim að kostnað- arlausu. Tilraunalandið höfðar til sköpunarkrafts og forvitni, það er fræðandi og skapandi en jafnframt skemmtilegt. Tilraunalandið er sett upp í samvinnu við Tom Tits Experi- ment í Svíþjóð, sem er miðstöð upp- lifana í Södertälje sunnan við Stokk- hólm, og sem árlega fær heimsóknir mörg hundruð þúsunda gesta og hefur hlotið fjölda evrópskra verð- launa fyrir fræðsluefni sitt. Ætlunin er einnig að ferðast vítt og breitt um landið með Tilraunalandið í tveimur vögnum í sumar. Norræna húsið hefur skipulagt fjölda viðburða sem ætlað er að höfða til barna, undir yfirskriftinni „Fjöregg“. Í lok apríl verður Barna- og unglingabókmenntahátíðin Mýrin haldin, en hana sækja margir af fær- ustu höfundum og myndskreytum heims. Í ár verður líka í boði breik- dans, leiksýningar, kvikmyndasýn- ingar og tilraunareitur til ræktunar. Stavanger hefur sent okkur „sand- kassa með yfirbreiðslu“ – innsetn- ingu sem gerð var þegar bærinn var ein af menningarborgum Evrópu fyrir nokkrum árum. Í haust verð- ur hafist handa við að byggja upp betra votlendi fyrir fuglana í Vatns- mýrinni og samtímis setjum við upp einstakan útiskóla í miðri höf- uðborginni. Þetta verður gert í sam- vinnu við Háskóla Íslands, Reykja- víkurborg og eftir hugmyndum frá X-Clinic við New York-háskóla. Með þessu frumkvæði og með framkvæmdagleðina að leiðarljósi fá börnin tækifæri til að kynnast uppfinningum og frjórri hugsun sem gagnast við uppbyggingu þess Íslands sem mun standa sterkt um langa framtíð. Þessi grein er hvatning til stjórn- málamanna, sem hefja senn kosn- ingabaráttu, til að úthugsa leiðir til að fá börnum okkar í hendur tól, tækifæri og forsendur til nýsköpun- ar í borginni, auk sköpunargleði og samkenndar. Þannig verður framtíð Íslands björt. Að auki finnst mér að grafa eigi Hringbrautina í göng svo að við eign- umst sannkallaðan borgargarð og háskóla í miðri Reykjavíkurborg. Fjöregg – eggin klekjast út í tilraunalandinu í Vatnsmýri Aðgangur almennings að vís-indaþekkingu og nýjustu nið- urstöðum rannsókna er mjög tak- markaður og þarf að greiða þarf háar fjárhæðir fyrir einstakar greinar eða tímarit sem geyma þessa þekkingu. Sem dæmi má taka að ef ég eða nákominn ætt- ingi greinist með krabbamein, þarf ég að greiða hundruð doll- ara fyrir aðgang að vefsíðum sem geyma nýjustu rannsóknir vísindamanna á sjúkdómnum. Opinn aðgangur er hugtak sem merkir að útgefið efni sem er afrakstur vísindastarfs, og oftar en ekki er kostað af opinberu fé, háskólunum eða samkeppnissjóð- um, er aðgengilegt öllum á raf- rænu formi. Yfirleitt er um að ræða ritrýndar greinar ritaðar af háskólamenntuðum fræðimönn- um sem þiggja laun eða styrki til þess að stunda rannsóknir sínar og fræðistörf, en síðan þarf að greiða sérstaklega fyrir að fá að lesa greinarnar í alþjóðlegum tímaritum. Með opnum aðgangi er reynt að tryggja að almenn- ingur þurfi ekki að greiða þriðja aðila eða „aftur“ fyrir vinnuna. Vísindamenn hafa helst tvær leiðir til þess að greinar þeirra birtist í opnum aðgangi: að gefa út í tímariti sem er opið eða senda greinina í opið varðveislu- safn jafnframt því sem hún birt- ist í hefðbundnu tímariti. Báðar leiðir, stundum kallaðar gullna og græna leiðin, tryggja það að greinin er aðgengileg á rafrænu formi en takmarka hvorki höf- undar- eða útgáfuréttindi miðað við útgáfu í hefðbundnum tíma- ritum. (Ekki er rúm til þess að skýra allar efnislegar hliðar þessa máls í stuttum pistli en áhugasömum er bent á nýstofn- aða síðu áhugahóps um málið openaccess.is.) Opinn aðgangur tryggir almenningi, nemendum, og öðrum vísindamönnum aðgengi að nýj- ustu þekkingu, óháð staðsetn- ingu og fjárhag. Opinn aðgangur er þannig lýðræðis og réttlætis- mál, á sama tíma og þekkingin er efld því hún er þess konar auð- lind sem eykst eftir því sem hún er notuð víðar og meira. Þannig eflist nýsköpun og tækniþróun einnig fyrir sömu krafta. Nauðsynlegt er að háskóla- stofnanir á Íslandi komi sér saman um stefnu varðandi opinn aðgang að útgefnu vísindaefni. Flestir háskólar í löndunum í kringum okkur vinna að eða hafa komið sér upp markmið- um varðandi opinn aðgang, sam- keppnissjóðir og útgefendur eru að vinna að sínum hliðum máls- ins, og menntamálayfirvöld hafa einnig látið málið til sín taka. Það stendur þó upp á háskólana á Íslandi að taka af skarið og leiða umræðu um mál sem stendur þeim og þeirra samfélagslega tilgangi næst. Opinn aðgangur að vísindaþekkingu Njörður Sigurjónsson Lektor í menningar- stjórnun við Háskólann á Bifröst Vísindastarf Max Dager Forstjóri Norræna hússins Menningarmál Íslenski bílaflotinn er nú í eldri kantinum því meðalaldur bíla hér á landi er 10,2 ár á móti 8,5 í lönd- um ESB. Bílaflotinn eldist nú hratt, sem er óheillaþróun, því eðlileg endurnýjun í bílaflota landsmanna er mikilvæg. Framþróun í bifreiða- framleiðslu hefur ekki einungis skil- að sparneytnari bílum sem menga minna, heldur jafnframt auknu öryggi farþega. Öll viljum við fækka alvarlegum umferðarslysum. Einn lykilþáttur- inn í því er að íslenskir bílar séu sem flestir búnir nýjasta öryggisbúnaði. Þetta öryggi fæst því miður ekki í gömlum bílum. Miklar framfarir hafa orðið síð- ustu ár í þróun öryggisbúnaðar sem dregur úr hættunni á umferðarslys- um og búnaði sem verndar þá sem lenda í slysum. Rannsóknir sýna að hægt væri að fækka umferðar- slysum á Íslandi um ríflega 1000 á ári hverju ef allir bílar væriu búnir nýjasta öryggisbúnaði á borð við stöðugleikastýringu, ABS-brems- ur, spólvörn, og veltivörn. En nýj- asti öryggisbúnaður snýr ekki bara að því að fækka slysum, heldur líka vernda farþega betur þegar slys verður. Betri öryggisbelti, fleiri loftpúðar, tölvubúnaður sem metur rétt viðbrögð við árekstri og öflugri stoðkerfi farþegarýma minnkar allt líkur á að slys leiði til alvarlegra meiðsla. Bílgreinasambandið í samstarfi við bílaumboðin stendur um þess- ar mundir að átakinu Bílavor 2010 og verður af því tilefni opið hús hjá flestum bílaumboðum landsins laug- ardaginn 10. apríl. Þemað er örygg- ismál, og þar verður litið á þróunina í öryggisbúnaði bíla síðustu ár. Ég hvet landsmenn til að nota tækifær- ið og sjá með eigin augum hvernig þróun í bílaframleiðslu hefur gefið af sér mun öruggari bíla og hafa örygg- ið sérstaklega í huga næst þegar ráð- ist er í bílakaup. Fækkun umferðar- slysa er hagur okkar allra. Betri bílar bæta öryggi Özur Lárusson Framkvæmdastjóri Bíl- greinasambandsins Umferðarmál Á hjólbarðaverkstæðum N1 færð þú aðstoð reyndra og lipurra fagmanna og mikið úrval af hjólbörðum í öllum verðflokkum, fyrir allar gerðir bíla. Við spörum líka pláss fyrir þig með því að geyma vetrardekkin þín. Það er alltaf heitt á könnunni. SÉRFRÆÐINGAR Í DEKKJUM BETRI ÞJÓNUSTA OG ÚRVAL Á HJÓLBARÐAVERKSTÆÐUM N1 Bíldshöfða 2 Reykjavík sími 440 1318 Réttarhálsi 2 Reykjavík sími 440 1326 Fellsmúla 24 Reykjavík sími 440 1322 Ægisíðu 102 Reykjavík sími 440 1320 Langatanga 1a Mosfellsbæ sími 440 1378 Reykjavíkurvegi 56 Hafnarfirði sími 440 1374 Dalbraut 14 Akranesi sími 440 1394 Grænásbraut 552 Reykjanesbæ sími 440 1372 Hjólbarðaþjónusta N1 er á eftirtöldum stöðum: Nýttu þér þjónustu okkar og vertu klár fyrir sumarið! Meira í leiðinniWWW.N1.IS 15. APR ÍL NAGLA NA AF!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.